Obama vill stöðva Rússa Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. september 2014 12:00 Bandaríkjaforseti kom við í Eistlandi á leiðinni til Wales. Vísir/AP Uppreisnarmenn í Úkraínu taka dræmt í vopnahléshugmyndir Pútíns Rússlandsforseta, og þótt Úkraínustjórn hafi fallist á „vopnahlésferli“ þá segist Porosjenkó Úkraínuforseti ekki treysta neinum áformum Pútíns. Pútín kynnti vopnahléshugmyndir sínar í Mongólíu í gær, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Hann lagði áherslu á að Úkraínuher og þær sjálfboðaliðahersveitir sem barist hafa með honum hætti þegar í stað öllum hernaðaraðgerðum í austanverðri Úkraínu. Hann hafði áður rætt þær við Porosjenkó á fundi þeirra í Hvíta-Rússlandi fyrr í vikunni. Skilyrði Pútíns eru í meginatriðum þau sömu og hann hefur áður kynnt og í fullu samræmi við þá afstöðu hans, að hernaðaraðgerðir Úkraínustjórnar gegn uppreisnarmönnum séu óréttmætar. Obama Bandaríkjaforseti virðist ekki hafa mikla trú á þessum vopnahlésáformum, en gerir kröfur til Rússa um beinar aðgerðir: „Við höfum ekki séð mikið koma út úr þessum svokölluðu vopnahléum, sem tilkynnt hefur verið um,“ sagði hann í Eistlandi í gær. „Að því sögðu, þá er það svo að ef Rússar verða í raun tilbúnir til þess að hætta að fjármagna, vopna, þjálfa og í mörgum tilvikum að senda rússneska hermenn til aðgerða í Úkraínu og taka alvarlega hugmyndir um pólitíska lausn, þá er það nokkuð sem við öllum vonumst til.“ Obama sagði þetta í Eistlandi í gær þar sem hann reyndi að stappa stálinu í Eystrasaltsþjóðirnar. Meðal íbúa Eystrasaltsríkjanna hefur óróleiki gert vart við sig vegna yfirgangs Rússa í austanverðri Úkraínu. „Þið hafið misst sjálfstæðið áður, en með NATO munið þið aldrei glata því aftur,“ sagði Obama, en hann heldur til Wales í dag þar sem hann situr tveggja daga leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Hann hótar því að NATO muni fara í hart gegn Rússum: „Við munum aldrei fallast á hernám Rússa og innlimun Krímskaga eða annarra hluta Úkraínu.“ Eitt helsta umræðuefni NATO-fundarins verða átökin í Úkraínu. Meðal annars verða þar rædd áform um að NATO sendi herlið til nágrannaríkja Rússlands sem geti brugðist við með litlum fyrirvara. Þá hafa nokkur NATO-ríki kynnt áform um heræfingar í vestanverðri Úkraínu, en Pútín segir þær heræfingar vera beina ögrun. Meðal fulltrúa á fundinum í Wales verða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Úkraína Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Uppreisnarmenn í Úkraínu taka dræmt í vopnahléshugmyndir Pútíns Rússlandsforseta, og þótt Úkraínustjórn hafi fallist á „vopnahlésferli“ þá segist Porosjenkó Úkraínuforseti ekki treysta neinum áformum Pútíns. Pútín kynnti vopnahléshugmyndir sínar í Mongólíu í gær, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Hann lagði áherslu á að Úkraínuher og þær sjálfboðaliðahersveitir sem barist hafa með honum hætti þegar í stað öllum hernaðaraðgerðum í austanverðri Úkraínu. Hann hafði áður rætt þær við Porosjenkó á fundi þeirra í Hvíta-Rússlandi fyrr í vikunni. Skilyrði Pútíns eru í meginatriðum þau sömu og hann hefur áður kynnt og í fullu samræmi við þá afstöðu hans, að hernaðaraðgerðir Úkraínustjórnar gegn uppreisnarmönnum séu óréttmætar. Obama Bandaríkjaforseti virðist ekki hafa mikla trú á þessum vopnahlésáformum, en gerir kröfur til Rússa um beinar aðgerðir: „Við höfum ekki séð mikið koma út úr þessum svokölluðu vopnahléum, sem tilkynnt hefur verið um,“ sagði hann í Eistlandi í gær. „Að því sögðu, þá er það svo að ef Rússar verða í raun tilbúnir til þess að hætta að fjármagna, vopna, þjálfa og í mörgum tilvikum að senda rússneska hermenn til aðgerða í Úkraínu og taka alvarlega hugmyndir um pólitíska lausn, þá er það nokkuð sem við öllum vonumst til.“ Obama sagði þetta í Eistlandi í gær þar sem hann reyndi að stappa stálinu í Eystrasaltsþjóðirnar. Meðal íbúa Eystrasaltsríkjanna hefur óróleiki gert vart við sig vegna yfirgangs Rússa í austanverðri Úkraínu. „Þið hafið misst sjálfstæðið áður, en með NATO munið þið aldrei glata því aftur,“ sagði Obama, en hann heldur til Wales í dag þar sem hann situr tveggja daga leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Hann hótar því að NATO muni fara í hart gegn Rússum: „Við munum aldrei fallast á hernám Rússa og innlimun Krímskaga eða annarra hluta Úkraínu.“ Eitt helsta umræðuefni NATO-fundarins verða átökin í Úkraínu. Meðal annars verða þar rædd áform um að NATO sendi herlið til nágrannaríkja Rússlands sem geti brugðist við með litlum fyrirvara. Þá hafa nokkur NATO-ríki kynnt áform um heræfingar í vestanverðri Úkraínu, en Pútín segir þær heræfingar vera beina ögrun. Meðal fulltrúa á fundinum í Wales verða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Úkraína Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira