Spennandi hönnuðir sýna á morgun á Reykjavík Fashion Festival Marín Manda skrifar 28. mars 2014 15:00 Glæsilegir hönnuðir sem að taka þátt í RFF í ár. Hápunktur Reykjavík Fashion Festival fer fram á morgun, laugardag í Silfurbergi í Hörpu. Sýningarnar lofa góðu með átta flottum merkjum og glæsilegum hönnuðum. Þetta er einn stærsti tískuviðburður ársins og sækja fjölmargir erlendir aðilar á sýningarnar til þess að sjá það hvað er í boði í íslenskri fatahönnun í dag. Lífið kynnist hönnuðunum og hugmyndafræðinni á bakvið fatalínurnar. Miðar á sýningarnar eru seldir á midi.is og harpa.isBergþóra GuðnadóttirFarmers Market - Sýning hefst kl. 11.00Nafn? Bergþóra GuðnadóttirStjörnumerki? HrúturHvað er fólk að fara að upplifa og sjá á RFF um helgina? Sýnendur á RFF í ár eru ágætis þverskurður af fatahönnunarbransanum í dag, sem sagt allt frá einyrkjum sem eru að stíga sín fyrstu skref til fyrirtækja sem selja á alþjóðamarkaði.Hver var innblástur fatalínunnar? Hugmyndafræði Farmers Market byggist á sjálfbærni, en m.a. er uppistaðan í vörulínunni unnin úr náttúrulegum og endurnýjanlegum hráefnum. Hönnunarkonseptið er innblásið af okkar norrænu rótum sem við hrærum saman við alls kyns áhrif sem við verðum fyrir frá tísku, sögu, mannlífi, listum og framtíðarpælingum.Hvernig myndir þú lýsa nýju línunni?Við erum áfram trú okkar grunnkonsepti sem við höldum áfram að þróa og þroska en vörulínan er stöðugt að breikka hjá okkur. Á sýningunni okkar á RFF ætlum við blanda saman lifandi tónlist og hönnun en það eru þeir heimar sem við hrærumst í alla daga. Flytjendur tónlistarinnar eru þeir Jóel Pálsson, Eyþór Gunnarsson, Hilmar Jensson og sönghópurinn Voces Thules. Hann mun flytja eigið tilbrigði og útsetningu við Þorlákstíðir en það eru fornar tíðabænir, sem fram að siðaskiptum voru sungnar í Skálholti á messudögum Þorláks helga. Sýningin okkar á ár ber yfirskriftina „Sunnudagur“ þótt hún sé reyndar haldin á laugardegi.Harpa EinarsdóttirZiska - Sýning hefst kl. 11.55Nafn ? Harpa Einarsdóttir Stjörnumerki? NautHvað er fólk að fara að upplifa og sjá á RFF um helgina? Flottustu tískuhátíð frá upphafi. RFF er núna búin að vera að mótast í nokkur ár, nú er reynslan að skila sér, og fólk vinnur betur saman. Þetta verður mögnuð upplifun.Hver var innblástur fatalínunnar þinnar?Línan heitir „Just Ride“ og er innblásin af villtu frelsi, mongólskum arnarveiðimönnum og sjálfstæðum sterkum konum.Hvernig myndir þú lýsa nýju línunni? Hún er klassískari en Ziska hefur verið, fáguð en villt, dökk og ljós.Magnea EinarsdóttirMagnea - Sýning hefst kl. 12.50Nafn? Magnea EinarsdóttirStjörnumerki? FiskurHvað er fólk að fara að upplifa og sjá á RFF um helgina? Fólk er að fara að sjá ólíkar sýningar sem sýna alla þá flóru sem er að finna í íslenskri fatahönnun í dag.Hver var innblástur fatalínunnar þinnar? Innblásturinn kemur frá byggingasvæðum og vinnufatnaði en hugmyndin kviknaði þegar ég heimsótti Berlín í haust.Hvernig myndir þú lýsa nýju línunni? Ég segi sem minnst um hana því ég vil að hún komi á óvart. Ég legg áherslu á áhugaverðan textíl eins og áður, aðallega prjón en einnig önnur efni. Sniðin eru einföld svo efnin fái að njóta sín.Elínrós LíndalElla - Sýning hefst kl. 13.50Nafn? Elínrós LíndalStjörnumerki? Fiskur – rísandi vatnsberiHvað er fólk að fara upplifa og sjá á RFF um helgina? Fólk er að fara að upplifa hausttískuna. Sagðar verða ólíkar sögur sem endurspegla þann veruleika sem hvert tískuhús vill endurspegla. Tískan endurspeglar tíðarandann og ég held að skynjun okkar á umhverfinu sé oft og tíðum mjög ólík.Hver var innblástur fatalínunnar þinnar? Þú verður að koma til að sjá það… Top secret sem verður afhjúpað á laugardag.Hvernig myndir þú lýsa nýju línunni? Án þess að segja of mikið þá vona ég að hún muni endurspegla þann þroska og þá reynslu sem við erum að fá með árunum. Ég vona að þetta sé saga sem mun falla í kramið hjá markhópnum okkar og jafnvel fá enn þá fleiri til að horfa til okkar.Rebekka JónsdóttirRey - Sýning hefst kl. 15.15Nafn? Rebekka JónsdóttirStjörnumerki? Fiskur Hvað er fólk að fara að upplifa og sjá á RFF um helgina? Þverskurð af því sem er að gerast í íslenskri fatahönnun.Hver var innblástur fatalínunnar þinnar? Útilistaverk Elínar Hansdóttur voru mér hugleikin. Svo horfði ég til kvenskörunga frá gullaldartímabili Hollywood, hvernig þær klæddu sig í sínu einkalífi og höfðu mikil áhrif á hvernig konur klæða sig. Helst ber að nefna Katherine Hepburn og Joan Crawford.Hvernig myndir þú lýsa nýju línunni? Sveigðar línur og mikið flæði efnis.Sigríður Maria SigurjónsdóttirSigga Maija - Sýning hefst kl. 16.10Nafn? Sigríður Maria SigurjónsdóttirStjörnumerki? SteingeitHvað er fólk að fara að upplifa og sjá á RFF um helgina? Allt það helsta sem íslenskir fatahönnuðir hafa upp á að bjóða og auðvitað SIGGU MAIJU í fyrsta sinn.Hver var innblástur fatalínunnar þinnar? Í nýju línunni vorum við að vinna með súrrealisma, mörk hins raunverulega og óraunverulega í samtíma okkar. Innblásturinn kemur því frá París í kringum árið 1920 en undir formerkjum nútímakonunnar og hennar þarfa.Hvernig myndir þú lýsa nýju línunni? Fáguð, sérvitur, tælandi.Þóra Ragnarsdóttir, Guðbjörg Jakobsdóttir, Rún GunnarsdóttirCintamani - Sýning hefst kl. 17.05Nöfn? Þóra Ragnarsdóttir , Guðbjörg Jakobsdóttir, Rún Gunnarsdóttir og Jan DavidsonStjörnumerki? Meyja, vog, fiskur og krabbi.Hvað er fólk að fara að upplifa og sjá á RFF um helgina? Þetta er breiður hópur hönnuða og það verður virkilega gaman að sjá afraksturinn. Fólk er að fara að upplifa á hvaða stig íslensk hönnun er komin og hversu samkeppnishæf hún er í hinum stóra heimi. Þetta verður frábær sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.Hver var innblástur fatalínunnar ykkar? Það er margt sem veitir okkur innblástur, t.d. litir, lífsgleði, gæði, hugrekki, útivist, fólk og tíska.Hvernig mynduð þið lýsa nýju línunni? Það sem einkennir línuna í ár eins og undanfarin ár er litagleði, gæði og falleg snið. Við sýnum m.a. nýjar úlpur sem eru hannaðar af Jan Davidson, stofnanda Cintamani.Guðmundur JörundssonJÖR- Sýning hefst kl. 18.05Nafn? Guðmundur JörundssonStjörnumerki? Sporðdreki í sinni tærustu myndHvað er fólk að fara að upplifa og sjá á RFF um helgina? Nú veit ég ekki hvað önnur merki eru að gera en það er margt spennandi að sjá – spenntastur er ég að sjá nýtt merki Siggu Maju. Hún er stórkostlegur fatahönnuður. Af okkar sýningu má búast við drama og stemningu, enda er ég leikhús- og öfgamaður. Líkt og reyndar fleiri í fyrirtækinu.Hver var innblástur fatalínunnar þinnar? Innblásturinn kom úr mörgum áttum eins og oft áður en ég hef alltaf verið veikur fyrir rojalíteti og aristókratisma. Að þessu sinni var ég mjög upptekinn af díteilum í fatnaðinum snemma í ferlinu sem er mér nýtt. Ég vil ekki gefa mikið meira upp.Hvernig myndir þú lýsa nýju línunni? Þetta er fersk lína og verður hressandi beygja frá síðustu línu okkar — en engu að síður heldur hún í einkenni JÖR og aðalsmerki. Línan er einnig töluvert dýpri og flóknari en fyrri línur merkisins en við notum mikið af mismunandi tækni og efnum í bland við mjög metnaðarfulla sniðagerð. Línan er vel hlaðin og hvergi gerðar málamiðlanir. RFF Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Hápunktur Reykjavík Fashion Festival fer fram á morgun, laugardag í Silfurbergi í Hörpu. Sýningarnar lofa góðu með átta flottum merkjum og glæsilegum hönnuðum. Þetta er einn stærsti tískuviðburður ársins og sækja fjölmargir erlendir aðilar á sýningarnar til þess að sjá það hvað er í boði í íslenskri fatahönnun í dag. Lífið kynnist hönnuðunum og hugmyndafræðinni á bakvið fatalínurnar. Miðar á sýningarnar eru seldir á midi.is og harpa.isBergþóra GuðnadóttirFarmers Market - Sýning hefst kl. 11.00Nafn? Bergþóra GuðnadóttirStjörnumerki? HrúturHvað er fólk að fara að upplifa og sjá á RFF um helgina? Sýnendur á RFF í ár eru ágætis þverskurður af fatahönnunarbransanum í dag, sem sagt allt frá einyrkjum sem eru að stíga sín fyrstu skref til fyrirtækja sem selja á alþjóðamarkaði.Hver var innblástur fatalínunnar? Hugmyndafræði Farmers Market byggist á sjálfbærni, en m.a. er uppistaðan í vörulínunni unnin úr náttúrulegum og endurnýjanlegum hráefnum. Hönnunarkonseptið er innblásið af okkar norrænu rótum sem við hrærum saman við alls kyns áhrif sem við verðum fyrir frá tísku, sögu, mannlífi, listum og framtíðarpælingum.Hvernig myndir þú lýsa nýju línunni?Við erum áfram trú okkar grunnkonsepti sem við höldum áfram að þróa og þroska en vörulínan er stöðugt að breikka hjá okkur. Á sýningunni okkar á RFF ætlum við blanda saman lifandi tónlist og hönnun en það eru þeir heimar sem við hrærumst í alla daga. Flytjendur tónlistarinnar eru þeir Jóel Pálsson, Eyþór Gunnarsson, Hilmar Jensson og sönghópurinn Voces Thules. Hann mun flytja eigið tilbrigði og útsetningu við Þorlákstíðir en það eru fornar tíðabænir, sem fram að siðaskiptum voru sungnar í Skálholti á messudögum Þorláks helga. Sýningin okkar á ár ber yfirskriftina „Sunnudagur“ þótt hún sé reyndar haldin á laugardegi.Harpa EinarsdóttirZiska - Sýning hefst kl. 11.55Nafn ? Harpa Einarsdóttir Stjörnumerki? NautHvað er fólk að fara að upplifa og sjá á RFF um helgina? Flottustu tískuhátíð frá upphafi. RFF er núna búin að vera að mótast í nokkur ár, nú er reynslan að skila sér, og fólk vinnur betur saman. Þetta verður mögnuð upplifun.Hver var innblástur fatalínunnar þinnar?Línan heitir „Just Ride“ og er innblásin af villtu frelsi, mongólskum arnarveiðimönnum og sjálfstæðum sterkum konum.Hvernig myndir þú lýsa nýju línunni? Hún er klassískari en Ziska hefur verið, fáguð en villt, dökk og ljós.Magnea EinarsdóttirMagnea - Sýning hefst kl. 12.50Nafn? Magnea EinarsdóttirStjörnumerki? FiskurHvað er fólk að fara að upplifa og sjá á RFF um helgina? Fólk er að fara að sjá ólíkar sýningar sem sýna alla þá flóru sem er að finna í íslenskri fatahönnun í dag.Hver var innblástur fatalínunnar þinnar? Innblásturinn kemur frá byggingasvæðum og vinnufatnaði en hugmyndin kviknaði þegar ég heimsótti Berlín í haust.Hvernig myndir þú lýsa nýju línunni? Ég segi sem minnst um hana því ég vil að hún komi á óvart. Ég legg áherslu á áhugaverðan textíl eins og áður, aðallega prjón en einnig önnur efni. Sniðin eru einföld svo efnin fái að njóta sín.Elínrós LíndalElla - Sýning hefst kl. 13.50Nafn? Elínrós LíndalStjörnumerki? Fiskur – rísandi vatnsberiHvað er fólk að fara upplifa og sjá á RFF um helgina? Fólk er að fara að upplifa hausttískuna. Sagðar verða ólíkar sögur sem endurspegla þann veruleika sem hvert tískuhús vill endurspegla. Tískan endurspeglar tíðarandann og ég held að skynjun okkar á umhverfinu sé oft og tíðum mjög ólík.Hver var innblástur fatalínunnar þinnar? Þú verður að koma til að sjá það… Top secret sem verður afhjúpað á laugardag.Hvernig myndir þú lýsa nýju línunni? Án þess að segja of mikið þá vona ég að hún muni endurspegla þann þroska og þá reynslu sem við erum að fá með árunum. Ég vona að þetta sé saga sem mun falla í kramið hjá markhópnum okkar og jafnvel fá enn þá fleiri til að horfa til okkar.Rebekka JónsdóttirRey - Sýning hefst kl. 15.15Nafn? Rebekka JónsdóttirStjörnumerki? Fiskur Hvað er fólk að fara að upplifa og sjá á RFF um helgina? Þverskurð af því sem er að gerast í íslenskri fatahönnun.Hver var innblástur fatalínunnar þinnar? Útilistaverk Elínar Hansdóttur voru mér hugleikin. Svo horfði ég til kvenskörunga frá gullaldartímabili Hollywood, hvernig þær klæddu sig í sínu einkalífi og höfðu mikil áhrif á hvernig konur klæða sig. Helst ber að nefna Katherine Hepburn og Joan Crawford.Hvernig myndir þú lýsa nýju línunni? Sveigðar línur og mikið flæði efnis.Sigríður Maria SigurjónsdóttirSigga Maija - Sýning hefst kl. 16.10Nafn? Sigríður Maria SigurjónsdóttirStjörnumerki? SteingeitHvað er fólk að fara að upplifa og sjá á RFF um helgina? Allt það helsta sem íslenskir fatahönnuðir hafa upp á að bjóða og auðvitað SIGGU MAIJU í fyrsta sinn.Hver var innblástur fatalínunnar þinnar? Í nýju línunni vorum við að vinna með súrrealisma, mörk hins raunverulega og óraunverulega í samtíma okkar. Innblásturinn kemur því frá París í kringum árið 1920 en undir formerkjum nútímakonunnar og hennar þarfa.Hvernig myndir þú lýsa nýju línunni? Fáguð, sérvitur, tælandi.Þóra Ragnarsdóttir, Guðbjörg Jakobsdóttir, Rún GunnarsdóttirCintamani - Sýning hefst kl. 17.05Nöfn? Þóra Ragnarsdóttir , Guðbjörg Jakobsdóttir, Rún Gunnarsdóttir og Jan DavidsonStjörnumerki? Meyja, vog, fiskur og krabbi.Hvað er fólk að fara að upplifa og sjá á RFF um helgina? Þetta er breiður hópur hönnuða og það verður virkilega gaman að sjá afraksturinn. Fólk er að fara að upplifa á hvaða stig íslensk hönnun er komin og hversu samkeppnishæf hún er í hinum stóra heimi. Þetta verður frábær sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.Hver var innblástur fatalínunnar ykkar? Það er margt sem veitir okkur innblástur, t.d. litir, lífsgleði, gæði, hugrekki, útivist, fólk og tíska.Hvernig mynduð þið lýsa nýju línunni? Það sem einkennir línuna í ár eins og undanfarin ár er litagleði, gæði og falleg snið. Við sýnum m.a. nýjar úlpur sem eru hannaðar af Jan Davidson, stofnanda Cintamani.Guðmundur JörundssonJÖR- Sýning hefst kl. 18.05Nafn? Guðmundur JörundssonStjörnumerki? Sporðdreki í sinni tærustu myndHvað er fólk að fara að upplifa og sjá á RFF um helgina? Nú veit ég ekki hvað önnur merki eru að gera en það er margt spennandi að sjá – spenntastur er ég að sjá nýtt merki Siggu Maju. Hún er stórkostlegur fatahönnuður. Af okkar sýningu má búast við drama og stemningu, enda er ég leikhús- og öfgamaður. Líkt og reyndar fleiri í fyrirtækinu.Hver var innblástur fatalínunnar þinnar? Innblásturinn kom úr mörgum áttum eins og oft áður en ég hef alltaf verið veikur fyrir rojalíteti og aristókratisma. Að þessu sinni var ég mjög upptekinn af díteilum í fatnaðinum snemma í ferlinu sem er mér nýtt. Ég vil ekki gefa mikið meira upp.Hvernig myndir þú lýsa nýju línunni? Þetta er fersk lína og verður hressandi beygja frá síðustu línu okkar — en engu að síður heldur hún í einkenni JÖR og aðalsmerki. Línan er einnig töluvert dýpri og flóknari en fyrri línur merkisins en við notum mikið af mismunandi tækni og efnum í bland við mjög metnaðarfulla sniðagerð. Línan er vel hlaðin og hvergi gerðar málamiðlanir.
RFF Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira