Olason búinn að læsa markinu eftir komu Atla til Akureyrar Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. nóvember 2014 13:15 Tomas Olason á stóran þátt í þremur sigurleikjum Atla Hilmarssonar. vísir/stefán Akureyri handboltafélag hefur snúið við blaðinu eftir endurkomu Atla Hilmarssonar norður, en undir stjórn hans eru Akureyringar búnir að vinna þrjá leiki í röð í Olís-deildinni. Fyrir komu Atla var liðið aðeins búið að vinna þrjá leiki af átta, en er nú komið upp í fimmta sæti deildarinnar með tólf stig eftir ellefu leiki. Akureyri lagði Hauka sannfærandi í gærkvöldi, 28-21, en voru búnir að vinna HK, 23-18, og topplið Aftureldingar, 27-23, í tveimur leikjum þar á undan. Liðið fær mun færri mörk á sig síðan Atli tók við liðinu. Í þremur leikjum undir hans stjórn hefur Akureyri fengið á sig 20,6 mörk í leik að meðatali, en í átta leikjum þar á undan fékk liðið á sig að meðaltali 26,3 mörk í leik. Augljóst er að Atli hefur slípað saman varnarleikinn sem átti að vera aðalsmerki liðsins í vetur með Peking-miðvarðaparið Sverre Jakobsson og Ingimund Ingimundarson í hjarta varnarinnar.Atli Hilmarsson byrjar vel.vísir/antonMiklu munar líka um markvörslu Danans Tomasar Olasonar sem byrjaði tímabilið ekki vel. Hann varði vel inn á milli, eins og í leik gegn Fram á útivelli á dögunum þegar hann varði 46 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. En á heimavelli er mikill munur á Tomasi nú og áður en Atli tók við. Í fjórum heimaleikjum áður en Atli tók við liðinu var Olason með að meðaltali 31,5 prósent hlutfallsmarkvörslu. Frammistaða hans gegn Stjörnunni (43 prósent) rífur hann mikið upp þar. Í þremur leikjum gegn Val (26 prósent), ÍBV (22 prósent) og FH (36 prósent) var hann aðeins með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali. Eftir að Atli tók við er Olason með magnaða hlutfallsmarkvörslu eða 49,5 prósent að meðatali. Hann varði 41 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig gegn Aftureldingu fyrir tveimur umferðum síðan, 62 prósent gegn HK í síðustu umferð og 46 prósent gegn Haukum í gærkvöldi. Olason reif af sér nokkur kíló fyrir tímabilið og hefur æft mun meira og betur, að sögn Akureyringa. Það er líka eins gott fyrir hann að standa sig því Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, kemur til baka eftir meiðsli á nýju ári og var hann ekki keyptur heim úr atvinnumennsku til að sitja á bekknum.Frammistaða Olasons í fyrstu fjórum heimaleikjunum: 31-27 sigur á Stjörnunni: 20 varin skot (43 prósent hlutfallsmarkvarsla) 27-30 tap gegn Val: 10 varin skot (26 prósent hlutfallsmarkvarsla) 32-33 tap gegn ÍBV: 8 varin skot (22 prósent hlutfallsmarkvarsla) 20-27 tap gegn FH: 15 varin skot (36 prósent hlutfallsmarkvarsla)Meðaltal: 31,5 prósent hlutfallsmarkvarslaFrammistaða Olasons í síðustu þremur heimaleikjum: 27-23 sigur á Aftureldingu: 16 varin skot (41 prósent hlutfallsmarkvarsla) 23-18 sigur á HK: 23 varin sko (62 prósent hlutfallsmarkvarsla) 28-21 sigur á Haukum: 18 varin skot (46 prósent hlutfallsmarkvarsla)Meðaltal: 49,5 prósent hlutfallsmarkvarsla Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 28-21 | Akureyringar fóru illa með Hauka Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. 17. nóvember 2014 14:07 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Afturelding 27-23 | Allt annað lið undir stjórn Atla Það var boðið upp á spennu, hörku og dramatík á Akureyri í kvöld þegar heimamenn sigruðu lið Aftureldingar í leik sem var mikil skemmtun fyrir áhorfendur. 6. nóvember 2014 16:25 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 23-18 | Tveir sigrar í röð undir stjórn Atla Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að leggja HK að velli í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. 13. nóvember 2014 11:44 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Sjá meira
Akureyri handboltafélag hefur snúið við blaðinu eftir endurkomu Atla Hilmarssonar norður, en undir stjórn hans eru Akureyringar búnir að vinna þrjá leiki í röð í Olís-deildinni. Fyrir komu Atla var liðið aðeins búið að vinna þrjá leiki af átta, en er nú komið upp í fimmta sæti deildarinnar með tólf stig eftir ellefu leiki. Akureyri lagði Hauka sannfærandi í gærkvöldi, 28-21, en voru búnir að vinna HK, 23-18, og topplið Aftureldingar, 27-23, í tveimur leikjum þar á undan. Liðið fær mun færri mörk á sig síðan Atli tók við liðinu. Í þremur leikjum undir hans stjórn hefur Akureyri fengið á sig 20,6 mörk í leik að meðatali, en í átta leikjum þar á undan fékk liðið á sig að meðaltali 26,3 mörk í leik. Augljóst er að Atli hefur slípað saman varnarleikinn sem átti að vera aðalsmerki liðsins í vetur með Peking-miðvarðaparið Sverre Jakobsson og Ingimund Ingimundarson í hjarta varnarinnar.Atli Hilmarsson byrjar vel.vísir/antonMiklu munar líka um markvörslu Danans Tomasar Olasonar sem byrjaði tímabilið ekki vel. Hann varði vel inn á milli, eins og í leik gegn Fram á útivelli á dögunum þegar hann varði 46 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. En á heimavelli er mikill munur á Tomasi nú og áður en Atli tók við. Í fjórum heimaleikjum áður en Atli tók við liðinu var Olason með að meðaltali 31,5 prósent hlutfallsmarkvörslu. Frammistaða hans gegn Stjörnunni (43 prósent) rífur hann mikið upp þar. Í þremur leikjum gegn Val (26 prósent), ÍBV (22 prósent) og FH (36 prósent) var hann aðeins með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali. Eftir að Atli tók við er Olason með magnaða hlutfallsmarkvörslu eða 49,5 prósent að meðatali. Hann varði 41 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig gegn Aftureldingu fyrir tveimur umferðum síðan, 62 prósent gegn HK í síðustu umferð og 46 prósent gegn Haukum í gærkvöldi. Olason reif af sér nokkur kíló fyrir tímabilið og hefur æft mun meira og betur, að sögn Akureyringa. Það er líka eins gott fyrir hann að standa sig því Hreiðar Levý Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, kemur til baka eftir meiðsli á nýju ári og var hann ekki keyptur heim úr atvinnumennsku til að sitja á bekknum.Frammistaða Olasons í fyrstu fjórum heimaleikjunum: 31-27 sigur á Stjörnunni: 20 varin skot (43 prósent hlutfallsmarkvarsla) 27-30 tap gegn Val: 10 varin skot (26 prósent hlutfallsmarkvarsla) 32-33 tap gegn ÍBV: 8 varin skot (22 prósent hlutfallsmarkvarsla) 20-27 tap gegn FH: 15 varin skot (36 prósent hlutfallsmarkvarsla)Meðaltal: 31,5 prósent hlutfallsmarkvarslaFrammistaða Olasons í síðustu þremur heimaleikjum: 27-23 sigur á Aftureldingu: 16 varin skot (41 prósent hlutfallsmarkvarsla) 23-18 sigur á HK: 23 varin sko (62 prósent hlutfallsmarkvarsla) 28-21 sigur á Haukum: 18 varin skot (46 prósent hlutfallsmarkvarsla)Meðaltal: 49,5 prósent hlutfallsmarkvarsla
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 28-21 | Akureyringar fóru illa með Hauka Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. 17. nóvember 2014 14:07 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Afturelding 27-23 | Allt annað lið undir stjórn Atla Það var boðið upp á spennu, hörku og dramatík á Akureyri í kvöld þegar heimamenn sigruðu lið Aftureldingar í leik sem var mikil skemmtun fyrir áhorfendur. 6. nóvember 2014 16:25 Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 23-18 | Tveir sigrar í röð undir stjórn Atla Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að leggja HK að velli í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. 13. nóvember 2014 11:44 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 28-21 | Akureyringar fóru illa með Hauka Akureyrarliðið fagnaði sínum þriðja sigri í röð í Olís-deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann sjö marka stórsigur á Haukum, 28-21, í Höllinni á Akureyri. 17. nóvember 2014 14:07
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Afturelding 27-23 | Allt annað lið undir stjórn Atla Það var boðið upp á spennu, hörku og dramatík á Akureyri í kvöld þegar heimamenn sigruðu lið Aftureldingar í leik sem var mikil skemmtun fyrir áhorfendur. 6. nóvember 2014 16:25
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - HK 23-18 | Tveir sigrar í röð undir stjórn Atla Akureyri átti ekki í miklum vandræðum með að leggja HK að velli í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. 13. nóvember 2014 11:44