Ingvar: Hef aldrei lent undir í samkeppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. nóvember 2014 10:39 Ingvar Jónsson í leik gegn pólska stórliðinu Lech Poznan í sumar. vísir/afp „Aðdragandinn hefur verið nokkuð hraður, ég heyrði bara fyrst af áhuga Start fyrir 7-10 dögum síðan,“ segir markvörðurinn Ingvar Jónsson við Vísi sem er búinn að semja við norska úrvalsdeildarliðið Start til þriggja ára. „Þeir hafa verið í leit að markverði og skoðað mig undanfarnar vikur og séð einhverja leiki. Þeir voru bara mjög áhugasamir.“ Start kom upp úr 1. deildinni fyrir tveimur árum og hefur haldið sæti sínu í úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð. Félagið er nokkuð stórt og ætlar sér stærri hluti. „Þetta er alveg frábært félag - algjört draumafélag. Það er með ágætis sögu og hefur allt til að ná lengra. Þetta er alveg frábært næsta skref fyrir mig,“ segir Ingvar. „Ég hef ekkert hitt þá en heyrði í þjálfaranum fyrst í morgun og spjallaði við hann. Ég veit ekki alveg hvert næsta skref er, en ég er mjög spenntur.“Ingvar kveður Stjörnuna.vísir/vilhelmIngvar hafnaði tilboði frá sænska liðinu Åtvidaberg á dögunum og fleiri lið hafa verið á höttunum eftir honum. „Fleiri lið voru inn í myndinni eins og Åtvidaberg. Málið er bara að þjálfarinn þar hætti á dögunum. Svo var annað lið úr efstu deild í Noregi sem hafði áhgua, en mér fannst Start mun meira heillandi,“ segir Ingvar sem hefur spjallað við Matthías Vilhjálmsson um félagið undanfarna daga. „Ég hef verið í fínu sambandi við Matta og hann hefur ekkert nema góða hluti um félagið að segja. Mágur minn, Haraldur Guðmundsson, spilaði líka þarna og ber lofi á félagið. Svo spilar Robert Sandnes, fyrrverandi liðsfélagi minn úr Stjörnunni, með Start og ég þekki Guðmund Kristjánsson ágætlega. Maður þekkir því nokkra þarna.“ Markvörður Start á eitt ár eftir af samningi sínum og ætlar Ingvar að slá hann úr liðinu og tryggja sér byrjunarliðssætið. „Stefnan er að vera númer eitt. Ég er að fara í samkeppni, en ég hef aldrei verið undir í samkeppni á mínum meistaraflokksferli,“ segir Ingvar sem er að upplifa draum sinn að rætast. „Maður hefur hugsað um hversu gaman það væri að hafa atvinnu af því að spila fótbolta síðan maður var lítill krakki. Ég er enn að meðtaka að þetta er að gerast núna. Þetta er bara fullkominn endir á tímabilinu með Stjörnunni eftir fullkominn lokaleik,“ segir Ingvar Jónsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ingvar Jónsson samdi við Start Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu heldur í atvinnumennsku til Noregs. 28. nóvember 2014 10:15 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Aðdragandinn hefur verið nokkuð hraður, ég heyrði bara fyrst af áhuga Start fyrir 7-10 dögum síðan,“ segir markvörðurinn Ingvar Jónsson við Vísi sem er búinn að semja við norska úrvalsdeildarliðið Start til þriggja ára. „Þeir hafa verið í leit að markverði og skoðað mig undanfarnar vikur og séð einhverja leiki. Þeir voru bara mjög áhugasamir.“ Start kom upp úr 1. deildinni fyrir tveimur árum og hefur haldið sæti sínu í úrvalsdeildinni tvö tímabil í röð. Félagið er nokkuð stórt og ætlar sér stærri hluti. „Þetta er alveg frábært félag - algjört draumafélag. Það er með ágætis sögu og hefur allt til að ná lengra. Þetta er alveg frábært næsta skref fyrir mig,“ segir Ingvar. „Ég hef ekkert hitt þá en heyrði í þjálfaranum fyrst í morgun og spjallaði við hann. Ég veit ekki alveg hvert næsta skref er, en ég er mjög spenntur.“Ingvar kveður Stjörnuna.vísir/vilhelmIngvar hafnaði tilboði frá sænska liðinu Åtvidaberg á dögunum og fleiri lið hafa verið á höttunum eftir honum. „Fleiri lið voru inn í myndinni eins og Åtvidaberg. Málið er bara að þjálfarinn þar hætti á dögunum. Svo var annað lið úr efstu deild í Noregi sem hafði áhgua, en mér fannst Start mun meira heillandi,“ segir Ingvar sem hefur spjallað við Matthías Vilhjálmsson um félagið undanfarna daga. „Ég hef verið í fínu sambandi við Matta og hann hefur ekkert nema góða hluti um félagið að segja. Mágur minn, Haraldur Guðmundsson, spilaði líka þarna og ber lofi á félagið. Svo spilar Robert Sandnes, fyrrverandi liðsfélagi minn úr Stjörnunni, með Start og ég þekki Guðmund Kristjánsson ágætlega. Maður þekkir því nokkra þarna.“ Markvörður Start á eitt ár eftir af samningi sínum og ætlar Ingvar að slá hann úr liðinu og tryggja sér byrjunarliðssætið. „Stefnan er að vera númer eitt. Ég er að fara í samkeppni, en ég hef aldrei verið undir í samkeppni á mínum meistaraflokksferli,“ segir Ingvar sem er að upplifa draum sinn að rætast. „Maður hefur hugsað um hversu gaman það væri að hafa atvinnu af því að spila fótbolta síðan maður var lítill krakki. Ég er enn að meðtaka að þetta er að gerast núna. Þetta er bara fullkominn endir á tímabilinu með Stjörnunni eftir fullkominn lokaleik,“ segir Ingvar Jónsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ingvar Jónsson samdi við Start Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu heldur í atvinnumennsku til Noregs. 28. nóvember 2014 10:15 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Ingvar Jónsson samdi við Start Besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu heldur í atvinnumennsku til Noregs. 28. nóvember 2014 10:15