Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 26-31 | ÍR tók annað sætið Guðmundur Marinó Ingvarsson í N1-höllinni skrifar 15. desember 2014 12:28 Jóhann Gunnar og félagar í Aftureldingu hafa verið að spila vel. vísir/stefán ÍR lagði Aftureldingu 31-26 að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld í Olís deild karla í handbolta. ÍR lyfti sér þar með upp fyrir Aftureldingu í annað sæti deildarinnar. Það tók ÍR fimm mínútur að ná frumkvæðinu í leiknum en þó var munurinn í fyrri hálfleik aldrei meiri en í hálfleik þegar ÍR var 16-12 yfir.Svavar Már Ólafsson varði frábærlega í marki ÍR í fyrri hálfleik. Hann varði 13 skot, þar af 2 víti en mjög góð innkoma Davíðs Svanssonar í mark Aftureldingar hélt liðinu inni í leiknum því hann varði fjölda dauðafæri. Davíð gat þó ekki bætt fyrir kjánaskap samherja sinna þegar tæplega þrjár mínútur voru til hálfleiks. ÍR var tveimur mörkum yfir og Afturelding á leið í hraðaupphlaup sem dómarar leiksins stöðvuðu vegna þetta að Björgvin Hólmgeirsson lá í gólfinu. Þetta fór svo í skapið á heimamönnum að tveir liðsmenn tuðu sig út af í tvær mínútur og ÍR nýtti liðsmuninn til að tvöfalda forystu sína fyrir hálfleik.Sturla Ásgeirsson og Björgvin báru sóknarleik ÍR uppi í fyrri hálfleik og skoruðu samtals 11 mörk á vinstri vængnum. Björgvin var áfram áberandi í sóknarleik ÍR eftir hlé en þeir félagar fengu mun meiri hjálp í seinni hálfleiknum. Markvarslan var áfram til fyrirmyndar í seinni hálfleik en Afturelding var í raun aldrei líkleg til að vinna upp forskot ÍR sem rokkaði þó á milli sjö og þriggja marka. ÍR var einfaldlega betra liðið í kvöld, sama hvort litið var á sóknar- eða varnarleikinn. Vörnin var mjög öflug og sókninni vel stýrt af Davíð Georgssyni. Afturelding hefur oft leikið betur í vetur og þá ekki síst varnarlega en Davíð Svansson bjargaði liðinu frá ljótu tapi með frábærri markvörslu, oft í dauðafærum. ÍR er í öðru sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur stigum meira en Afturelding og með betri árangur í innbyrðis viðureignum og því er ljóst að liðið verður í öðru sæti þegar deildin fer á frí á fimmtudaginn. Afturelding verður í þriðja sæti sama hvernig fer hjá liðunum á fimmtudagskvöldið. Einar Hólmgeirsson: Þetta var aldrei í hættu„Við byrjuðum vel og héldum þeim í rauninni niðri allan leikinn. Við spiluðum fanta góða vörn og Svavar var góður allan leikinn,“ sagði Einar Hólmgeirsson aðstoðarþjálfari ÍR. „Heilt yfir er ég mjög ánægður með liðið. Við spiluðum agað og sem lið. Það var allt annað að sjá okkur heldur en í Vestmannaeyjum. Þetta var mjög jákvætt. „Við vorum búnir að æfa sóknarleikinn mjög vel. Bjarni (Fritzson þjálfari) er mjög góður að skipuleggja sóknarleikinn og það sýndi sig. Þegar við spilum agað og leikum sóknirnar út, þá erum við mjög góðir. „En það er stutt í skítinn og ef við misstum þetta niður í einstaklingsframtak þá dettur þetta niður eins og í leiknum gegn ÍBV. Við verðum að halda þessum standard uppi og ef við gerum það þá erum við til alls líklegir. „Það kom kafli um miðjan seinni hálfleik þegar við missum tvo út af í sömu vörninni. Þá náðu þeir að saxa á þetta. Svo náðum við aftur forskotinu þegar við vorum komnir með fullt lið. Þetta var aldrei í hættu,“ sagði stórskyttan fyrrverandi. Einar Andri: Betra liðið vann„ÍR-ingar voru betri en við á öllum sviðum, alveg frá byrjun. Við áttum erfitt uppdráttar í kvöld. ÍR átti sigurinn skilið satt að segja,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Það voru of margir leikmenn hjá okkur sem léku ekki að eðlilegri getu og því fór sem fór.“ Þó ÍR hafi verið sterkari aðilinn allan leikinn var ákveðinn vendipunktur seint í fyrri hálfleik þegar Afturelding fékk tvær brottvísanir á sama tíma að því virtist fyrir kjaftbrúk eftir að hafa unnið boltann. „Leikmaðurinn fékk refsingu fyrir brot en síðan er ég að tala við eftirlitsmanninn sem gefur mér refsingu. Ég var bara að ræða við hann um leikinn og reyna að fá ákveðin svör og hann gaf mér brottvísun fyrir það. „Við förum með þetta niður í þrjú mörk í seinni hálfleik en vorum samt aldrei líklegir. Þeir voru betri. Sóknin hjá þeim var mjög góð en hjá okkur slök. Betra liðið vann í dag,“ sagði Einar Andri sem fékk að líta rauða spjaldið eftir að leiknum lauk. „Þetta var vitleysa í mér. Ég hefði átt að pústa aðeins betur. Þetta var dómgreindarleysi af minni hálfu og er eitthvað sem ég hef aldrei gert í 200 leikjum sem meistaraflokksþjálfari. Þetta er eitthvað sem má ekki og mun ekki endurtaka sig. „Ég ætlaði að eiga bara nokkuð vingjarnlegt spjall í lokin við dómarana en sagði orð sem ég hefði ekki átt að láta falla. Ég var bara pirraður og átti örugglega skilið rautt spjald.“ Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
ÍR lagði Aftureldingu 31-26 að Varmá í Mosfellsbæ í kvöld í Olís deild karla í handbolta. ÍR lyfti sér þar með upp fyrir Aftureldingu í annað sæti deildarinnar. Það tók ÍR fimm mínútur að ná frumkvæðinu í leiknum en þó var munurinn í fyrri hálfleik aldrei meiri en í hálfleik þegar ÍR var 16-12 yfir.Svavar Már Ólafsson varði frábærlega í marki ÍR í fyrri hálfleik. Hann varði 13 skot, þar af 2 víti en mjög góð innkoma Davíðs Svanssonar í mark Aftureldingar hélt liðinu inni í leiknum því hann varði fjölda dauðafæri. Davíð gat þó ekki bætt fyrir kjánaskap samherja sinna þegar tæplega þrjár mínútur voru til hálfleiks. ÍR var tveimur mörkum yfir og Afturelding á leið í hraðaupphlaup sem dómarar leiksins stöðvuðu vegna þetta að Björgvin Hólmgeirsson lá í gólfinu. Þetta fór svo í skapið á heimamönnum að tveir liðsmenn tuðu sig út af í tvær mínútur og ÍR nýtti liðsmuninn til að tvöfalda forystu sína fyrir hálfleik.Sturla Ásgeirsson og Björgvin báru sóknarleik ÍR uppi í fyrri hálfleik og skoruðu samtals 11 mörk á vinstri vængnum. Björgvin var áfram áberandi í sóknarleik ÍR eftir hlé en þeir félagar fengu mun meiri hjálp í seinni hálfleiknum. Markvarslan var áfram til fyrirmyndar í seinni hálfleik en Afturelding var í raun aldrei líkleg til að vinna upp forskot ÍR sem rokkaði þó á milli sjö og þriggja marka. ÍR var einfaldlega betra liðið í kvöld, sama hvort litið var á sóknar- eða varnarleikinn. Vörnin var mjög öflug og sókninni vel stýrt af Davíð Georgssyni. Afturelding hefur oft leikið betur í vetur og þá ekki síst varnarlega en Davíð Svansson bjargaði liðinu frá ljótu tapi með frábærri markvörslu, oft í dauðafærum. ÍR er í öðru sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur stigum meira en Afturelding og með betri árangur í innbyrðis viðureignum og því er ljóst að liðið verður í öðru sæti þegar deildin fer á frí á fimmtudaginn. Afturelding verður í þriðja sæti sama hvernig fer hjá liðunum á fimmtudagskvöldið. Einar Hólmgeirsson: Þetta var aldrei í hættu„Við byrjuðum vel og héldum þeim í rauninni niðri allan leikinn. Við spiluðum fanta góða vörn og Svavar var góður allan leikinn,“ sagði Einar Hólmgeirsson aðstoðarþjálfari ÍR. „Heilt yfir er ég mjög ánægður með liðið. Við spiluðum agað og sem lið. Það var allt annað að sjá okkur heldur en í Vestmannaeyjum. Þetta var mjög jákvætt. „Við vorum búnir að æfa sóknarleikinn mjög vel. Bjarni (Fritzson þjálfari) er mjög góður að skipuleggja sóknarleikinn og það sýndi sig. Þegar við spilum agað og leikum sóknirnar út, þá erum við mjög góðir. „En það er stutt í skítinn og ef við misstum þetta niður í einstaklingsframtak þá dettur þetta niður eins og í leiknum gegn ÍBV. Við verðum að halda þessum standard uppi og ef við gerum það þá erum við til alls líklegir. „Það kom kafli um miðjan seinni hálfleik þegar við missum tvo út af í sömu vörninni. Þá náðu þeir að saxa á þetta. Svo náðum við aftur forskotinu þegar við vorum komnir með fullt lið. Þetta var aldrei í hættu,“ sagði stórskyttan fyrrverandi. Einar Andri: Betra liðið vann„ÍR-ingar voru betri en við á öllum sviðum, alveg frá byrjun. Við áttum erfitt uppdráttar í kvöld. ÍR átti sigurinn skilið satt að segja,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar. „Það voru of margir leikmenn hjá okkur sem léku ekki að eðlilegri getu og því fór sem fór.“ Þó ÍR hafi verið sterkari aðilinn allan leikinn var ákveðinn vendipunktur seint í fyrri hálfleik þegar Afturelding fékk tvær brottvísanir á sama tíma að því virtist fyrir kjaftbrúk eftir að hafa unnið boltann. „Leikmaðurinn fékk refsingu fyrir brot en síðan er ég að tala við eftirlitsmanninn sem gefur mér refsingu. Ég var bara að ræða við hann um leikinn og reyna að fá ákveðin svör og hann gaf mér brottvísun fyrir það. „Við förum með þetta niður í þrjú mörk í seinni hálfleik en vorum samt aldrei líklegir. Þeir voru betri. Sóknin hjá þeim var mjög góð en hjá okkur slök. Betra liðið vann í dag,“ sagði Einar Andri sem fékk að líta rauða spjaldið eftir að leiknum lauk. „Þetta var vitleysa í mér. Ég hefði átt að pústa aðeins betur. Þetta var dómgreindarleysi af minni hálfu og er eitthvað sem ég hef aldrei gert í 200 leikjum sem meistaraflokksþjálfari. Þetta er eitthvað sem má ekki og mun ekki endurtaka sig. „Ég ætlaði að eiga bara nokkuð vingjarnlegt spjall í lokin við dómarana en sagði orð sem ég hefði ekki átt að láta falla. Ég var bara pirraður og átti örugglega skilið rautt spjald.“
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira