Opið bréf til nýrra framkvæmdastjóra á Landspítala Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 12. september 2014 07:00 Ágætu nýju framkvæmdastjórar Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum frá forstjóranum virðist ráðning ykkar þjóna tvennum tilgangi; að setja „öryggi og flæði sjúklinga í fyrirrúm“ og láta nýjan spítala verða að veruleika. Ég vil því bjóða ykkur velkomin til starfa og dáist að hugrekki ykkar að takast á við verkefni hjá stofnun sem liggur undir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Forstjórinn fullyrðir að húsnæði spítalans sé stærsta ógnun við öryggi sjúklinga. Þessi fullyrðing hljómar sérkennilega í mínum eyrum því húsnæði og tæki gera ekki mistök. Ég er ein þeirra mörgu sem hafa bitra reynslu af spítalanum og tel mig vita talsvert um öryggi sjúklinga. Það var ekki húsnæðinu að kenna að sonur minn 14 mánaða lést eftir mistök á bráðamóttöku barna í febrúar 2001. Já, það er kannski ástæðan fyrir að ég rita þessar línur því stjórnendum spítalans hefur ekki lánast að ljúka því máli á sómasamlegan hátt. Þrettán ára gamalt mál er nú á borði ráðherra sem það hefði aldrei átt að vera. Athygli Umboðsmanns Alþingis verður fljótlega vakin á að ráðherrann hefur enn ekki svarað erindi mínu sem hefur velkst fram og til baka í kerfinu sökum vanhæfni stjórnenda til að ljúka því. Ég óska þess að ná sáttum og að fjölskylda mín geti notið þess að treysta þessari stofnun þegar á þarf að halda. Svo er ekki í dag en vonandi kemur sá dagur undir ykkar handleiðslu. Hann kemur ekki með nýjum spítala, því get ég lofað. Það þarf kjark og auðmýkt Á veraldarvefnum má finna margar reynslusögur um hvernig mistök í heilbrigðisþjónustu hafa verið markvisst nýtt til að bjarga öðrum frá sambærilegum skaða. Oft hefur frumkvæðið komið frá þeim sem fyrir þessum hörmungum verða. En hér á landi tíðkast ekki að reynsla nýtist á uppbyggilegan hátt þótt ríkur áhugi og vilji sé til staðar hjá þolendum. Mig langar til að sjá það verða að veruleika að sjúklingar og aðstandendur skipti máli og þeir hafi eitthvað um þessi mál að segja. Það var jú meginþemað í ráðstefnu í Hörpu fyrir ári síðan en ekkert hefur breyst. Hvað vantar upp á? Ég lýsi mig reiðubúna að halda uppbyggilegan fyrirlestur um reynslu mína sem móður af hörmulegu atviki inni á sjúkrahúsinu. Erindi sem allir starfsmenn, stjórnendur og embættismenn ættu að heyra, því það þarf að standa betur að úrvinnslu mistakamála og draga lærdóm af þeim. Lærdóm sem bjargar mannslífum. Það þarf mikinn kjark og auðmýkt af ykkar hálfu til að hlusta. Það mundi valda algerum straumhvörfum í trausti gagnvart þjónustu sem snertir okkur öll. Það er innri starfsemin sem skiptir meira máli en steypa og tæki, og því er margt mikilvægara en að byggja nýjan spítala. Vilt þú bjarga mannslífum og gera starfsemi spítalans öruggari? Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum og þekki marga í sömu stöðu. Ég þarf bara að heyra frá ykkur því ég þrái ekkert heitar en að dauði sonar míns verði öðrum til bjargar. Með vinsemd og virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Sjá meira
Ágætu nýju framkvæmdastjórar Landspítalans. Samkvæmt upplýsingum frá forstjóranum virðist ráðning ykkar þjóna tvennum tilgangi; að setja „öryggi og flæði sjúklinga í fyrirrúm“ og láta nýjan spítala verða að veruleika. Ég vil því bjóða ykkur velkomin til starfa og dáist að hugrekki ykkar að takast á við verkefni hjá stofnun sem liggur undir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Forstjórinn fullyrðir að húsnæði spítalans sé stærsta ógnun við öryggi sjúklinga. Þessi fullyrðing hljómar sérkennilega í mínum eyrum því húsnæði og tæki gera ekki mistök. Ég er ein þeirra mörgu sem hafa bitra reynslu af spítalanum og tel mig vita talsvert um öryggi sjúklinga. Það var ekki húsnæðinu að kenna að sonur minn 14 mánaða lést eftir mistök á bráðamóttöku barna í febrúar 2001. Já, það er kannski ástæðan fyrir að ég rita þessar línur því stjórnendum spítalans hefur ekki lánast að ljúka því máli á sómasamlegan hátt. Þrettán ára gamalt mál er nú á borði ráðherra sem það hefði aldrei átt að vera. Athygli Umboðsmanns Alþingis verður fljótlega vakin á að ráðherrann hefur enn ekki svarað erindi mínu sem hefur velkst fram og til baka í kerfinu sökum vanhæfni stjórnenda til að ljúka því. Ég óska þess að ná sáttum og að fjölskylda mín geti notið þess að treysta þessari stofnun þegar á þarf að halda. Svo er ekki í dag en vonandi kemur sá dagur undir ykkar handleiðslu. Hann kemur ekki með nýjum spítala, því get ég lofað. Það þarf kjark og auðmýkt Á veraldarvefnum má finna margar reynslusögur um hvernig mistök í heilbrigðisþjónustu hafa verið markvisst nýtt til að bjarga öðrum frá sambærilegum skaða. Oft hefur frumkvæðið komið frá þeim sem fyrir þessum hörmungum verða. En hér á landi tíðkast ekki að reynsla nýtist á uppbyggilegan hátt þótt ríkur áhugi og vilji sé til staðar hjá þolendum. Mig langar til að sjá það verða að veruleika að sjúklingar og aðstandendur skipti máli og þeir hafi eitthvað um þessi mál að segja. Það var jú meginþemað í ráðstefnu í Hörpu fyrir ári síðan en ekkert hefur breyst. Hvað vantar upp á? Ég lýsi mig reiðubúna að halda uppbyggilegan fyrirlestur um reynslu mína sem móður af hörmulegu atviki inni á sjúkrahúsinu. Erindi sem allir starfsmenn, stjórnendur og embættismenn ættu að heyra, því það þarf að standa betur að úrvinnslu mistakamála og draga lærdóm af þeim. Lærdóm sem bjargar mannslífum. Það þarf mikinn kjark og auðmýkt af ykkar hálfu til að hlusta. Það mundi valda algerum straumhvörfum í trausti gagnvart þjónustu sem snertir okkur öll. Það er innri starfsemin sem skiptir meira máli en steypa og tæki, og því er margt mikilvægara en að byggja nýjan spítala. Vilt þú bjarga mannslífum og gera starfsemi spítalans öruggari? Ég er tilbúin að leggja mitt af mörkum og þekki marga í sömu stöðu. Ég þarf bara að heyra frá ykkur því ég þrái ekkert heitar en að dauði sonar míns verði öðrum til bjargar. Með vinsemd og virðingu.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun