Mamma och pappa kann flytta men jag blir kvar Eyjólfur Þorkelsson skrifar 25. ágúst 2014 08:00 Sérnám í læknisfræði er langt og dýrt. Árum saman hefur íslenskt samfélag hins vegar notið þess að íslenskir læknar hafa sérmenntað sig erlendis án nokkurra fjárútláta íslenska ríkisins en eðlilega með talsverðum kostnaði viðkomandi fjölskyldu. Því það er erfitt að flytja fjölskylduna milli landa; komast inn í kerfið, finna nýja vinnu og skóla við allra hæfi, meta hvort nýju launin svari kostnaði við flutninginn. Ekki síst er erfitt að slíta vinabönd barna og fullorðinna. Þessir erfiðleikar eru stærsta ógn íslensks heilbrigðiskerfis núna og í nánustu framtíð. Sérnám í læknisfræði tekur 5-7 ár auk þess sem flestir vinna nokkrum árum lengur til að bæta við sig þekkingu og færni sem gagnast þeim sjálfum og sjúklingum þeirra. Eftir 7-10 ár er hins vegar orðið mjög erfitt að slíta vinaböndin, og verður æ erfiðara með hverju árinu sem líður. Reynsla flestra er sú að ljúki barn grunnskóla og hefji menntaskólanám erlendis sé nær borin von að það ílendist á Íslandi, þó fjölskyldan flytji aftur til baka. Hví þá að flytja yfirhöfuð? Launaþróun lækna hefur ekki haldið í við launaþróun annarra háskólamenntaðra stétta og eru íslenskir læknar algjörir eftirbátar lækna í nágrannalöndum hvað laun varðar. Enda hafa snöggtum færri læknar flutt til Íslands en nokkru sinni á síðari árum. Starfandi læknum á Íslandi hefur því fækkað og meðalaldur þeirra hækkað mikið. Samfara þessu eykst álagið og vinnugleðin minnkar í neikvæðum spíral sem verður að rjúfa eigi ekki að fara illa. Því meðan flutningur svarar ekki kostnaði og vinnuálag skerðir lífsgæði fjölskyldunnar mun fólk ekki sjá sér hag í að flytja heim. Og því lengur sem það dvelur úti, þeim mun ólíklegra er að það flytji nokkru sinni heim. Tími smáskammtalækninga er liðinn. Kyrrstaða og „þetta reddast“ er ávísun á afturför. Stjórnvöld þurfa nú þegar að fá lækna til að starfa hér – að öðrum kosti að axla ábyrgðina á því að íslenska heilbrigðiskerfið drabbaðist niður á þeirra vakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Sérnám í læknisfræði er langt og dýrt. Árum saman hefur íslenskt samfélag hins vegar notið þess að íslenskir læknar hafa sérmenntað sig erlendis án nokkurra fjárútláta íslenska ríkisins en eðlilega með talsverðum kostnaði viðkomandi fjölskyldu. Því það er erfitt að flytja fjölskylduna milli landa; komast inn í kerfið, finna nýja vinnu og skóla við allra hæfi, meta hvort nýju launin svari kostnaði við flutninginn. Ekki síst er erfitt að slíta vinabönd barna og fullorðinna. Þessir erfiðleikar eru stærsta ógn íslensks heilbrigðiskerfis núna og í nánustu framtíð. Sérnám í læknisfræði tekur 5-7 ár auk þess sem flestir vinna nokkrum árum lengur til að bæta við sig þekkingu og færni sem gagnast þeim sjálfum og sjúklingum þeirra. Eftir 7-10 ár er hins vegar orðið mjög erfitt að slíta vinaböndin, og verður æ erfiðara með hverju árinu sem líður. Reynsla flestra er sú að ljúki barn grunnskóla og hefji menntaskólanám erlendis sé nær borin von að það ílendist á Íslandi, þó fjölskyldan flytji aftur til baka. Hví þá að flytja yfirhöfuð? Launaþróun lækna hefur ekki haldið í við launaþróun annarra háskólamenntaðra stétta og eru íslenskir læknar algjörir eftirbátar lækna í nágrannalöndum hvað laun varðar. Enda hafa snöggtum færri læknar flutt til Íslands en nokkru sinni á síðari árum. Starfandi læknum á Íslandi hefur því fækkað og meðalaldur þeirra hækkað mikið. Samfara þessu eykst álagið og vinnugleðin minnkar í neikvæðum spíral sem verður að rjúfa eigi ekki að fara illa. Því meðan flutningur svarar ekki kostnaði og vinnuálag skerðir lífsgæði fjölskyldunnar mun fólk ekki sjá sér hag í að flytja heim. Og því lengur sem það dvelur úti, þeim mun ólíklegra er að það flytji nokkru sinni heim. Tími smáskammtalækninga er liðinn. Kyrrstaða og „þetta reddast“ er ávísun á afturför. Stjórnvöld þurfa nú þegar að fá lækna til að starfa hér – að öðrum kosti að axla ábyrgðina á því að íslenska heilbrigðiskerfið drabbaðist niður á þeirra vakt.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun