Mikko Ilonen sigraði á Volvo meistaramótinu í holukeppni 19. október 2014 17:04 Ilonen hefur átt frábært tímabil. Getty Eitt vinsælasta mótið á Evrópumótaröðinni á hverju ári er Volvo holukeppnin en aðeins bestu kylfingar mótaraðarinnar hafa þátttökurétt. Mótið kláraðist í dag eftir fjögurra daga holukeppnisveislu en finnski kylfingurinn Mikko Ilonen bar sigur úr bítum eftir spennandi úrslitaleik við sænsku ofurstjörnuna Henrik Stenson sem endaði á 17. holu. Þrátt fyrir að aðstæður á London golfvellinum í Kent hafi verið erfiðar á lokahringjunum í dag fékk Illonen ekki einn einasta skolla í úrslitaleiknum ásamt fjórum fuglum og það var nóg til þess að leggja Stenson af velli, sem er af mörgum talinn einn besti holukeppnisspilari heims. Í leiknum um þriðja sætið bar Hollendingurinn Joost Luiten sigurorð af Suður-Afríkumanninum George Coetzee í leik þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á 19. holu. Fyrir sigurinn fékk Mikko Ilonen 650.000 evrur sem eru langstærstu peningaverðlaun sem hann hefur unnið sér inn á ferlinum til þessa en hann sigraði einnig á Opna írska meistaramótinu sem fram fór í júní. Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Eitt vinsælasta mótið á Evrópumótaröðinni á hverju ári er Volvo holukeppnin en aðeins bestu kylfingar mótaraðarinnar hafa þátttökurétt. Mótið kláraðist í dag eftir fjögurra daga holukeppnisveislu en finnski kylfingurinn Mikko Ilonen bar sigur úr bítum eftir spennandi úrslitaleik við sænsku ofurstjörnuna Henrik Stenson sem endaði á 17. holu. Þrátt fyrir að aðstæður á London golfvellinum í Kent hafi verið erfiðar á lokahringjunum í dag fékk Illonen ekki einn einasta skolla í úrslitaleiknum ásamt fjórum fuglum og það var nóg til þess að leggja Stenson af velli, sem er af mörgum talinn einn besti holukeppnisspilari heims. Í leiknum um þriðja sætið bar Hollendingurinn Joost Luiten sigurorð af Suður-Afríkumanninum George Coetzee í leik þar sem úrslit réðust ekki fyrr en á 19. holu. Fyrir sigurinn fékk Mikko Ilonen 650.000 evrur sem eru langstærstu peningaverðlaun sem hann hefur unnið sér inn á ferlinum til þessa en hann sigraði einnig á Opna írska meistaramótinu sem fram fór í júní.
Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira