Rússar ráða framhaldinu Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. júlí 2014 07:00 Harmleikurinn í Austur-Úkraínu, þegar hátt í 300 saklausir borgarar fórust, gæti orðið vendipunktur í átökunum í landinu. Það hlýtur raunar að vera krafa umheimsins að nú verði tekið í taumana og ófriðurinn í Úkraínu stöðvaður. Það er ein ríkisstjórn, raunar einn maður, sem hefur í hendi sér hvort það gerist. Það er Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Rússland hefur kynt undir átökunum í Úkraínu með öllum ráðum. Pútín hyggst hugsanlega ekki innlima austurhéruðin eins og hann gerði við Krímskaga, en markmið hans er að minnsta kosti að grafa undan stjórninni í Kænugarði og hegna úkraínskum stjórnvöldum fyrir að halla sér að Vesturlöndum í stað þess að beygja sig undir áhrifavald Rússa. Það tekur raunar enginn mark á því þegar Rússar segja að örlög flugvélar Malaysian Airlines séu úkraínskum stjórnvöldum að kenna. Mjög margt bendir til að uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Rússa, hafi skotið flugvélina niður. Sennilega ekki viljandi – þeir héldu líklega í byrjun að þeir hefðu skotið niður flugvél úkraínskra stjórnvalda – en það breytir engu um alvöru málsins og mikilvægi þess að það verði rækilega upplýst. Tali Rússa um að Úkraínustjórn beri ábyrgð á ófriðnum í landinu trúir enginn nema þeir sjálfir. Rússar hafa vopnað uppreisnarmennina og veitt þeim margvíslegan stuðning. Raunar eru engar líkur á að aðskilnaðarsinnarnir hefðu getað beitt vopnum eins og því sem að öllum líkindum grandaði farþegaþotunni nema með aðstoð frá Rússum. Rússnesk stjórnvöld bera þunga ábyrgð á því að 300 manns fórust, hvernig sem á málið er litið. Rússland hefur, þrátt fyrir ítrekuð loforð, látið ónotuð margvísleg tækifæri til að stilla til friðar í Úkraínu. Vegna áframhaldandi stuðnings Rússa við uppreisnarmennina hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið nú hert efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Það er til marks um afar sérkennilega forgangsröðun rússneskra stjórnvalda að þau skuli láta sér í léttu rúmi liggja hinn efnahagslega skaða sem hlýst af refsiaðgerðunum og halda áfram ótrauð útþenslu- og yfirgangsstefnu sinni gagnvart nágrannaríkjunum. Rússland hefur í rauninni misst stefnu sína gagnvart Úkraínu úr böndunum. Árásin á farþegaþotuna þýðir að fjölmörg ríki munu gera enn skýrari kröfu en áður um að Rússland beiti sér til að binda enda á ófriðinn í landinu. Pútín hefur nú lagt til að bæði uppreisnarmenn og úkraínski herinn leggi niður vopn og hefji friðarviðræður. Það er ekki nóg. Rússar verða að heita því – og standa við það – að hætta öllum stuðningi við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Þeir verða sömuleiðis að styðja óháða, alþjóðlega rannsókn á því hver ber ábyrgð á ódæðinu og standa að því að viðkomandi verði dregnir til ábyrgðar. Rússland getur ekki varpað ábyrgðinni yfir á neinn annan – rússnesk stjórnvöld geta ráðið því hvort þetta mál þróast með jákvæðum hætti eða fer á versta veg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MH17 Ólafur Stephensen Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Harmleikurinn í Austur-Úkraínu, þegar hátt í 300 saklausir borgarar fórust, gæti orðið vendipunktur í átökunum í landinu. Það hlýtur raunar að vera krafa umheimsins að nú verði tekið í taumana og ófriðurinn í Úkraínu stöðvaður. Það er ein ríkisstjórn, raunar einn maður, sem hefur í hendi sér hvort það gerist. Það er Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Rússland hefur kynt undir átökunum í Úkraínu með öllum ráðum. Pútín hyggst hugsanlega ekki innlima austurhéruðin eins og hann gerði við Krímskaga, en markmið hans er að minnsta kosti að grafa undan stjórninni í Kænugarði og hegna úkraínskum stjórnvöldum fyrir að halla sér að Vesturlöndum í stað þess að beygja sig undir áhrifavald Rússa. Það tekur raunar enginn mark á því þegar Rússar segja að örlög flugvélar Malaysian Airlines séu úkraínskum stjórnvöldum að kenna. Mjög margt bendir til að uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Rússa, hafi skotið flugvélina niður. Sennilega ekki viljandi – þeir héldu líklega í byrjun að þeir hefðu skotið niður flugvél úkraínskra stjórnvalda – en það breytir engu um alvöru málsins og mikilvægi þess að það verði rækilega upplýst. Tali Rússa um að Úkraínustjórn beri ábyrgð á ófriðnum í landinu trúir enginn nema þeir sjálfir. Rússar hafa vopnað uppreisnarmennina og veitt þeim margvíslegan stuðning. Raunar eru engar líkur á að aðskilnaðarsinnarnir hefðu getað beitt vopnum eins og því sem að öllum líkindum grandaði farþegaþotunni nema með aðstoð frá Rússum. Rússnesk stjórnvöld bera þunga ábyrgð á því að 300 manns fórust, hvernig sem á málið er litið. Rússland hefur, þrátt fyrir ítrekuð loforð, látið ónotuð margvísleg tækifæri til að stilla til friðar í Úkraínu. Vegna áframhaldandi stuðnings Rússa við uppreisnarmennina hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið nú hert efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Það er til marks um afar sérkennilega forgangsröðun rússneskra stjórnvalda að þau skuli láta sér í léttu rúmi liggja hinn efnahagslega skaða sem hlýst af refsiaðgerðunum og halda áfram ótrauð útþenslu- og yfirgangsstefnu sinni gagnvart nágrannaríkjunum. Rússland hefur í rauninni misst stefnu sína gagnvart Úkraínu úr böndunum. Árásin á farþegaþotuna þýðir að fjölmörg ríki munu gera enn skýrari kröfu en áður um að Rússland beiti sér til að binda enda á ófriðinn í landinu. Pútín hefur nú lagt til að bæði uppreisnarmenn og úkraínski herinn leggi niður vopn og hefji friðarviðræður. Það er ekki nóg. Rússar verða að heita því – og standa við það – að hætta öllum stuðningi við aðskilnaðarsinna í Úkraínu. Þeir verða sömuleiðis að styðja óháða, alþjóðlega rannsókn á því hver ber ábyrgð á ódæðinu og standa að því að viðkomandi verði dregnir til ábyrgðar. Rússland getur ekki varpað ábyrgðinni yfir á neinn annan – rússnesk stjórnvöld geta ráðið því hvort þetta mál þróast með jákvæðum hætti eða fer á versta veg.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun