Þjálfarinn sem Gay klagaði úrskurðaður í átta ára bann Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. desember 2014 14:30 Jon Drummond þarf að finna sér eitthvað annað að gera. vísir/getty Jon Drummond, fyrrverandi þjálfari spretthlauparans Tysons Gay, var í gær úrskurðaður í átta ára bann af bandaríska lyfjaeftirlitinu. Drummond, sem vann gull með boðhlaupssveit Bandaríkjanna í 4x100 metra hlaupi í Sydney, var fundinn sekur um að hafa átt, selt og sprautað ólöglegum lyfjum í íþróttamenn sem hann þjálfaði. Bannið tók gildi í gær, daginn sem hann var fundinn sekur, og má hann ekki koma nálægt frjálsíþróttum næstu átta árin, en hann er 46 ára gamall. Fyrr á þessu ári var Gay úrskurðaður í eins árs keppnisbann þegar anabólískir sterar fundust í þvagsýni hans. Bannið var stytt verulega því Gay veitti bandaríska lyfjaeftirlitinu upplýsingar sem leiddu til þess að mál var sótt gegn Drummond og hann á endanum fundinn sekur. Þetta er fjórum sinnum lengra bann en íþróttamenn eru vanalega úrskurðaðir í fyrir svipuð brot, en lyfjaeftirlit Bandaríkjanna tekur hart á því þegar þjálfarar misnota aðstöðu sína „Þjálfarar eiga að vernda íþróttamenn, ekki notfæra sér þá. Þeir eiga að sjá til þess að íþróttamennirnir njóti stuðnings, æfi vel og veita þeim góð ráð sem hjálpa þeim að vinna heiðarlega,“ segir Travis Tygart, framkvæmdastjóri lyfjaeftirlitsins. Drummond má ekki þjálfa eða leiðbeina frjálsíþróttamönnum á meðan banninu stendur, en bannið var samþykkt af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu og gildir því um allan heim, ekki bara í Bandaríkjunum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Sjá meira
Jon Drummond, fyrrverandi þjálfari spretthlauparans Tysons Gay, var í gær úrskurðaður í átta ára bann af bandaríska lyfjaeftirlitinu. Drummond, sem vann gull með boðhlaupssveit Bandaríkjanna í 4x100 metra hlaupi í Sydney, var fundinn sekur um að hafa átt, selt og sprautað ólöglegum lyfjum í íþróttamenn sem hann þjálfaði. Bannið tók gildi í gær, daginn sem hann var fundinn sekur, og má hann ekki koma nálægt frjálsíþróttum næstu átta árin, en hann er 46 ára gamall. Fyrr á þessu ári var Gay úrskurðaður í eins árs keppnisbann þegar anabólískir sterar fundust í þvagsýni hans. Bannið var stytt verulega því Gay veitti bandaríska lyfjaeftirlitinu upplýsingar sem leiddu til þess að mál var sótt gegn Drummond og hann á endanum fundinn sekur. Þetta er fjórum sinnum lengra bann en íþróttamenn eru vanalega úrskurðaðir í fyrir svipuð brot, en lyfjaeftirlit Bandaríkjanna tekur hart á því þegar þjálfarar misnota aðstöðu sína „Þjálfarar eiga að vernda íþróttamenn, ekki notfæra sér þá. Þeir eiga að sjá til þess að íþróttamennirnir njóti stuðnings, æfi vel og veita þeim góð ráð sem hjálpa þeim að vinna heiðarlega,“ segir Travis Tygart, framkvæmdastjóri lyfjaeftirlitsins. Drummond má ekki þjálfa eða leiðbeina frjálsíþróttamönnum á meðan banninu stendur, en bannið var samþykkt af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu og gildir því um allan heim, ekki bara í Bandaríkjunum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Sjá meira