Ögrar sjálfum sér á nýrri sólóplötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. september 2014 08:00 Gunnlaugur Briem, trommuleikari Mezzoforte, syngur og spilar á píanó á nýrri sólóplötu. Hann segir plötuna það persónulegasta sem hann hafi gert í músík. vísir/vilhelm Trommuleikarinn Gunnlaugur Briem fer út fyrir þægindarammann á nýrri sólóplötu með því að syngja á nýju plötunni sinni og spila á píanó. „Þetta er líklega það persónulegasta sem ég hef gert í músík og ég ákvað að láta allt flakka. Maður er að opinbera sjálfan sig mikið á plötunni, meðal annars með því að spila á píanó og syngja þrjú lög,” segir trommuleikarinn Gunnlaugur Briem. Hann sendir frá sér sína þriðju sólóplötu í vikunni og ber hún nafnið Liberté en sólóverkefni Gulla kallast Earth Affair og hefur hann einnig gefið út plöturnar Earth og Earth Affair Chapter One. Hann hefur unnið að gerð plötunnar í mörg ár og kallaði meðal annars breska strengjaútsetjarann Simon Hale til leiks, en Hale hefur meðal annars unnið með Björk og Jamiroquai. „Ég er búinn að vera nokkuð lengi að vinna þessa plötu og með smáhléum en í fyrra tók ég mér tak og ákvað að klára verkið. Ég fékk góða menn með mér í verkefnið eins og Jökul Jörgensen en hann hefur verið minn stærsti partner í þessu ferli, hann semur kynngimögnuð ljóð og spilar á bassa,“ útskýrir Gulli. „Þetta er analogue, meira dökkur hljóðheimur þar sem fléttast saman órafmögnuð hljóðfæri, strengir, píanó sem og trommur, steinharpa frá Páli á Húsafelli, klukkuspil og hljóðgervlar.“ Þá spilar Frank Aarnik á slagverk, Arnar Guðjónsson úr Leaves á gítara, Joo Kraus og Sebastian Studnitzky leika á blásturshljóðfæri. „Suður-afríski söngvarinn Vusi Mahlasela syngur líka í einu lagi. Hann er eins konar Bob Dylan Suður-Afríku, var öflugur mótmælandi á sínum tíma gegn aðskilnaðarstefnunni og góður vinur Nelsons Mandela.” Gulli sem er líklega þekktastur fyrir að leika á trommur með hljómsveitinni Mezzoforte semur tónlistina sjálfur og segir talsvert öðru vísi að tjá sig í gegnum trommusettið annars vegar og söng og píanóleik hins vegar. „Það er mjög ólíkt að tjá sig með röddinni og píanói eða trommusetti. Það væri ekki möguleiki í Mezzoforte því það eru aðrar leikreglur sem gilda þar. Mér finnst hins vegar nauðsynlegt á þessum tímapunkti að fara út fyrir þægindahringinn og sjá hvað ég kemst langt án þess að brotna. Þessa dagana reyni ég að ögra sjálfum mér alveg stöðugt, hvort sem það er að spila á trommur, semja nýja tónlist eða gefa út disk,“ útskýrir Gulli. Liberté kemur út á Íslandi í vikunni og víða í Evrópu 26. september. Tónlist Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Trommuleikarinn Gunnlaugur Briem fer út fyrir þægindarammann á nýrri sólóplötu með því að syngja á nýju plötunni sinni og spila á píanó. „Þetta er líklega það persónulegasta sem ég hef gert í músík og ég ákvað að láta allt flakka. Maður er að opinbera sjálfan sig mikið á plötunni, meðal annars með því að spila á píanó og syngja þrjú lög,” segir trommuleikarinn Gunnlaugur Briem. Hann sendir frá sér sína þriðju sólóplötu í vikunni og ber hún nafnið Liberté en sólóverkefni Gulla kallast Earth Affair og hefur hann einnig gefið út plöturnar Earth og Earth Affair Chapter One. Hann hefur unnið að gerð plötunnar í mörg ár og kallaði meðal annars breska strengjaútsetjarann Simon Hale til leiks, en Hale hefur meðal annars unnið með Björk og Jamiroquai. „Ég er búinn að vera nokkuð lengi að vinna þessa plötu og með smáhléum en í fyrra tók ég mér tak og ákvað að klára verkið. Ég fékk góða menn með mér í verkefnið eins og Jökul Jörgensen en hann hefur verið minn stærsti partner í þessu ferli, hann semur kynngimögnuð ljóð og spilar á bassa,“ útskýrir Gulli. „Þetta er analogue, meira dökkur hljóðheimur þar sem fléttast saman órafmögnuð hljóðfæri, strengir, píanó sem og trommur, steinharpa frá Páli á Húsafelli, klukkuspil og hljóðgervlar.“ Þá spilar Frank Aarnik á slagverk, Arnar Guðjónsson úr Leaves á gítara, Joo Kraus og Sebastian Studnitzky leika á blásturshljóðfæri. „Suður-afríski söngvarinn Vusi Mahlasela syngur líka í einu lagi. Hann er eins konar Bob Dylan Suður-Afríku, var öflugur mótmælandi á sínum tíma gegn aðskilnaðarstefnunni og góður vinur Nelsons Mandela.” Gulli sem er líklega þekktastur fyrir að leika á trommur með hljómsveitinni Mezzoforte semur tónlistina sjálfur og segir talsvert öðru vísi að tjá sig í gegnum trommusettið annars vegar og söng og píanóleik hins vegar. „Það er mjög ólíkt að tjá sig með röddinni og píanói eða trommusetti. Það væri ekki möguleiki í Mezzoforte því það eru aðrar leikreglur sem gilda þar. Mér finnst hins vegar nauðsynlegt á þessum tímapunkti að fara út fyrir þægindahringinn og sjá hvað ég kemst langt án þess að brotna. Þessa dagana reyni ég að ögra sjálfum mér alveg stöðugt, hvort sem það er að spila á trommur, semja nýja tónlist eða gefa út disk,“ útskýrir Gulli. Liberté kemur út á Íslandi í vikunni og víða í Evrópu 26. september.
Tónlist Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira