Bryan Adams heldur tónleika á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. júní 2014 08:49 Bryan Adams kemur fram á tónleikum í Hörpu í sumar. Vísir/Getty Kanadíska rokkgoðsögnin Bryan Adams heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 9. ágúst og flytur öll sín vinsælustu og bestu lög en hann hefur undanfarin ár verið að túra af og til einn með gítar ásamt píanóleikara á svokölluðum Bare Bones-túr. „Bare Bones-hljómleikarnir hafa verið að fá gríðarlega góða dóma, röddin er alveg frábær og Bryan Adams innilegur, fyndinn og skemmtilegur á sviðinu,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Tónleikarnir eru því einstakt tækifæri til að fá að upplifa listamanninn í mikilli nálægð og jafnvel biðja hann um óskalag. „Hann er mikið að tala við áhorfendur á milli laga, hann segir sögur af lögunum og svoleiðis. Ég hef heyrt að þegar hann er í stuði þá kalli hann jafnvel eftir óskalögum úr sal,“ bætir Guðbjartur við. Hann segist hafa verið í nokkur ár að reyna fá kanadísku goðsögnina til landsins. „Ég hef verið að vinna í því meðfram öðru að fá hann til landsins í nokkur ár. Þá sérstaklega með það í huga að fá hann í Eldborgarsal Hörpu. Mér finnst það vera frábær staður fyrir þetta konsept.“ Bryan Adams er geysivinsæll hér á landi, er möguleiki á aukatónleikum ef það uppselt verður á tónleikana? „Það er möguleiki á aukatónleikum en ég tek þó bara eina tónleika í einu,“ segir Guðbjartur. Bryan Adams er einn vinsælasti tónlistarmaður sögunnar og hefur selt yfir 100 milljónir plata. Hann hefur unnið til tuga verðlauna á ferli sínum, þar á meðal 20 kanadískra Juno-verðlauna sem eru sambærileg Grammy-verðlaunum Bandaríkjamanna. Hann hefur 15 sinnum verið tilnefndur til Grammy-verðlauna og unnið þau nokkrum sinnum. Fimm sinnum verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna og þrisvar til Óskarsverðlauna fyrir lög í kvikmyndum. „Bryan Adams er sá kanadíski tónlistarmaður sem hefur selt langflestar plötur. Justin Bieber, sem einnig er Kanadamaður, kemst ekki með tærnar þar sem Bryan Adams hefur hælana,“ segir Guðbjartur léttur í lundu.Vinsælasti, kanadíski listamaðurinn Bryan Adams er einn vinsælasti tónlistarmaður sögunnar og hefur selt yfir 100 milljónir plata. Aðrir kanadískir listamenn komast ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana í plötusölu. Alanis Morissette hefur selt um 60 milljónir platna og kanadíski prinsinn Justin Bieber hefur selt um 15 milljónir platna. Hans vinsælustu lög eru (Everything I do) I Do It For You, Heaven, Please Forgive Me, Here I Am, Summer of 69, Straight from the Heart, When you Love Someone, Run To You, Have You Ever Really Loved a Woman, All for Love og mörg fleiri. Miðasala á tónleikana hefst á fimmtudag á miði.is og harpa.is. Golden Globes Justin Bieber á Íslandi Óskarinn Tónlist Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Kanadíska rokkgoðsögnin Bryan Adams heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 9. ágúst og flytur öll sín vinsælustu og bestu lög en hann hefur undanfarin ár verið að túra af og til einn með gítar ásamt píanóleikara á svokölluðum Bare Bones-túr. „Bare Bones-hljómleikarnir hafa verið að fá gríðarlega góða dóma, röddin er alveg frábær og Bryan Adams innilegur, fyndinn og skemmtilegur á sviðinu,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Tónleikarnir eru því einstakt tækifæri til að fá að upplifa listamanninn í mikilli nálægð og jafnvel biðja hann um óskalag. „Hann er mikið að tala við áhorfendur á milli laga, hann segir sögur af lögunum og svoleiðis. Ég hef heyrt að þegar hann er í stuði þá kalli hann jafnvel eftir óskalögum úr sal,“ bætir Guðbjartur við. Hann segist hafa verið í nokkur ár að reyna fá kanadísku goðsögnina til landsins. „Ég hef verið að vinna í því meðfram öðru að fá hann til landsins í nokkur ár. Þá sérstaklega með það í huga að fá hann í Eldborgarsal Hörpu. Mér finnst það vera frábær staður fyrir þetta konsept.“ Bryan Adams er geysivinsæll hér á landi, er möguleiki á aukatónleikum ef það uppselt verður á tónleikana? „Það er möguleiki á aukatónleikum en ég tek þó bara eina tónleika í einu,“ segir Guðbjartur. Bryan Adams er einn vinsælasti tónlistarmaður sögunnar og hefur selt yfir 100 milljónir plata. Hann hefur unnið til tuga verðlauna á ferli sínum, þar á meðal 20 kanadískra Juno-verðlauna sem eru sambærileg Grammy-verðlaunum Bandaríkjamanna. Hann hefur 15 sinnum verið tilnefndur til Grammy-verðlauna og unnið þau nokkrum sinnum. Fimm sinnum verið tilnefndur til Golden Globe-verðlauna og þrisvar til Óskarsverðlauna fyrir lög í kvikmyndum. „Bryan Adams er sá kanadíski tónlistarmaður sem hefur selt langflestar plötur. Justin Bieber, sem einnig er Kanadamaður, kemst ekki með tærnar þar sem Bryan Adams hefur hælana,“ segir Guðbjartur léttur í lundu.Vinsælasti, kanadíski listamaðurinn Bryan Adams er einn vinsælasti tónlistarmaður sögunnar og hefur selt yfir 100 milljónir plata. Aðrir kanadískir listamenn komast ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana í plötusölu. Alanis Morissette hefur selt um 60 milljónir platna og kanadíski prinsinn Justin Bieber hefur selt um 15 milljónir platna. Hans vinsælustu lög eru (Everything I do) I Do It For You, Heaven, Please Forgive Me, Here I Am, Summer of 69, Straight from the Heart, When you Love Someone, Run To You, Have You Ever Really Loved a Woman, All for Love og mörg fleiri. Miðasala á tónleikana hefst á fimmtudag á miði.is og harpa.is.
Golden Globes Justin Bieber á Íslandi Óskarinn Tónlist Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira