Erfiðara að horfa á Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júní 2014 06:00 Jón Arnar, Krister Blær og Tristan Freyr. Fréttablaðið/Daníel Norðurlandamótið í fjölþrautum ungmenna fer fram á Kópavogsvelli um helgina en alls eru 56 keppendur skráðir til leiks, þar af þrettán frá Íslandi en undanfarin misseri hafa mjög margt efnilegt fjölþrautarfólk komið fram hér á landi. Í þeirra hópi eru synir Jóns Arnars Magnússonar, fyrrum tugþrautarkappa. Krister Blær keppir í flokki 18-19 ára en Tristan Freyr í flokki 16-17 ára. „Þeir eru orðnir mun betri en ég var á þeirra aldri,“ sagði Jón Arnar í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þeir vita þó að það er engin pressa á þeim enda gera þeir þetta allt á sínum forsendum.“ Fyrr í vetur bætti Tristan Freyr Íslandsmetið innanhúss í sjöþraut í sínum aldursflokki er hann fékk 4741 stig en hann á einnig metið í stangarstökki innanhúss í sama aldursflokki. Báðir hafa stórbætt árangur sinn á milli ára og báðir eru öflugir í stangarstökki, rétt eins og karl faðir þeirra var.Margfalt erfiðara að horfa á Jón Arnar kunni þá list vel að halda ró sinni í keppni og hefur komið því áleiðis til sona sinna. „Þeir eru vanir að umgangast íþróttina og keppa á mótum. Þeir vita hvernig þeir eiga að haga sér og takast á við íþróttina af stóískri ró,“ segir Jón Arnar en viðurkennir að það sé mun erfiðara að standa á hliðarlínunni en keppa sjálfur. „Það er margfalt erfiðara. Nú veit ég hvernig konunni minni leið þegar ég keppti,“ sagði hann í léttum dúr. „Upplifunin er allt öðruvísi því maður getur ekkert gert nema að sýna strákunum stuðning.“ Jón Arnar tekur undir að aðstæður til æfinga í frjálsíþróttum hafi mikið breyst á undanförnum árum, sérstaklega í samanburði við þær aðstæður sem hann æfði við á Sauðárkróki sem ungur maður. „Það var frábært að fá aðra höll við Laugardalshöllina og frábært fyrir komandi kynslóðir. Það hefur verið mikil uppbygging í íþróttinni og mikið af efnilegu frjálsíþróttafólki að koma upp. Maður vildi helst að maður væri sjálfur 30 árum yngri,“ segir hann og hlær.Sveinbjörg á titil að verjaSveinbjörg Zophaníasdóttir er ein þeirra en hún á titil að verja í flokki 22ja ára og yngri. Hún á næstbestan árangur í sínum aldursflokki í ár, 5479 stig, á Norðurlöndunum en aðeins Frida Thorsås frá Noregi hefur gert betur með 5533 stig. Ingi Rúnar Kristinsson og Arna Stefanía Guðmundsdóttir þykja einnig líkleg til afreka en bæði hafa áður unnið til verðlauna á Norðurlandamótum. Fyrri keppnisdagur hefst á Kópavogsvelli klukkan 9.15 í dag og sá síðari á morgun klukkan 10.00. Frjálsar íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Sjá meira
Norðurlandamótið í fjölþrautum ungmenna fer fram á Kópavogsvelli um helgina en alls eru 56 keppendur skráðir til leiks, þar af þrettán frá Íslandi en undanfarin misseri hafa mjög margt efnilegt fjölþrautarfólk komið fram hér á landi. Í þeirra hópi eru synir Jóns Arnars Magnússonar, fyrrum tugþrautarkappa. Krister Blær keppir í flokki 18-19 ára en Tristan Freyr í flokki 16-17 ára. „Þeir eru orðnir mun betri en ég var á þeirra aldri,“ sagði Jón Arnar í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þeir vita þó að það er engin pressa á þeim enda gera þeir þetta allt á sínum forsendum.“ Fyrr í vetur bætti Tristan Freyr Íslandsmetið innanhúss í sjöþraut í sínum aldursflokki er hann fékk 4741 stig en hann á einnig metið í stangarstökki innanhúss í sama aldursflokki. Báðir hafa stórbætt árangur sinn á milli ára og báðir eru öflugir í stangarstökki, rétt eins og karl faðir þeirra var.Margfalt erfiðara að horfa á Jón Arnar kunni þá list vel að halda ró sinni í keppni og hefur komið því áleiðis til sona sinna. „Þeir eru vanir að umgangast íþróttina og keppa á mótum. Þeir vita hvernig þeir eiga að haga sér og takast á við íþróttina af stóískri ró,“ segir Jón Arnar en viðurkennir að það sé mun erfiðara að standa á hliðarlínunni en keppa sjálfur. „Það er margfalt erfiðara. Nú veit ég hvernig konunni minni leið þegar ég keppti,“ sagði hann í léttum dúr. „Upplifunin er allt öðruvísi því maður getur ekkert gert nema að sýna strákunum stuðning.“ Jón Arnar tekur undir að aðstæður til æfinga í frjálsíþróttum hafi mikið breyst á undanförnum árum, sérstaklega í samanburði við þær aðstæður sem hann æfði við á Sauðárkróki sem ungur maður. „Það var frábært að fá aðra höll við Laugardalshöllina og frábært fyrir komandi kynslóðir. Það hefur verið mikil uppbygging í íþróttinni og mikið af efnilegu frjálsíþróttafólki að koma upp. Maður vildi helst að maður væri sjálfur 30 árum yngri,“ segir hann og hlær.Sveinbjörg á titil að verjaSveinbjörg Zophaníasdóttir er ein þeirra en hún á titil að verja í flokki 22ja ára og yngri. Hún á næstbestan árangur í sínum aldursflokki í ár, 5479 stig, á Norðurlöndunum en aðeins Frida Thorsås frá Noregi hefur gert betur með 5533 stig. Ingi Rúnar Kristinsson og Arna Stefanía Guðmundsdóttir þykja einnig líkleg til afreka en bæði hafa áður unnið til verðlauna á Norðurlandamótum. Fyrri keppnisdagur hefst á Kópavogsvelli klukkan 9.15 í dag og sá síðari á morgun klukkan 10.00.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Sjá meira