Uppreisn gegn undanhaldinu Kristinn H. Gunnarsson skrifar 26. maí 2014 00:00 Vestfirðingar eiga þann eina kost að gera uppreisn gegn undanhaldinu sem þeir hafa mátt þola síðustu 16 ár. Þeir verða að velja sér forystumenn í komandi sveitarstjórnarkosningum sem standa með hagsmunum almennings og þora að bjóða hagsmunaaðilum og forystu stjórnmálaflokkanna á landsvísu birginn. Vandinn er hverjum manni augljós og lausnin blasir við. Sjávarbyggðir sækja afl sitt í hafið. Þaðan kemur efnahagsleg undirstaða samfélaganna. Meðan starfsemin er við lýði og tekjurnar dreifast um byggðirnar gengur vel. En þegar tekjurnar renna að stórum hluta í vasa fárra og koma aldrei inn í hagkerfi fjórðungsins gengur illa og hallar undan fæti. Þannig hefur það verið síðustu 16 ár síðan framsalið í sjávarútveginum fór að segja til sín.Fækkun um 100 manns á ári Í höfuðstað Vestfjarða, Ísafjarðarbæ, hefur fækkað um 100 manns á ári frá ársbyrjun 1999. Um helmingurinn er bein fólksfækkun og hinn helmingurinn er vegna þess að sveitarfélagið fékk ekkert af fólksfjölguninni á landsvísu. Íbúarnir voru þá 4.476 og hefðu átt að vera 5.370 í byrjan þessa árs ef þeim hefði fjölgað í takt við breytingarnar á landsvísu. En íbúafjöldinn var aðeins 3.639. Það vantar um 1.740 manns til þess að halda í horfinu miðað við 1. jan 1999. Þjóðinni hefur fjölgað um 20% en íbúum Ísafjarðarbæjar hefur fækkað um 19%. Að óbreyttu mun áfram fækka um 100 manns á ári.Kvótinn fór 1998 - 2004 Á fáum árum fór stór hluti allra aflaheimilda á norðanverðum Vestfjörðum. Guðbjörgin ásamt öllum kvóta fór til Akureyrar. Kvóti fyrirtækjanna Básafell á Ísafirði og Ósvör í Bolungarvík fór að mestu úr fjórðungnum. Að sama skapi dró úr atvinnustarfsemi á svæðinu. Halldór Jónsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Ísafirði, telur að með kvótanum hafi farið nálega 300 tekjuhæstu störf sveitarfélagsins (bb.is, 17.5. 2006). Í skýrslu Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 2004 kemur fram að störfum hafi fækkað um 7% á árunum 1998-2003. Laun lækkuðu líka í kjölfarið. Þau höfðu lengi verið yfir landsmeðaltali og oft voru meðallaunin á Vestfjörðum þau hæstu á landinu. En árið 2006 var útsvarsstofn á íbúa á Vestfjörðum 14% undir landsmeðaltali (Byggðastofnun 2012).Neikvæður hagvöxtur Efnahagslega breytingin sem varð við kvótamissirinn varð mikil. Á þessum árum 1998 - 2004 varð engin hagvöxtur á Vestfjörðum, þvert á móti þá dróst vestfirska hagkerfið saman um 6%. Á sama tíma varð 23% hagvöxtur á landinu öllu. Frá 2004 hefur haldið áfram að síga á ógæfuhliðina og áfram dregið í sundur með Vestfjörðum og landsþróuninni, þótt munurinn sé miklu minni. Minna hagkerfi þýðir einfaldlega færri störf, lægri kaupmáttur og minni umsvif bæði með beinum hætti og í samanburði við önnur svæði á landinu. Árið 1998 var framleiðslan á Vestfjörðum á mann, svonefndar vergar þáttatekjur, 2% hærri en á höfuðborgarsvæðinu, en árið 2005 var framleiðslan aðeins 82% af framleiðslunni á höfuðborgarsvæðinu það ár. Hún hafði minnkað um 20% (Hagfræðistofnun Háskóla Íslands 2007). Afleiðingin getur ekki orðið önnur en fólksfækkun, að fólk flytur á eftir störfunum enda varð það raunin.Íbúðaverð féll um 28% Ein afleiðing af minnkandi kaupmætti á svæðinu og fólksfækkun var að verð á fasteignum hríðféll. Því eru gerð skil í skýrslu iðnaðarráðuneytisins frá 2005. Verð á íbúðarhúsnæði á Vestfjörðum féll um 28% að raungildi á árunum 1990-2004, en fyrst og fremst frá 1998-2004. Hvergi annars staðar á landinu lækkaði fasteignaverð að raungildi. Það hækkaði til dæmis um 52% á höfuðborgarsvæðinu. Athuga ber að þetta var fyrir fasteignabóluna á höfuðborgarsvæðinu. Segja má að verð á Vestfjörðum hafi að meðaltali fallið um 1/3 af verðinu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta verðfall hefur ekki gengið til baka og þótt eitthvað kunni að hafa breyst til batnaðar þá er staðan enn í öllum megindráttum óbreytt frá 2004.33% af þorskveiðum Vestfjarðamiðin er gjöful sem áður, það hefur ekki breyst nema síður sé. Á árunum 1991-2009 voru að meðaltali 33% af öllum þorskveiðunum af miðunum frá Snæfellsnesi að Horni og 25% af ýsuveiðunum. Að magni til eru þetta nærri 60.000 tonn af þorski og 15.000 tonn af ýsu. Hlutur Vestfirðinga í þorskveiðunum hefur minnkað um helming frá 1998. Að auki hefur stór hluti af tekjunum færst frá þjónustu og launum yfir í greiðslu fyrir aðganginn að miðunum. Ætla má að útgerðarmenn greiði um 15 milljarða króna árlega fyrir veiðiréttinn, ýmist í gegnum beina kvótaleigu eða kvótakaupum. Hvort tveggja veldur samdrætti á svæðinu.Yfirráð og tekjur Ef sjávarbyggðir eiga að þrífast og jafnvel að vaxa og dafna verður að vera beint samband milli byggðanna og miðanna sem eru undan ströndinni. Veiðirétturinn á að vera bundinn svæðinu og hver sem hverju sinni aflar sér réttinda til veiða á að vera bundinn því að nýta þessi mið en ekki einhver önnur og sá á að greiða viðkomandi svæði fyrir afnotin. Þær tekjur á síðan nota til uppbyggingar, þjónustu og atvinnusköpunar. Arðurinn í sjávarútvegi er ekki einkaeign fárra kvótahafa né heldur er hann bara fyrir ríkið til þess að byggja upp höfuðborgarsvæðið. Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnir eiga að krefjast breytinga á kvótakerfinu sem verja hagsmuni fólksins sem þeir eiga að þjóna. Þeir verða að hafa kjark til þess að standa á móti útgerðarvaldinu heima í héraði og þeir verða líka að hafa dug í sér til þess að rísa gegn flokksforystunni þegar hún gengur gegn hagsmunum íbúanna. Það er mál að linni undanhaldinu síðustu 16 árin og kjörnir forystumenn verða að rísa upp til varna fyrir umbjóðendur sína. Þeirra hagur er mikilvægari en nokkur flokksbönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Vestfirðingar eiga þann eina kost að gera uppreisn gegn undanhaldinu sem þeir hafa mátt þola síðustu 16 ár. Þeir verða að velja sér forystumenn í komandi sveitarstjórnarkosningum sem standa með hagsmunum almennings og þora að bjóða hagsmunaaðilum og forystu stjórnmálaflokkanna á landsvísu birginn. Vandinn er hverjum manni augljós og lausnin blasir við. Sjávarbyggðir sækja afl sitt í hafið. Þaðan kemur efnahagsleg undirstaða samfélaganna. Meðan starfsemin er við lýði og tekjurnar dreifast um byggðirnar gengur vel. En þegar tekjurnar renna að stórum hluta í vasa fárra og koma aldrei inn í hagkerfi fjórðungsins gengur illa og hallar undan fæti. Þannig hefur það verið síðustu 16 ár síðan framsalið í sjávarútveginum fór að segja til sín.Fækkun um 100 manns á ári Í höfuðstað Vestfjarða, Ísafjarðarbæ, hefur fækkað um 100 manns á ári frá ársbyrjun 1999. Um helmingurinn er bein fólksfækkun og hinn helmingurinn er vegna þess að sveitarfélagið fékk ekkert af fólksfjölguninni á landsvísu. Íbúarnir voru þá 4.476 og hefðu átt að vera 5.370 í byrjan þessa árs ef þeim hefði fjölgað í takt við breytingarnar á landsvísu. En íbúafjöldinn var aðeins 3.639. Það vantar um 1.740 manns til þess að halda í horfinu miðað við 1. jan 1999. Þjóðinni hefur fjölgað um 20% en íbúum Ísafjarðarbæjar hefur fækkað um 19%. Að óbreyttu mun áfram fækka um 100 manns á ári.Kvótinn fór 1998 - 2004 Á fáum árum fór stór hluti allra aflaheimilda á norðanverðum Vestfjörðum. Guðbjörgin ásamt öllum kvóta fór til Akureyrar. Kvóti fyrirtækjanna Básafell á Ísafirði og Ósvör í Bolungarvík fór að mestu úr fjórðungnum. Að sama skapi dró úr atvinnustarfsemi á svæðinu. Halldór Jónsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Ísafirði, telur að með kvótanum hafi farið nálega 300 tekjuhæstu störf sveitarfélagsins (bb.is, 17.5. 2006). Í skýrslu Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 2004 kemur fram að störfum hafi fækkað um 7% á árunum 1998-2003. Laun lækkuðu líka í kjölfarið. Þau höfðu lengi verið yfir landsmeðaltali og oft voru meðallaunin á Vestfjörðum þau hæstu á landinu. En árið 2006 var útsvarsstofn á íbúa á Vestfjörðum 14% undir landsmeðaltali (Byggðastofnun 2012).Neikvæður hagvöxtur Efnahagslega breytingin sem varð við kvótamissirinn varð mikil. Á þessum árum 1998 - 2004 varð engin hagvöxtur á Vestfjörðum, þvert á móti þá dróst vestfirska hagkerfið saman um 6%. Á sama tíma varð 23% hagvöxtur á landinu öllu. Frá 2004 hefur haldið áfram að síga á ógæfuhliðina og áfram dregið í sundur með Vestfjörðum og landsþróuninni, þótt munurinn sé miklu minni. Minna hagkerfi þýðir einfaldlega færri störf, lægri kaupmáttur og minni umsvif bæði með beinum hætti og í samanburði við önnur svæði á landinu. Árið 1998 var framleiðslan á Vestfjörðum á mann, svonefndar vergar þáttatekjur, 2% hærri en á höfuðborgarsvæðinu, en árið 2005 var framleiðslan aðeins 82% af framleiðslunni á höfuðborgarsvæðinu það ár. Hún hafði minnkað um 20% (Hagfræðistofnun Háskóla Íslands 2007). Afleiðingin getur ekki orðið önnur en fólksfækkun, að fólk flytur á eftir störfunum enda varð það raunin.Íbúðaverð féll um 28% Ein afleiðing af minnkandi kaupmætti á svæðinu og fólksfækkun var að verð á fasteignum hríðféll. Því eru gerð skil í skýrslu iðnaðarráðuneytisins frá 2005. Verð á íbúðarhúsnæði á Vestfjörðum féll um 28% að raungildi á árunum 1990-2004, en fyrst og fremst frá 1998-2004. Hvergi annars staðar á landinu lækkaði fasteignaverð að raungildi. Það hækkaði til dæmis um 52% á höfuðborgarsvæðinu. Athuga ber að þetta var fyrir fasteignabóluna á höfuðborgarsvæðinu. Segja má að verð á Vestfjörðum hafi að meðaltali fallið um 1/3 af verðinu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta verðfall hefur ekki gengið til baka og þótt eitthvað kunni að hafa breyst til batnaðar þá er staðan enn í öllum megindráttum óbreytt frá 2004.33% af þorskveiðum Vestfjarðamiðin er gjöful sem áður, það hefur ekki breyst nema síður sé. Á árunum 1991-2009 voru að meðaltali 33% af öllum þorskveiðunum af miðunum frá Snæfellsnesi að Horni og 25% af ýsuveiðunum. Að magni til eru þetta nærri 60.000 tonn af þorski og 15.000 tonn af ýsu. Hlutur Vestfirðinga í þorskveiðunum hefur minnkað um helming frá 1998. Að auki hefur stór hluti af tekjunum færst frá þjónustu og launum yfir í greiðslu fyrir aðganginn að miðunum. Ætla má að útgerðarmenn greiði um 15 milljarða króna árlega fyrir veiðiréttinn, ýmist í gegnum beina kvótaleigu eða kvótakaupum. Hvort tveggja veldur samdrætti á svæðinu.Yfirráð og tekjur Ef sjávarbyggðir eiga að þrífast og jafnvel að vaxa og dafna verður að vera beint samband milli byggðanna og miðanna sem eru undan ströndinni. Veiðirétturinn á að vera bundinn svæðinu og hver sem hverju sinni aflar sér réttinda til veiða á að vera bundinn því að nýta þessi mið en ekki einhver önnur og sá á að greiða viðkomandi svæði fyrir afnotin. Þær tekjur á síðan nota til uppbyggingar, þjónustu og atvinnusköpunar. Arðurinn í sjávarútvegi er ekki einkaeign fárra kvótahafa né heldur er hann bara fyrir ríkið til þess að byggja upp höfuðborgarsvæðið. Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnir eiga að krefjast breytinga á kvótakerfinu sem verja hagsmuni fólksins sem þeir eiga að þjóna. Þeir verða að hafa kjark til þess að standa á móti útgerðarvaldinu heima í héraði og þeir verða líka að hafa dug í sér til þess að rísa gegn flokksforystunni þegar hún gengur gegn hagsmunum íbúanna. Það er mál að linni undanhaldinu síðustu 16 árin og kjörnir forystumenn verða að rísa upp til varna fyrir umbjóðendur sína. Þeirra hagur er mikilvægari en nokkur flokksbönd.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun