Fyrstu íslensku dægurstjörnurnar 26. mars 2014 13:00 Sigurður Helgi Oddsson vinnur að rannsókn um M.A.-kvartettinn. Vísir/Úr einkasafni „Jón frá Ljárskógum og félaga hans í M.A.-kvartettinum mætti sennilega telja sem fyrstu dægurstjörnur Íslands,“ segir Sigurður Helgi Oddsson, listrænn stjórnandi og skipuleggjandi hátíðartónleika í tilefni aldarafmælis Jóns frá Ljárskógum sem fara fram í Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan átta í kvöld. Að sögn Sigurðar verður boðið upp á afar fjölbreytta dagskrá. „Þetta eru bæði þekkt lög við hans eigin ljóð, og svo frumsamin lög eftir hann sem hafa lítið eða ekkert heyrst. Mörg þeirra eru einstaklega falleg,“ útskýrir hann, en atriðin eru af ýmsum toga. Á tónleikunum verður einsöngur, dúett, kvartett og kór en meðal flytjenda má nefna Karlakór Reykjavíkur og nýstofnaðan söngkvartett í anda M.A.-kvartettsins. „Ég setti mig í samband við öflugt listafólk og stofnaði kvartett við þetta tilefni,“ bætir hann við, en lög sem M.A.-kvartettinn gerði fræg á sínum tíma munu heyrast í upprunalegri útsetningu þeirra í fyrsta sinn í 70 ár. Sigurður er sjálfur að vinna að rannsókn um M.A.-kvartettinn. „Eins og ég segi eru þetta fyrstu dægurstjörnur Íslands – þeir voru fyrstir til að koma fram og slá svona rækilega í gegn. Á þessum tíma var útvarpið nýkomið og ég hef stundum sagt að M.A.-kvartettinn hafi verið fyrir Ísland á fjórða áratugnum það sem Bítlarnir voru fyrir heiminn á þeim sjöunda,“ segir Sigurður og hlær. „Svo rækilega sló kvartettinn í gegn að fá hliðstæð dæmi er að finna í íslenskri tónlistarsögu. Jón var þar jafnan fremstur í flokki, bæði þeirra aðalsmerki og höfuðskáld. Í gegnum rannsóknir mínar um þessa merku tónlistarmenn komst ég að því að hann ætti hundrað ára afmæli um þessar mundir og vildi heiðra þá minningu og halda tónleika honum til heiðurs,“ segir Sigurður að lokum. Tónlist Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Jón frá Ljárskógum og félaga hans í M.A.-kvartettinum mætti sennilega telja sem fyrstu dægurstjörnur Íslands,“ segir Sigurður Helgi Oddsson, listrænn stjórnandi og skipuleggjandi hátíðartónleika í tilefni aldarafmælis Jóns frá Ljárskógum sem fara fram í Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan átta í kvöld. Að sögn Sigurðar verður boðið upp á afar fjölbreytta dagskrá. „Þetta eru bæði þekkt lög við hans eigin ljóð, og svo frumsamin lög eftir hann sem hafa lítið eða ekkert heyrst. Mörg þeirra eru einstaklega falleg,“ útskýrir hann, en atriðin eru af ýmsum toga. Á tónleikunum verður einsöngur, dúett, kvartett og kór en meðal flytjenda má nefna Karlakór Reykjavíkur og nýstofnaðan söngkvartett í anda M.A.-kvartettsins. „Ég setti mig í samband við öflugt listafólk og stofnaði kvartett við þetta tilefni,“ bætir hann við, en lög sem M.A.-kvartettinn gerði fræg á sínum tíma munu heyrast í upprunalegri útsetningu þeirra í fyrsta sinn í 70 ár. Sigurður er sjálfur að vinna að rannsókn um M.A.-kvartettinn. „Eins og ég segi eru þetta fyrstu dægurstjörnur Íslands – þeir voru fyrstir til að koma fram og slá svona rækilega í gegn. Á þessum tíma var útvarpið nýkomið og ég hef stundum sagt að M.A.-kvartettinn hafi verið fyrir Ísland á fjórða áratugnum það sem Bítlarnir voru fyrir heiminn á þeim sjöunda,“ segir Sigurður og hlær. „Svo rækilega sló kvartettinn í gegn að fá hliðstæð dæmi er að finna í íslenskri tónlistarsögu. Jón var þar jafnan fremstur í flokki, bæði þeirra aðalsmerki og höfuðskáld. Í gegnum rannsóknir mínar um þessa merku tónlistarmenn komst ég að því að hann ætti hundrað ára afmæli um þessar mundir og vildi heiðra þá minningu og halda tónleika honum til heiðurs,“ segir Sigurður að lokum.
Tónlist Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira