Heildarmynd af höftunum: Erlendar skuldir og forsendur afnáms Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 16. apríl 2014 00:01 Erlendar skuldir og greiðsluvandi þjóðarinnar eru nú í brennidepli efnahagsumræðunnar. Helsta áhyggjuefnið snýr að umfangi þessara skulda og stórum afborgunum erlendra lána á næstu árum. Þessir þættir geta ógnað jafnvægi hagkerfisins og komið í veg fyrir að hægt sé að aflétta fjármagnshöftum. Erlendar skuldir þurfa að nýtast til uppbyggingar hérlendis Íslenska hagkerfið hefur viðhaft neikvæða erlenda skuldastöðu um árabil og landið er í dag mun skuldugra en nágrannaríkin. Skuldastaðan er nær stöðu hinna svokölluðu PIIGS-ríkja, en þau lentu í vandræðum með erlendar skuldir sínar í evrukrísunni á árunum 2009-13. Hærra skuldahlutfalli fylgir aukin hætta á efnahagslegum óstöðugleika auk þess sem háar vaxtagreiðslur úr landi draga úr þrótti hagkerfisins til lengri tíma litið. Neikvæð erlend skuldastaða getur verið eðlileg ef hún skýrist af fjárfestingum sem auka útflutningstekjur og framleiðslugetu hagkerfisins. Í dag orsakast hún hins vegar að miklu leyti af skuldum við aðila sem ekki vilja fjárfesta hér til langs tíma. Þessum skuldum þarf að skipta út fyrir fjármagn sem nýtist til uppbyggingar atvinnulífs hérlendis til að ekki sé vegið að framtíðarvexti hagkerfisins. Greiðsluvandinn og snjóhengjan leggjast saman Án endurfjármögnunar núverandi skulda nemur halli á gjaldeyrisflæði til og frá landinu um 750 ma. kr. yfir næstu sex ár vegna hárra afborgana erlendra lána. Þetta er hinn svokallaði greiðsluvandi íslenska þjóðarbúsins og úr honum þarf að leysa ef afnám hafta á að vera möguleiki. Í ofanálag þarf að vera til staðar nægur gjaldeyrir til að losa um snjóhengjuna, þ.e. greiða fyrir útgöngu þeirra aðila sem vilja færa fjármuni sína úr landi við afnám. Séu þessir tveir þættir lagðir saman gæti gjaldeyrisþörfin numið um 130% af landsframleiðslu. Langtímastefna og afnámsáætlun skipta miklu fyrir framtíðina Afnám hafta mun að miklu leyti velta á því hvort innlendir aðilar geti mætt þessari miklu endurfjármögnunarþörf með sjálfbærum hætti. Í því felst að „óþolinmóðu“ fjármagni verði skipt út fyrir erlent langtímafjármagn á hagstæðum kjörum. Til að svo megi verða þarf aukin vissa að ríkja um framtíðarhorfur hagkerfisins, bæði til lengri og skemmri tíma. Langtímastefna í efnahagsmálum þarf að tryggja áframhaldandi uppbyggingu útflutningsgreina, bætta framleiðni og opnun hagkerfisins fyrir erlendri samkeppni og fjárfestingu. Slík stefna mun leiða til aukinnar tiltrúar innlendra og erlendra aðila á íslensku efnahagslífi, sem örvar fjárfestingu og bætir vaxtakjör innlendra aðila. Ef Íslandi tekst að skapa skilyrði fyrir sterkum útflutningsdrifnum hagvexti á næstu árum myndast því mun sterkari grundvöllur fyrir afnámi hafta en ella. Útfærsla á afnámi haftanna þarf að styðja við langtímastefnuna. Fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi munu hafa ráðandi áhrif á framtíðarvöxt útflutningstekna. Til að stjórnendur þeirra kjósi að byggja upp starfsemina hérlendis er nauðsynlegt að þeir trúi að afnám hafta sé í sjónmáli. Einnig þarf að leysa úr vanda fjármálakerfisins, sem er að meirihluta í eigu þrotabúa í dag og skortir erlenda fjármögnun til að styðja við alþjóðlegan vöxt íslenskra fyrirtækja. Þá þurfa einstaklingar að geta ávaxtað sparifé sitt erlendis, bæði í gegnum lífeyrissjóði og á eigin vegum, svo þeir njóti sömu tækifæra og íbúar annarra ríkja. Til að afnámsáætlun verði trúverðug þarf hún að ná heildstætt yfir vanda allra þessara aðila. Takist að leggja fram slíka áætlun mun tiltrú á íslenskt efnahagslíf aukast nær samstundis og róðurinn verða mun auðveldari í kjölfarið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Erlendar skuldir og greiðsluvandi þjóðarinnar eru nú í brennidepli efnahagsumræðunnar. Helsta áhyggjuefnið snýr að umfangi þessara skulda og stórum afborgunum erlendra lána á næstu árum. Þessir þættir geta ógnað jafnvægi hagkerfisins og komið í veg fyrir að hægt sé að aflétta fjármagnshöftum. Erlendar skuldir þurfa að nýtast til uppbyggingar hérlendis Íslenska hagkerfið hefur viðhaft neikvæða erlenda skuldastöðu um árabil og landið er í dag mun skuldugra en nágrannaríkin. Skuldastaðan er nær stöðu hinna svokölluðu PIIGS-ríkja, en þau lentu í vandræðum með erlendar skuldir sínar í evrukrísunni á árunum 2009-13. Hærra skuldahlutfalli fylgir aukin hætta á efnahagslegum óstöðugleika auk þess sem háar vaxtagreiðslur úr landi draga úr þrótti hagkerfisins til lengri tíma litið. Neikvæð erlend skuldastaða getur verið eðlileg ef hún skýrist af fjárfestingum sem auka útflutningstekjur og framleiðslugetu hagkerfisins. Í dag orsakast hún hins vegar að miklu leyti af skuldum við aðila sem ekki vilja fjárfesta hér til langs tíma. Þessum skuldum þarf að skipta út fyrir fjármagn sem nýtist til uppbyggingar atvinnulífs hérlendis til að ekki sé vegið að framtíðarvexti hagkerfisins. Greiðsluvandinn og snjóhengjan leggjast saman Án endurfjármögnunar núverandi skulda nemur halli á gjaldeyrisflæði til og frá landinu um 750 ma. kr. yfir næstu sex ár vegna hárra afborgana erlendra lána. Þetta er hinn svokallaði greiðsluvandi íslenska þjóðarbúsins og úr honum þarf að leysa ef afnám hafta á að vera möguleiki. Í ofanálag þarf að vera til staðar nægur gjaldeyrir til að losa um snjóhengjuna, þ.e. greiða fyrir útgöngu þeirra aðila sem vilja færa fjármuni sína úr landi við afnám. Séu þessir tveir þættir lagðir saman gæti gjaldeyrisþörfin numið um 130% af landsframleiðslu. Langtímastefna og afnámsáætlun skipta miklu fyrir framtíðina Afnám hafta mun að miklu leyti velta á því hvort innlendir aðilar geti mætt þessari miklu endurfjármögnunarþörf með sjálfbærum hætti. Í því felst að „óþolinmóðu“ fjármagni verði skipt út fyrir erlent langtímafjármagn á hagstæðum kjörum. Til að svo megi verða þarf aukin vissa að ríkja um framtíðarhorfur hagkerfisins, bæði til lengri og skemmri tíma. Langtímastefna í efnahagsmálum þarf að tryggja áframhaldandi uppbyggingu útflutningsgreina, bætta framleiðni og opnun hagkerfisins fyrir erlendri samkeppni og fjárfestingu. Slík stefna mun leiða til aukinnar tiltrúar innlendra og erlendra aðila á íslensku efnahagslífi, sem örvar fjárfestingu og bætir vaxtakjör innlendra aðila. Ef Íslandi tekst að skapa skilyrði fyrir sterkum útflutningsdrifnum hagvexti á næstu árum myndast því mun sterkari grundvöllur fyrir afnámi hafta en ella. Útfærsla á afnámi haftanna þarf að styðja við langtímastefnuna. Fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi munu hafa ráðandi áhrif á framtíðarvöxt útflutningstekna. Til að stjórnendur þeirra kjósi að byggja upp starfsemina hérlendis er nauðsynlegt að þeir trúi að afnám hafta sé í sjónmáli. Einnig þarf að leysa úr vanda fjármálakerfisins, sem er að meirihluta í eigu þrotabúa í dag og skortir erlenda fjármögnun til að styðja við alþjóðlegan vöxt íslenskra fyrirtækja. Þá þurfa einstaklingar að geta ávaxtað sparifé sitt erlendis, bæði í gegnum lífeyrissjóði og á eigin vegum, svo þeir njóti sömu tækifæra og íbúar annarra ríkja. Til að afnámsáætlun verði trúverðug þarf hún að ná heildstætt yfir vanda allra þessara aðila. Takist að leggja fram slíka áætlun mun tiltrú á íslenskt efnahagslíf aukast nær samstundis og róðurinn verða mun auðveldari í kjölfarið.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun