Tilnefnd til virtra hönnunarverðlauna Þórður Ingi Jónsson skrifar 25. október 2014 13:00 Þórunn segir þetta gott tækifæri til að hitta fólk í hönnunargeiranum. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Þórunn Árnadóttir hönnuður. Hún var tilnefnd í vikunni til The Icon Awards, virtra verðlauna sem fara til framúrskarandi arkítekta, vöruhönnuða og frumkvöðla. Þórunn er tilnefnd til „Emerging Design Studio of the Year“, verðlauna fyrir besta hönnunarstúdíóið á uppleið. „Það er frábært að fá þessa athygli því vonandi fær maður fleiri verkefni út frá þessu,“ segir hún. „Þetta eru rosa flott verðlaun og ég hef alveg tekið eftir þeim áður, þannig að þetta er mikill heiður.“ Hönnun Þórunnar hefur vakið mikla athygli undanfarið, meðal annars Pyropets, kerti sem eru í laginu eins og sætur köttur sem skilur eftir sig ógnvænlega beinagrind þegar kertið hefur brunnið upp til agna. Að sögn Þórunnar vinnur hún nú líka að vörulínunni Ship Ahoy í samstarfi við netagerðina Egersund á Eskifirði og handverksfólk á Austurlandi. Verðlaunaafhendingin fer fram í Lundúnum í byrjun desember þar sem Þórunn verður viðstödd en hún ætlar að taka með sér Ship Ahoy-línuna til að kynna hana. „Ég ætla að skreppa til Lundúna og tala við ýmsar búðir þar sem ég er að selja. Það er fínt að hitta verslanaeigendurna og kíkja á afhendinguna enda er þetta gott tækifæri til að hitta fólkið í bransanum.“ Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Þórunn Árnadóttir hönnuður. Hún var tilnefnd í vikunni til The Icon Awards, virtra verðlauna sem fara til framúrskarandi arkítekta, vöruhönnuða og frumkvöðla. Þórunn er tilnefnd til „Emerging Design Studio of the Year“, verðlauna fyrir besta hönnunarstúdíóið á uppleið. „Það er frábært að fá þessa athygli því vonandi fær maður fleiri verkefni út frá þessu,“ segir hún. „Þetta eru rosa flott verðlaun og ég hef alveg tekið eftir þeim áður, þannig að þetta er mikill heiður.“ Hönnun Þórunnar hefur vakið mikla athygli undanfarið, meðal annars Pyropets, kerti sem eru í laginu eins og sætur köttur sem skilur eftir sig ógnvænlega beinagrind þegar kertið hefur brunnið upp til agna. Að sögn Þórunnar vinnur hún nú líka að vörulínunni Ship Ahoy í samstarfi við netagerðina Egersund á Eskifirði og handverksfólk á Austurlandi. Verðlaunaafhendingin fer fram í Lundúnum í byrjun desember þar sem Þórunn verður viðstödd en hún ætlar að taka með sér Ship Ahoy-línuna til að kynna hana. „Ég ætla að skreppa til Lundúna og tala við ýmsar búðir þar sem ég er að selja. Það er fínt að hitta verslanaeigendurna og kíkja á afhendinguna enda er þetta gott tækifæri til að hitta fólkið í bransanum.“
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira