Tekur þátt í hönnunarkeppninni Elle Style Awards Marín Manda skrifar 10. janúar 2014 12:00 Hulda Fríða Björnsdóttir, fatahönnuður „Maður veit aldrei hvernig þetta fer en ég fékk mjög góða dóma eftir Copenhagen Fashion Week og erlendir fjölmiðlar höfðu samband. Muuse.com skrifaði dóma um mig sem mér þótti einna vænst um og í framhaldi af því buðu þau mér að taka þátt í þessari keppni,“ segir Hulda Fríða Björnsdóttir fatahönnuður. Hulda Fríða útskrifaðist sem fatahönnuður úr Margrete-Skolen í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar og frumsýndi fatalínuna sína, Ocean Bugeisha, á Copenhagen Fashion Week í kjölfarið. Stuttu síðar stofnaði hún eigið merki sem heitir Frida og tekur nú þátt í norrænni fatahönnunarkeppni, Elle Style Awards, New Nordic talent of the year 2014. Keppnin er haldin á vegum danska tískutímaritsins Elle og hönnunarteymisins Muuse.com. Fimm aðrir íslenskir fatahönnuðir taka þátt en það eru þau Björg Skarphéðinsdóttir, Guðrún Sturludóttir, Magnea Einarsdóttir, Ólafur H. Ólafsson og Tanja Levý Guðmundsdóttir. Yfir hundrað hönnuðir taka þátt í keppninni að þessu sinni svo það er mikill heiður að hafa verið boðið að taka þátt. Hægt að skoða alla keppendurna hér.Fatalínan er litrík og spennandi.Almenningur getur kosið sinn uppáhaldshönnuð á vefsíðunni elle.muuse.com en einungis má kjósa hvern hönnuð einu sinni. Hins vegar má kjósa fleiri en einn. Kosningunni lýkur þann 24. janúar og munu 25 hönnuðir komast áfram í undanúrslit. Ritstjórar hins skandinavíska Elle velja sigurvegara sem tilkynntur verður í vor. Þeir sem kjósa eiga möguleika á að vinna miða á Elle Style Awards og gjafakort í netverslun Muuse.com. Hulda Fríða segist hafa verið undir japönskum áhrifum þegar hún vann að fatalínunni sinni, Ocean Bugeisha. „Innblásturinn var sambland af hlutum úr hafinu og bardaga-geishu sem barðist með samurai-mönnunum forðum daga. Línan er því undir japönskum áhrifum í sambland við mjúkar línur úr hafinu en ég reyndi að finna jafnvægi á milli þessara andstæðna og fann sameiginlega hluti í þessu mjúka og harða.“ Hægt er að kjósa Huldu Fríðu hér. RFF Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Maður veit aldrei hvernig þetta fer en ég fékk mjög góða dóma eftir Copenhagen Fashion Week og erlendir fjölmiðlar höfðu samband. Muuse.com skrifaði dóma um mig sem mér þótti einna vænst um og í framhaldi af því buðu þau mér að taka þátt í þessari keppni,“ segir Hulda Fríða Björnsdóttir fatahönnuður. Hulda Fríða útskrifaðist sem fatahönnuður úr Margrete-Skolen í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar og frumsýndi fatalínuna sína, Ocean Bugeisha, á Copenhagen Fashion Week í kjölfarið. Stuttu síðar stofnaði hún eigið merki sem heitir Frida og tekur nú þátt í norrænni fatahönnunarkeppni, Elle Style Awards, New Nordic talent of the year 2014. Keppnin er haldin á vegum danska tískutímaritsins Elle og hönnunarteymisins Muuse.com. Fimm aðrir íslenskir fatahönnuðir taka þátt en það eru þau Björg Skarphéðinsdóttir, Guðrún Sturludóttir, Magnea Einarsdóttir, Ólafur H. Ólafsson og Tanja Levý Guðmundsdóttir. Yfir hundrað hönnuðir taka þátt í keppninni að þessu sinni svo það er mikill heiður að hafa verið boðið að taka þátt. Hægt að skoða alla keppendurna hér.Fatalínan er litrík og spennandi.Almenningur getur kosið sinn uppáhaldshönnuð á vefsíðunni elle.muuse.com en einungis má kjósa hvern hönnuð einu sinni. Hins vegar má kjósa fleiri en einn. Kosningunni lýkur þann 24. janúar og munu 25 hönnuðir komast áfram í undanúrslit. Ritstjórar hins skandinavíska Elle velja sigurvegara sem tilkynntur verður í vor. Þeir sem kjósa eiga möguleika á að vinna miða á Elle Style Awards og gjafakort í netverslun Muuse.com. Hulda Fríða segist hafa verið undir japönskum áhrifum þegar hún vann að fatalínunni sinni, Ocean Bugeisha. „Innblásturinn var sambland af hlutum úr hafinu og bardaga-geishu sem barðist með samurai-mönnunum forðum daga. Línan er því undir japönskum áhrifum í sambland við mjúkar línur úr hafinu en ég reyndi að finna jafnvægi á milli þessara andstæðna og fann sameiginlega hluti í þessu mjúka og harða.“ Hægt er að kjósa Huldu Fríðu hér.
RFF Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira