Aron: Hefði viljað sjá betri frammistöðu Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. janúar 2015 21:52 Aron Kristjánsson var ekki parhrifinn af öllu í leik Íslands í kvöld. vísir/ernir „Það voru góðir kaflar í leiknum en líka mjög slakir kaflar, sérstaklega fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Fréttablaðið eftir 30-24 tap gegn Svíum í vináttuleik í Kristianstad í kvöld. „Fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik voru sérstaklega slæmar þar sem við gerðum marga tæknifeila og vorum seinir til baka í vörnina. Við náðum aðeins að stoppa þetta af undir lokin og spila þokkalega, en þetta var kaflaskipt,“ segir Aron. Ísland var án Aron Pálmarssonar, Guðjóns Vals Sigurðssonar, Arnór Atlasonar og Alexanders Peterssonar í leiknum, en Aron notaði leikinn til að gefa þeim sem stóðu á barmi þess að komast til Katar lokatækifæri til þessa. „Við ákváðum að hvíla vissa menn í þessum leik, en nú fáum við tvo leiki þar sem við getum stillt upp okkar sterkasta,“ segir Aron, en HM-hópurinn verður valinn seinna í kvöld og verður spilað á honum í hinum leikjunum á þessu æfingamóti gegn Dönum og Slóvenum. „Þetta eru í heildina fimm leikir og þarna fengu nokkrir leikmenn fína reynslu - leikmenn sem hafa verið í minni hlutverkum. Það er gott upp á framhaldið. Núna fáum við tvo leiki með okkar besta lið sem er meira en nóg, en við verðum líka að passa að keyra ekki liðið út. Meiningin mað þessum leik var að gefa öðrum spilurum frekari reynslu.“ Aron viðurkennir fúslega að þeir sem ekki eru fastamenn í liðinu hefðu mátt standa sig betur, en á löngum köflum var ekki sjón að sjá strákana í leiknum, hvort sem heldur í vörn eða sókn. „Maður hefði viljað sjá betri frammistöðu hjá nokkrum, en nú verður maður bara að meta stöðuna úr því sem komið er. Þetta miðast ekki bara við leikinn í kvöld heldur allan undirbúninginn og hvað okkur skortir taktískt,“ segir Aron, en Ísland mætir Svíþjóð svo aftur í riðlakeppni HM eftir viku. „Þessu leikur hafði auðvitað enga þýðingu nema bara að geta lært nokkra hluti sem þeir eru að gera og reyna að undirbúa okkur fyrir Katar. Þegar við mætum þangað verðum við klárir með okkar besta lið og mætum þeim að fullu,“ segir Aron Kristjánsson. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Þetta mót mikilvægt til að gera okkur klára fyrir stóra slaginn Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er nokkuð bjartsýnn viku fyrir HM í Katar enda lítur út fyrir að hann komist til Katar með sitt sterkasta lið. Hópurinn verður líklega skorinn niður eftir leik kvöldsins gegn Svíum. 9. janúar 2015 06:00 Strákunum skellt í Svíþjóð Sænska landsliðið of sterkt fyrir það íslenska í vináttulandsleik í Kristianstad. 9. janúar 2015 20:44 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
„Það voru góðir kaflar í leiknum en líka mjög slakir kaflar, sérstaklega fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, við Fréttablaðið eftir 30-24 tap gegn Svíum í vináttuleik í Kristianstad í kvöld. „Fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik voru sérstaklega slæmar þar sem við gerðum marga tæknifeila og vorum seinir til baka í vörnina. Við náðum aðeins að stoppa þetta af undir lokin og spila þokkalega, en þetta var kaflaskipt,“ segir Aron. Ísland var án Aron Pálmarssonar, Guðjóns Vals Sigurðssonar, Arnór Atlasonar og Alexanders Peterssonar í leiknum, en Aron notaði leikinn til að gefa þeim sem stóðu á barmi þess að komast til Katar lokatækifæri til þessa. „Við ákváðum að hvíla vissa menn í þessum leik, en nú fáum við tvo leiki þar sem við getum stillt upp okkar sterkasta,“ segir Aron, en HM-hópurinn verður valinn seinna í kvöld og verður spilað á honum í hinum leikjunum á þessu æfingamóti gegn Dönum og Slóvenum. „Þetta eru í heildina fimm leikir og þarna fengu nokkrir leikmenn fína reynslu - leikmenn sem hafa verið í minni hlutverkum. Það er gott upp á framhaldið. Núna fáum við tvo leiki með okkar besta lið sem er meira en nóg, en við verðum líka að passa að keyra ekki liðið út. Meiningin mað þessum leik var að gefa öðrum spilurum frekari reynslu.“ Aron viðurkennir fúslega að þeir sem ekki eru fastamenn í liðinu hefðu mátt standa sig betur, en á löngum köflum var ekki sjón að sjá strákana í leiknum, hvort sem heldur í vörn eða sókn. „Maður hefði viljað sjá betri frammistöðu hjá nokkrum, en nú verður maður bara að meta stöðuna úr því sem komið er. Þetta miðast ekki bara við leikinn í kvöld heldur allan undirbúninginn og hvað okkur skortir taktískt,“ segir Aron, en Ísland mætir Svíþjóð svo aftur í riðlakeppni HM eftir viku. „Þessu leikur hafði auðvitað enga þýðingu nema bara að geta lært nokkra hluti sem þeir eru að gera og reyna að undirbúa okkur fyrir Katar. Þegar við mætum þangað verðum við klárir með okkar besta lið og mætum þeim að fullu,“ segir Aron Kristjánsson.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Þetta mót mikilvægt til að gera okkur klára fyrir stóra slaginn Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er nokkuð bjartsýnn viku fyrir HM í Katar enda lítur út fyrir að hann komist til Katar með sitt sterkasta lið. Hópurinn verður líklega skorinn niður eftir leik kvöldsins gegn Svíum. 9. janúar 2015 06:00 Strákunum skellt í Svíþjóð Sænska landsliðið of sterkt fyrir það íslenska í vináttulandsleik í Kristianstad. 9. janúar 2015 20:44 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Þetta mót mikilvægt til að gera okkur klára fyrir stóra slaginn Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson er nokkuð bjartsýnn viku fyrir HM í Katar enda lítur út fyrir að hann komist til Katar með sitt sterkasta lið. Hópurinn verður líklega skorinn niður eftir leik kvöldsins gegn Svíum. 9. janúar 2015 06:00
Strákunum skellt í Svíþjóð Sænska landsliðið of sterkt fyrir það íslenska í vináttulandsleik í Kristianstad. 9. janúar 2015 20:44