Guðmundur: Að tapa er einhver versta tilfinning sem ég þekki Arnar Björnsson í Katar skrifar 28. janúar 2015 12:15 Guðmundur Guðmundsson stýrir Dönum í kvöld í átta liða úrslitum á HM í handbolta í Katar en danska liðið hefur örugglega ekki gleymt útreiðinni á móti Spánverjum í úrslitaleik HM 2013. Leikur Dana og Spánverja í 8-liða úrslitum á HM verður sögulegur. Hér mætast liðin sem léku til úrslita á síðasta heimsmeistaramóti. Spánverjar rúlluðu yfir Danina og unnu með 16 marka mun, 35-19. Danir tefla nánast fram sama liði og frá úrslitaleiknum fyrir tveimur árum. Aðeins Kasper Nielsen og Nikolaj Markussen eru ekki með núna. Mads Mensah hjá Rhein-Neckar Löwen er í liðinu í miðri keppni, tók stöðu Michael Damgaard hjá Team Tvis Holstebro núna er sautjándi maður Dana. Næstu mótherjar ykkar eru ríkjandi heimsmeistarar. „Það verður mjög erfiður leikur. Ég er búinn að vera að skoða þá eins mikið og ég get. Þeir spila frábæra vörn og eru svakalega þéttir og reyna að vísa öllu inn á miðjuna og standa þar eins og stór múr. Við verðum að vera mjög klókir á móti þeim og spila góðan sóknarleik til að vinna leikinn," sagði Guðmundur. Varnarleikur Spánverja hefur ekki alltaf hentað danska liðinu? „Nei hann hefur ekki gert það. Danir fóru illa út úr úrslitaleiknum á HM 2013 þar sem þeir töpuðu með 16 marka mun. Það var ekki gott og við þurfum að læra af þeim leik og finna leiðir gegn þeim. Það er auðvitað margt búið að gerast frá þeim leik, nýir þjálfarar hjá báðum liðum. Þannig hafa orðið breytingar á báðum liðum," sagði Guðmundur. Þegar þú ræðir leikinn við Spánverja við þína menn, sérðu blik í augum þeirra og sigurvilja? „Já þeir trúa alltaf á sigur. Danir eru miklir sigurvegarar í sér. Það er mjög gaman að vinna með þeim. Þeir eru mjög faglegir og gefa sig alla í verkefnið. Þegar við undirbjuggum leikinn við Íslendinga voru allir leikmennirnir á fullu í því. Þeir skoða mikið myndbönd þar sem við erum búnir að greina leikinn og þeir ræða þetta mikið sín í milli sem mér finnst mjög ánægjulegt að upplifa," sagði Guðmundur. Þegar keppni lýkur, hvort sem það verður í næstu umferð eða að þið standið uppi sem meistarar, verður þú ekki þreyttasti maður hópsins? „Jú ég verð örugglega mjög þreyttur. Þetta er gríðarlegt álag og margir leikir. Það hefur ekki gert okkur auðveldara að spila svona seint á kvöldin. Ég hef þá minni tíma yfir daginn. En það er nú eins og það er maður er í þessar vinnu og ég vil gera þetta eins vel og ég get. Ég hef líka gaman að þessu. Þetta eru ákveðin forréttindi að starfa við þetta og þjálfa gott lið. Það eru gríðarleg forréttindi að taka þátt í heimsmeistarakeppni og maður getur bara hvílt sig seinna," sagði Guðmundur. En þér finnst ekkert gaman að tapa? „Nei það er einhver versta tilfinning sem ég þekki svo ég geri allt þess að forðast að tapa," sagði Guðmundur. Það má sjá allt viðtalið við danska landsliðsþjálfarann hér fyrir ofan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Alfreð og Gummi vilja sjá blóð á hnjám og olnbogum Rasmus Lauge spilar í einu besta félagsliði heims og einu besta landsliði heims. Bæði eru þjálfuð af Íslendingum og hann segir skemmtilegt, en ólíkt, að spila fyrir þá Guðmund Guðmundsson og Alfreð Gíslason. 28. janúar 2015 08:00 Guðmundur Guðmundsson: Stórkostleg upplifun Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var ánægður með sigurinn á Íslendingum í gær. 27. janúar 2015 13:30 Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16 Íslandsbanar aldrei heimsmeistarar Sex lið hafa slegið Ísland út á HM en ekkert þeirra hefur náð að fara alla leið 28. janúar 2015 06:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson stýrir Dönum í kvöld í átta liða úrslitum á HM í handbolta í Katar en danska liðið hefur örugglega ekki gleymt útreiðinni á móti Spánverjum í úrslitaleik HM 2013. Leikur Dana og Spánverja í 8-liða úrslitum á HM verður sögulegur. Hér mætast liðin sem léku til úrslita á síðasta heimsmeistaramóti. Spánverjar rúlluðu yfir Danina og unnu með 16 marka mun, 35-19. Danir tefla nánast fram sama liði og frá úrslitaleiknum fyrir tveimur árum. Aðeins Kasper Nielsen og Nikolaj Markussen eru ekki með núna. Mads Mensah hjá Rhein-Neckar Löwen er í liðinu í miðri keppni, tók stöðu Michael Damgaard hjá Team Tvis Holstebro núna er sautjándi maður Dana. Næstu mótherjar ykkar eru ríkjandi heimsmeistarar. „Það verður mjög erfiður leikur. Ég er búinn að vera að skoða þá eins mikið og ég get. Þeir spila frábæra vörn og eru svakalega þéttir og reyna að vísa öllu inn á miðjuna og standa þar eins og stór múr. Við verðum að vera mjög klókir á móti þeim og spila góðan sóknarleik til að vinna leikinn," sagði Guðmundur. Varnarleikur Spánverja hefur ekki alltaf hentað danska liðinu? „Nei hann hefur ekki gert það. Danir fóru illa út úr úrslitaleiknum á HM 2013 þar sem þeir töpuðu með 16 marka mun. Það var ekki gott og við þurfum að læra af þeim leik og finna leiðir gegn þeim. Það er auðvitað margt búið að gerast frá þeim leik, nýir þjálfarar hjá báðum liðum. Þannig hafa orðið breytingar á báðum liðum," sagði Guðmundur. Þegar þú ræðir leikinn við Spánverja við þína menn, sérðu blik í augum þeirra og sigurvilja? „Já þeir trúa alltaf á sigur. Danir eru miklir sigurvegarar í sér. Það er mjög gaman að vinna með þeim. Þeir eru mjög faglegir og gefa sig alla í verkefnið. Þegar við undirbjuggum leikinn við Íslendinga voru allir leikmennirnir á fullu í því. Þeir skoða mikið myndbönd þar sem við erum búnir að greina leikinn og þeir ræða þetta mikið sín í milli sem mér finnst mjög ánægjulegt að upplifa," sagði Guðmundur. Þegar keppni lýkur, hvort sem það verður í næstu umferð eða að þið standið uppi sem meistarar, verður þú ekki þreyttasti maður hópsins? „Jú ég verð örugglega mjög þreyttur. Þetta er gríðarlegt álag og margir leikir. Það hefur ekki gert okkur auðveldara að spila svona seint á kvöldin. Ég hef þá minni tíma yfir daginn. En það er nú eins og það er maður er í þessar vinnu og ég vil gera þetta eins vel og ég get. Ég hef líka gaman að þessu. Þetta eru ákveðin forréttindi að starfa við þetta og þjálfa gott lið. Það eru gríðarleg forréttindi að taka þátt í heimsmeistarakeppni og maður getur bara hvílt sig seinna," sagði Guðmundur. En þér finnst ekkert gaman að tapa? „Nei það er einhver versta tilfinning sem ég þekki svo ég geri allt þess að forðast að tapa," sagði Guðmundur. Það má sjá allt viðtalið við danska landsliðsþjálfarann hér fyrir ofan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Alfreð og Gummi vilja sjá blóð á hnjám og olnbogum Rasmus Lauge spilar í einu besta félagsliði heims og einu besta landsliði heims. Bæði eru þjálfuð af Íslendingum og hann segir skemmtilegt, en ólíkt, að spila fyrir þá Guðmund Guðmundsson og Alfreð Gíslason. 28. janúar 2015 08:00 Guðmundur Guðmundsson: Stórkostleg upplifun Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var ánægður með sigurinn á Íslendingum í gær. 27. janúar 2015 13:30 Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16 Íslandsbanar aldrei heimsmeistarar Sex lið hafa slegið Ísland út á HM en ekkert þeirra hefur náð að fara alla leið 28. janúar 2015 06:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Alfreð og Gummi vilja sjá blóð á hnjám og olnbogum Rasmus Lauge spilar í einu besta félagsliði heims og einu besta landsliði heims. Bæði eru þjálfuð af Íslendingum og hann segir skemmtilegt, en ólíkt, að spila fyrir þá Guðmund Guðmundsson og Alfreð Gíslason. 28. janúar 2015 08:00
Guðmundur Guðmundsson: Stórkostleg upplifun Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, var ánægður með sigurinn á Íslendingum í gær. 27. janúar 2015 13:30
Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16
Íslandsbanar aldrei heimsmeistarar Sex lið hafa slegið Ísland út á HM en ekkert þeirra hefur náð að fara alla leið 28. janúar 2015 06:00