Helstu tæki ársins 2014 Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2014 14:51 Fjöldin allur af raftækjum voru kynnt á árinu sem nú er að líða. Vísir/AFP Fjöldin allur af raftækjum voru kynnt á árinu sem nú er að líða. Símar, tölvur, myndavélar og snjallúr. Þróunin virðist vera gífurlega hröð. Vísir stiklaði á stóru yfir nokkur af helstu raftækjunum sem litu dagsins ljós á árinu. Fjölmörg snjallúr litu dagsins ljós á árinu en úrið frá LG, G Watch R, þykir vera það besta. Þar að auki er það dýrasta snjallúrið á hratt stækkandi markaði. Úrið fékk góða dóma fyrir útlit og rafhlöðuendingu. Tæknirisinn Apple kynnti nýja borðtölvu á árinu sem stærir af hæstu upplausn sem tölvuskjáir bjóða yfir. Apple iMac with 5K Retina Display fékk stórgóða dóma þrátt fyrir hátt verð. Þá þykja burðir tölvunnar vera miklir. Spjaldtölvan frá Microsoft, Surface Pro 3, er enn einn naglinn í líkkistu fartölvunnar. Hún er álíka kraftmikil og flestar fartölvur og er einmitt ætlað til að þess að leysa fartölvur af hólmi og hefur farið vel af stað á heimsvísu. Þrátt fyrir það fylgir lyklaborðið ekki með þegar spjaldtölvan er keypt. Lyklaborðið þykir einnig ekki vera nægilega gott. Apple kynnti einnig nýjan iPad ár árinu, sem heitir iPad Air 2. Sá er minnsta spjaldtölva fyrirtækisins og jafnframt sú kraftmesta. Oculus Rift gaf frá sér nýjan þróunarbúnað á árinu, en sýndarveruleikagleraugu fyrirtækisins munu koma í verslanir á næsta ári. Oculus Rift þykir efnilegast af þeim sýndarveruleikabúnaði sem er í þróun í dag. Apple kynnti loks stærri útgáfu af iPhone síma fyrirtækisins, iPhone 6 Plus, eftir að notendur höfðu farið fram á það um árabil. Síminn hefur selst gífurlega vel á heimsvísu þrátt fyrir að talað hafi verið um að síminn bogni auðveldlega. Starfsmenn Samsung hugsa oft út fyrir ramman þegar kemur að hönnun síma og þar er Samsung Galaxy Note Edge engin undartekning. Á hlið símans er kúptur skjár sem notaður er fyrir tilkynningar og margt fleira. Skjár símans þykir vera einn besti skjár sem snjallsímar státa af. Fyrirtækið GoPro kynnti nýja myndavél á árinu, GoPro Hero4, sem býður upp á hærri upplausn og snertiskjá sem auðveldar viðmót. Rafhlöður vélarinnar hafa þó verið gagnrýndar, en hún er þó talin vera stórt skref áfram fyrir GoPro. Fréttir ársins 2014 Tækni Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjöldin allur af raftækjum voru kynnt á árinu sem nú er að líða. Símar, tölvur, myndavélar og snjallúr. Þróunin virðist vera gífurlega hröð. Vísir stiklaði á stóru yfir nokkur af helstu raftækjunum sem litu dagsins ljós á árinu. Fjölmörg snjallúr litu dagsins ljós á árinu en úrið frá LG, G Watch R, þykir vera það besta. Þar að auki er það dýrasta snjallúrið á hratt stækkandi markaði. Úrið fékk góða dóma fyrir útlit og rafhlöðuendingu. Tæknirisinn Apple kynnti nýja borðtölvu á árinu sem stærir af hæstu upplausn sem tölvuskjáir bjóða yfir. Apple iMac with 5K Retina Display fékk stórgóða dóma þrátt fyrir hátt verð. Þá þykja burðir tölvunnar vera miklir. Spjaldtölvan frá Microsoft, Surface Pro 3, er enn einn naglinn í líkkistu fartölvunnar. Hún er álíka kraftmikil og flestar fartölvur og er einmitt ætlað til að þess að leysa fartölvur af hólmi og hefur farið vel af stað á heimsvísu. Þrátt fyrir það fylgir lyklaborðið ekki með þegar spjaldtölvan er keypt. Lyklaborðið þykir einnig ekki vera nægilega gott. Apple kynnti einnig nýjan iPad ár árinu, sem heitir iPad Air 2. Sá er minnsta spjaldtölva fyrirtækisins og jafnframt sú kraftmesta. Oculus Rift gaf frá sér nýjan þróunarbúnað á árinu, en sýndarveruleikagleraugu fyrirtækisins munu koma í verslanir á næsta ári. Oculus Rift þykir efnilegast af þeim sýndarveruleikabúnaði sem er í þróun í dag. Apple kynnti loks stærri útgáfu af iPhone síma fyrirtækisins, iPhone 6 Plus, eftir að notendur höfðu farið fram á það um árabil. Síminn hefur selst gífurlega vel á heimsvísu þrátt fyrir að talað hafi verið um að síminn bogni auðveldlega. Starfsmenn Samsung hugsa oft út fyrir ramman þegar kemur að hönnun síma og þar er Samsung Galaxy Note Edge engin undartekning. Á hlið símans er kúptur skjár sem notaður er fyrir tilkynningar og margt fleira. Skjár símans þykir vera einn besti skjár sem snjallsímar státa af. Fyrirtækið GoPro kynnti nýja myndavél á árinu, GoPro Hero4, sem býður upp á hærri upplausn og snertiskjá sem auðveldar viðmót. Rafhlöður vélarinnar hafa þó verið gagnrýndar, en hún er þó talin vera stórt skref áfram fyrir GoPro.
Fréttir ársins 2014 Tækni Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira