Gísli áfram í forystu í Aberdeen Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. september 2014 15:36 Gísli Sveinbergsson er að leika frábærlega í Skotlandi. Vísir/GSÍ Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili er áfram í forystu á Duke of York Young Championship ungmennamótinu sem fram fer á Royal Aberdeen í Skotlandi. Keppni var frestað skömmu fyrir hádegi í dag vegna mikillar þoku sem olli því að skyggni var lítið sem ekkert. Gísli náði að leika fimm holur í dag og lék þær á tveimur höggum undir pari. Hann er því á fjórum höggum undir pari í mótinu eftir að hafa leikið fyrsta hringinn í mótinu á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann er eins og stendur tveimur höggum betri en Skotinn Ewen Ferguson sem er annar í mótinu. Í Duke of York mótinu hafa aðeins landsmeistarar pilta og stúlkna keppnisrétt og því er um mjög sterkt mót að ræða. Á heimasíðu Golfsambandsins kemur fram að Gísli hafi í stuttu viðtali við blaðamann mótsins sagt að mikilvægt væri að vera þolinmóður. Karginn á Royal Aberdeen sé mjög erfiður og því mikilvægt að hitta brautir og flatir.Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur leikur einnig í mótinu. Hún lék 16 holur í dag og hafði leikið þær á fjórum höggum yfir pari. Ragnhildur lék fyrsta hringinn í gær á 81 höggi. Keppni verður áframhaldið í fyrramálið en leiknir eru þrír hringir í mótinu. Tvívegis hefur Íslendingur staðið uppi sem sigurvegari í mótinu. Árið 2010 bar Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigur úr býtum. Tveimur árum síðar gerði Ragnar Garðarsson úr Gofklúbbi Kópavogs og Garðabæjar slíkt hið sama. Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Gísli Sveinbergsson úr Golfklúbbnum Keili er áfram í forystu á Duke of York Young Championship ungmennamótinu sem fram fer á Royal Aberdeen í Skotlandi. Keppni var frestað skömmu fyrir hádegi í dag vegna mikillar þoku sem olli því að skyggni var lítið sem ekkert. Gísli náði að leika fimm holur í dag og lék þær á tveimur höggum undir pari. Hann er því á fjórum höggum undir pari í mótinu eftir að hafa leikið fyrsta hringinn í mótinu á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann er eins og stendur tveimur höggum betri en Skotinn Ewen Ferguson sem er annar í mótinu. Í Duke of York mótinu hafa aðeins landsmeistarar pilta og stúlkna keppnisrétt og því er um mjög sterkt mót að ræða. Á heimasíðu Golfsambandsins kemur fram að Gísli hafi í stuttu viðtali við blaðamann mótsins sagt að mikilvægt væri að vera þolinmóður. Karginn á Royal Aberdeen sé mjög erfiður og því mikilvægt að hitta brautir og flatir.Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur leikur einnig í mótinu. Hún lék 16 holur í dag og hafði leikið þær á fjórum höggum yfir pari. Ragnhildur lék fyrsta hringinn í gær á 81 höggi. Keppni verður áframhaldið í fyrramálið en leiknir eru þrír hringir í mótinu. Tvívegis hefur Íslendingur staðið uppi sem sigurvegari í mótinu. Árið 2010 bar Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigur úr býtum. Tveimur árum síðar gerði Ragnar Garðarsson úr Gofklúbbi Kópavogs og Garðabæjar slíkt hið sama.
Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira