Er ekkert smeyk í brekkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2014 06:00 Helga María Vilhjálmsdóttir er bjartsýn fyrir keppnina í Sotsjí. Mynd/Skíðasamband Íslands Það er nóg að gera hjá hinni 18 ára gömlu Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur á næstunni. Hún er á leiðinni á sína fyrstu Ólympíuleika þar sem hún keppir í flestum greinum af íslensku keppendunum og strax í kjölfarið bíður hennar HM unglinga í Jasná í Slóvakíu þar sem hún keppir í öllum fjórum alpagreinunum. „Ég hlakka mjög mikið til,“ segir Helga María Vilhjálmsdóttir sem stundar nú nám í skíðamenntaskóla í Noregi. Helga María stóð sig vel í fyrra og þá sá hún Ólympíudrauminn sinn fæðast. „Ég var alltaf að bæta mig og þá fór ég að sjá að þetta væri möguleiki,“ segir Helga María. Hún keppir í svigi, stórsvigi og risasvigi á leikunum í Sotsjí. „Ég myndi segja að stórsvigið væri mín grein,“ segir Helga og til marks um það hefur nú náð 2. sæti á tveimur stórsvigsmótum að undanförnu, þar á meðal í Norefjell um síðustu helgi. Helga María segir að þessir leikir gætu orðið mikill skóli fyrir hana. „Vonandi verða þetta ekki einu Ólympíuleikarnir mínir,“ segir Helga. Hún hefur fengið lítils háttar kynni af Ólympíuleikum þegar hún fór á Ólympíuleika ungmenna 2012 „Það er sett upp svipað en þessir leikar eru svona fimmfalt stærri,“ segir Helga hlæjandi. Helga María er ekkert smeyk í brekkunum, „Mér finnst mjög gaman í hraðari greinunum og finnst eiginlega skemmtilegast að keyra risasvigið og brunið,“ segir Helga María og bætir við: „Ef ég væri eitthvað smeyk í brekkunni þá væri ég nú ekki að keyra brun eða risasvig.“ Helga María situr ekki við sama borð og þær bestu. „Allir þeir sem eiga möguleika á því að vinna eru búnir að fara út og skíða í þessum brekkum. Það er pínu ósanngjarnt en ég hefði kannski ekki átt möguleika hvort sem er,“ segir Helga María í léttum tón. Hún fær fyrst að renna sér í brautinni daginn fyrir keppni. Helga María missti af kynningunni á íslenska Ólympíuhópnum og verður heldur ekki viðstödd þegar Ólympíuleikarnir verða settir á morgun. „Auðvitað er leiðinlegt að missa af setningarhátíðinni og þetta var mjög erfið ákvörðun. Það er mót eftir Ólympíuleikana og maður getur ekki eytt öllum þessum tíma í ekki neitt í rauninni. Ég er hérna úti í Noregi að æfa hraðagreinar og ég hefði misst af þeim öllum hefði ég farið strax út. Ég ákvað að velja það að æfa í staðinn,“ segir Helga og framundan eru tvö mót hjá henni á þremur vikum. „Ég er ekki síður að búa mig undir HM unglinga þar sem ég er að fara að keppa í öllum greinum. Ég þurfti hraðaæfingar fyrir það. Ég hef aldrei verið betri en núna og ég er mjög bjartsýn,“ segir Helga að lokum. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira
Það er nóg að gera hjá hinni 18 ára gömlu Helgu Maríu Vilhjálmsdóttur á næstunni. Hún er á leiðinni á sína fyrstu Ólympíuleika þar sem hún keppir í flestum greinum af íslensku keppendunum og strax í kjölfarið bíður hennar HM unglinga í Jasná í Slóvakíu þar sem hún keppir í öllum fjórum alpagreinunum. „Ég hlakka mjög mikið til,“ segir Helga María Vilhjálmsdóttir sem stundar nú nám í skíðamenntaskóla í Noregi. Helga María stóð sig vel í fyrra og þá sá hún Ólympíudrauminn sinn fæðast. „Ég var alltaf að bæta mig og þá fór ég að sjá að þetta væri möguleiki,“ segir Helga María. Hún keppir í svigi, stórsvigi og risasvigi á leikunum í Sotsjí. „Ég myndi segja að stórsvigið væri mín grein,“ segir Helga og til marks um það hefur nú náð 2. sæti á tveimur stórsvigsmótum að undanförnu, þar á meðal í Norefjell um síðustu helgi. Helga María segir að þessir leikir gætu orðið mikill skóli fyrir hana. „Vonandi verða þetta ekki einu Ólympíuleikarnir mínir,“ segir Helga. Hún hefur fengið lítils háttar kynni af Ólympíuleikum þegar hún fór á Ólympíuleika ungmenna 2012 „Það er sett upp svipað en þessir leikar eru svona fimmfalt stærri,“ segir Helga hlæjandi. Helga María er ekkert smeyk í brekkunum, „Mér finnst mjög gaman í hraðari greinunum og finnst eiginlega skemmtilegast að keyra risasvigið og brunið,“ segir Helga María og bætir við: „Ef ég væri eitthvað smeyk í brekkunni þá væri ég nú ekki að keyra brun eða risasvig.“ Helga María situr ekki við sama borð og þær bestu. „Allir þeir sem eiga möguleika á því að vinna eru búnir að fara út og skíða í þessum brekkum. Það er pínu ósanngjarnt en ég hefði kannski ekki átt möguleika hvort sem er,“ segir Helga María í léttum tón. Hún fær fyrst að renna sér í brautinni daginn fyrir keppni. Helga María missti af kynningunni á íslenska Ólympíuhópnum og verður heldur ekki viðstödd þegar Ólympíuleikarnir verða settir á morgun. „Auðvitað er leiðinlegt að missa af setningarhátíðinni og þetta var mjög erfið ákvörðun. Það er mót eftir Ólympíuleikana og maður getur ekki eytt öllum þessum tíma í ekki neitt í rauninni. Ég er hérna úti í Noregi að æfa hraðagreinar og ég hefði misst af þeim öllum hefði ég farið strax út. Ég ákvað að velja það að æfa í staðinn,“ segir Helga og framundan eru tvö mót hjá henni á þremur vikum. „Ég er ekki síður að búa mig undir HM unglinga þar sem ég er að fara að keppa í öllum greinum. Ég þurfti hraðaæfingar fyrir það. Ég hef aldrei verið betri en núna og ég er mjög bjartsýn,“ segir Helga að lokum.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira