Ríka fólkið hans Árna Páls Þorsteinn Sæmundsson skrifar 14. maí 2014 00:00 Nú þegar hillir undir að ríkisstjórnarflokkarnir efni helstu og stærstu kosningaloforð sín fara andstæðingar stjórnarinnar hamförum í áróðri sínum gegn ráðstöfunum sem felast í frumvörpunum tveimur sem nú liggja fyrir þinginu. Því er haldið fram að aðgerðirnar auki verðbólgu, hækki vexti og skaði fjárhag ríkis og sveitarfélaga inn í framtíðina. Aðgerðin, sem er tvíþætt, almenn og reist á réttlæti og sanngirni, mun hafa lágmarksáhrif á verðbólgu og vexti. Hún mun til skamms tíma hafa nokkur áhrif á sveitarfélögin en allar líkur eru á að þau áhrif fjari út og að sveitarfélög og ríki muni til langs tíma hagnast vegna betri skuldastöðu heimilanna. Því er nú haldið fram af hálfu andstæðinga ríkisstjórnarinnar að þeir tekjuhæstu og eignamestu muni hagnast mest á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Því fer fjarri. Hið sanna er að helmingur skuldaniðurfellingarinnar gagnast fólki með heimilistekjur undir sex milljónum króna á ári eins og til dæmis tveimur ASÍ-félögum sem halda heimili saman. 60 prósent upphæðarinnar koma í hlut fólks með heimilistekjur undir átta milljónum á ári, svo sem eins og tveimur kennurum eða tveimur BSRB-félögum. 80 prósent upphæðarinnar renna til fjölskyldna sem skulda meira en helming í íbúðarhúsnæði sínu. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili er rúmlega 1,1 milljón krónur og tæplega helmingur heimila fær niðurfærslu á bilinu hálf til ein milljón krónur. Þessir hópar, ASÍ-félagar með meðallaun og BSRB/BHR-fólk með meðallaun þeirra samtaka, sem getið er um hér að framan, eru samkvæmt grein formanns Samfylkingarinnar í Fréttablaðinu sl. mánudag ríka fólkið á Íslandi. Sú skilgreining kemur kannski ekki svo mikið á óvart þegar þess er gætt að ríkisstjórn sú sem formaðurinn sat í hífði láglaunafólk upp í milliskattþrep meðan hún sat að völdum. Þá ráðstöfun hefur núverandi ríkisstjórn þegar leiðrétt og hækkað tekjumark þeirra sem eru í neðsta skattþrepi. Ríkisstjórnin er þannig alls ósammála formanni Samfylkingarinnar um að þessir hópar myndi hóp ríkra Íslendinga. Skattaráðstafanir ríkisstjórnarinnar munu skila fjölskyldunum í landinu 5 milljörðum króna í auknum ráðstöfunartekjum. Þannig lýsir núverandi ríkisstjórn yfir eindregnum stuðningi við heimilin í landinu og baráttu þeirra fyrir bættum lífskjörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar hillir undir að ríkisstjórnarflokkarnir efni helstu og stærstu kosningaloforð sín fara andstæðingar stjórnarinnar hamförum í áróðri sínum gegn ráðstöfunum sem felast í frumvörpunum tveimur sem nú liggja fyrir þinginu. Því er haldið fram að aðgerðirnar auki verðbólgu, hækki vexti og skaði fjárhag ríkis og sveitarfélaga inn í framtíðina. Aðgerðin, sem er tvíþætt, almenn og reist á réttlæti og sanngirni, mun hafa lágmarksáhrif á verðbólgu og vexti. Hún mun til skamms tíma hafa nokkur áhrif á sveitarfélögin en allar líkur eru á að þau áhrif fjari út og að sveitarfélög og ríki muni til langs tíma hagnast vegna betri skuldastöðu heimilanna. Því er nú haldið fram af hálfu andstæðinga ríkisstjórnarinnar að þeir tekjuhæstu og eignamestu muni hagnast mest á aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Því fer fjarri. Hið sanna er að helmingur skuldaniðurfellingarinnar gagnast fólki með heimilistekjur undir sex milljónum króna á ári eins og til dæmis tveimur ASÍ-félögum sem halda heimili saman. 60 prósent upphæðarinnar koma í hlut fólks með heimilistekjur undir átta milljónum á ári, svo sem eins og tveimur kennurum eða tveimur BSRB-félögum. 80 prósent upphæðarinnar renna til fjölskyldna sem skulda meira en helming í íbúðarhúsnæði sínu. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili er rúmlega 1,1 milljón krónur og tæplega helmingur heimila fær niðurfærslu á bilinu hálf til ein milljón krónur. Þessir hópar, ASÍ-félagar með meðallaun og BSRB/BHR-fólk með meðallaun þeirra samtaka, sem getið er um hér að framan, eru samkvæmt grein formanns Samfylkingarinnar í Fréttablaðinu sl. mánudag ríka fólkið á Íslandi. Sú skilgreining kemur kannski ekki svo mikið á óvart þegar þess er gætt að ríkisstjórn sú sem formaðurinn sat í hífði láglaunafólk upp í milliskattþrep meðan hún sat að völdum. Þá ráðstöfun hefur núverandi ríkisstjórn þegar leiðrétt og hækkað tekjumark þeirra sem eru í neðsta skattþrepi. Ríkisstjórnin er þannig alls ósammála formanni Samfylkingarinnar um að þessir hópar myndi hóp ríkra Íslendinga. Skattaráðstafanir ríkisstjórnarinnar munu skila fjölskyldunum í landinu 5 milljörðum króna í auknum ráðstöfunartekjum. Þannig lýsir núverandi ríkisstjórn yfir eindregnum stuðningi við heimilin í landinu og baráttu þeirra fyrir bættum lífskjörum.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun