Jordan Spieth enn í forystu á Isleworth 6. desember 2014 11:42 Jordan Spieth á öðrum hring. AP Jordan Spieth leiðir eftir tvo hringi á Hero World Challenge sem fram fer á Isleworth vellinum í Flórída en hann er á 11 höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn ungi hefur leikið frábært golf hingað til en á þó eftir að klára lokaholuna á öðrum hring því leik var frestað um stund vegna veðurs.Henrik Stenson kemur tveimur höggum á eftir Spieth á níu höggum undir pari en Justin Rose og Patrick Reed deila þriðja sætinu á átta undir pari. Aðeins 18 bestu kylfingar heims fá þátttökurétt á Hero World Challenge sem er styrktarmót fyrir góðgerðasamtök Tiger Woods. Woods lék annan hring á 70 höggum eða tveimur undir pari en hann er enn í síðasta sæti mótsins eftir að hafa leikið á 77 höggum í gær. Það sáust ýmis batamerki á Woods á öðrum hring sem hefði hæglega getað verið betri ef ekki hefði verið fyrir tvöfaldan skolla á lokaholunni. Stutta spilið kostaði hann þó aftur en þessi fyrrum besti kylfingur heims til margra ára virðist þó vera á batavegi eftir erfið bakmeiðsli. Golfstöðin sýnir frá mótinu og hefst útsending frá þriðja hring í dag klukkan 17:00. Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jordan Spieth leiðir eftir tvo hringi á Hero World Challenge sem fram fer á Isleworth vellinum í Flórída en hann er á 11 höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn ungi hefur leikið frábært golf hingað til en á þó eftir að klára lokaholuna á öðrum hring því leik var frestað um stund vegna veðurs.Henrik Stenson kemur tveimur höggum á eftir Spieth á níu höggum undir pari en Justin Rose og Patrick Reed deila þriðja sætinu á átta undir pari. Aðeins 18 bestu kylfingar heims fá þátttökurétt á Hero World Challenge sem er styrktarmót fyrir góðgerðasamtök Tiger Woods. Woods lék annan hring á 70 höggum eða tveimur undir pari en hann er enn í síðasta sæti mótsins eftir að hafa leikið á 77 höggum í gær. Það sáust ýmis batamerki á Woods á öðrum hring sem hefði hæglega getað verið betri ef ekki hefði verið fyrir tvöfaldan skolla á lokaholunni. Stutta spilið kostaði hann þó aftur en þessi fyrrum besti kylfingur heims til margra ára virðist þó vera á batavegi eftir erfið bakmeiðsli. Golfstöðin sýnir frá mótinu og hefst útsending frá þriðja hring í dag klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira