Sport

Colin Jackson verður heiðursgestur á RIG

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Colin Jackson með HM-gullið sitt árið 1999.
Colin Jackson með HM-gullið sitt árið 1999. Vísir/Getty
Breska grindarhlaupsgoðsögnin Colin Jackson er á leiðinni til Íslands til að halda fyrirlestur á vegum ÍSÍ en Jackson átti á sínum tíma heimsmetið í 110 metra grindarhlaupi.

Á heimasíðu frjálsíþróttasambandsins kemur fram að Colin Jackson verður með fyrirlestur á ráðstefnu um afreksþjálfun 15. Janúar en fyrirlestur hans ber nafnið „Dare to dream“.

Colin Jackson verður einnig heiðursgestur á frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna, Reykjavik International Games, sem fer fram í Laugardalshöllinni 17. janúar næstkomandi.  

Jackson er 47 ára gamall og fæddur í Wales. Hann vann tvo heimsmeistaratitla í 110 metra grindarhlauði, fyrst í Stuttgart 1993 og svo aftur í Sevilla sex árum síðar. Jackson vann einnig silfur í Aþenu 1997 og brons í Róm 1987.

Colin Jackson vann einnig silfur á Ólympíuleikunum í Seoul og fjóra Evrópumeistaratitla (1990, 1994, 1998 og 2002) en hann á enn Evrópumetið í 110 metra grindarhlaupi.

Áhugsamir geta skráð sig á fyrirlesturinn með því að senda póst á [email protected] en á heimsíðu Íþróttasambands Íslands má finna allt um ráðstefnuna.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×