Daninn Stephen Nielsen til í að spila fyrir íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2014 18:45 Íslenska landsliðið gæti fengið góðan liðstyrk á næstu misserum fái danski markvörðurinn Stephen Nielsen íslenskt vegabréf en Nielsen er spenntur fyrir því að spila með íslenska landsliðinu. Stephen Nielsen hefur verið einn allra besti markvörður Olís-deildar karla í handbolta síðustu tvö tímabil, fyrst með Fram í fyrra og nú með toppliði Valsmanna. Stephen Nielsen fór á kostum í marki Valsmanna á móti Haukum í gærkvöldi. Hann hreinlega lokaði markinu á löngum köflum og Valsmenn höfðu sjö marka forystu í hálfleik, 17-10. Valsmenn léku við hvern sinn fingur og unnu sannfærandi sigur, 33-26. Stephen Nielsen var öðrum fremur maður leiksins og Guðjón Guðmundsson ræddi við hann eftir leikinn. „Við erum á góðum stað núna en það er langur vegur eftir. Það er einn leikur fyrir jólafrí en þetta snýst alltaf um að standa sig sem best eftir jól. Það er samt alltaf gaman að vera í fyrsta sæti," sagði Stephen Nielsen sem talaði íslensku í viðtalinu við Gaupa. Stephen Nielsen útilokar ekki að sækja um íslenskan ríkisborgararétt til þess að freista þess að vinna sér sæti í íslenska landsliðinu. „Það væri mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að spila með íslenska landsliðinu og mjög gaman. Ég hef ekki pælt mikið í þessu en mér líður rosalega vel á Íslandi og ef mér væri boðið þetta tækifæri þá myndi ég bara segja: Já, takk," sagði Stephen Nielsen brosandi. Stephen Nielsen varði 24 skot frá Haukunum í gær þar af 14 af 24 skotum Haukanna í fyrri hálfleiknum (58 prósent markvarsla) þegar Valsliðið náði sjö marka forskoti. Allt innslag Guðjóns Guðmundssonar um leikinn má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 33-26 | Nielsen lagði grunninn að sigri Vals Valur lagði Hauka að velli í 15. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 33-26. 15. desember 2014 12:23 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Sjá meira
Íslenska landsliðið gæti fengið góðan liðstyrk á næstu misserum fái danski markvörðurinn Stephen Nielsen íslenskt vegabréf en Nielsen er spenntur fyrir því að spila með íslenska landsliðinu. Stephen Nielsen hefur verið einn allra besti markvörður Olís-deildar karla í handbolta síðustu tvö tímabil, fyrst með Fram í fyrra og nú með toppliði Valsmanna. Stephen Nielsen fór á kostum í marki Valsmanna á móti Haukum í gærkvöldi. Hann hreinlega lokaði markinu á löngum köflum og Valsmenn höfðu sjö marka forystu í hálfleik, 17-10. Valsmenn léku við hvern sinn fingur og unnu sannfærandi sigur, 33-26. Stephen Nielsen var öðrum fremur maður leiksins og Guðjón Guðmundsson ræddi við hann eftir leikinn. „Við erum á góðum stað núna en það er langur vegur eftir. Það er einn leikur fyrir jólafrí en þetta snýst alltaf um að standa sig sem best eftir jól. Það er samt alltaf gaman að vera í fyrsta sæti," sagði Stephen Nielsen sem talaði íslensku í viðtalinu við Gaupa. Stephen Nielsen útilokar ekki að sækja um íslenskan ríkisborgararétt til þess að freista þess að vinna sér sæti í íslenska landsliðinu. „Það væri mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að spila með íslenska landsliðinu og mjög gaman. Ég hef ekki pælt mikið í þessu en mér líður rosalega vel á Íslandi og ef mér væri boðið þetta tækifæri þá myndi ég bara segja: Já, takk," sagði Stephen Nielsen brosandi. Stephen Nielsen varði 24 skot frá Haukunum í gær þar af 14 af 24 skotum Haukanna í fyrri hálfleiknum (58 prósent markvarsla) þegar Valsliðið náði sjö marka forskoti. Allt innslag Guðjóns Guðmundssonar um leikinn má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 33-26 | Nielsen lagði grunninn að sigri Vals Valur lagði Hauka að velli í 15. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 33-26. 15. desember 2014 12:23 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 33-26 | Nielsen lagði grunninn að sigri Vals Valur lagði Hauka að velli í 15. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 33-26. 15. desember 2014 12:23