Umfjöllun, myndir og viðtöl: Leiknir - Þróttur 2-1 | Breiðhyltingar komnir í Pepsi-deildina Guðmundur Marinó Ingvarsson á Ghetto Ground skrifar 4. september 2014 15:33 Leikmenn Leiknis fagna sætinu í Pepsi-deildinni. Vísir/Valli Leiknir tryggði sér sæti í Pepsí deild karla á næstu leiktíð þegar liðið lagði Þrótt 2-1 í 1. deild karla í fótbolta á Leiknisvelli í Breiðholtinu í kvöld.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór á völlinn og smellti myndum af fagnaðarlátum Leiknismanna en myndirnar má sjá hér fyrir ofan. Það voru ósvikin fagnarlæti í Breiðholtinu þegar Þóroddur Hjaltalín dómari flautaði til leiksloka í kvöld og Leiknir tryggði sér sæti í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn. Vel var mætt á leikinn og heimamenn vel studdir í sólinni í kvöld. Fyrir leikinn í kvöld hafði Leiknir aðeins náð í tvö stig í þremur leikjum og virtist liðið eiga í örlitlum vandræðum með að taka síðasta skrefið í að tryggja sætið í Pepsí deildinni sem er búið að blasa við í nokkrar umferðir. Það tók Leikni um það bil 20 mínútur að hrista þetta stress af sér í kvöld en ekkert gekk hjá liðinu í byrjun leiks. Um leið og taugarnar róuðust náði liðið að halda boltanum betur og lék Leiknir mjög góðan fótbolta síðustu 25 mínútur fyrri hálfleiks og skoraði á þeim kafla tvö virkilega glæsileg mörk.Andri Fannar Stefánsson skoraði fyrra markið með mjög góðu skoti þegar tólf mínútur voru til hálfleiks og Hilmar Árni Halldórsson skoraði seinna markið með frábæru skoti í stöngina og inn með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Leiknir sýndi þá þann leik sem liðið hefur gert í 1. deildinni í vetur og verðuskuldar liðið svo sannarlega sætið í Pepsí deildinni. Liðið er með marga mjög frambærilega leikmenn í sínu liði jafnt í vörn og sókn. Leiknir var 2-0 yfir í hálfleik og héldu margir að úrslitin væru ráðin en Þróttarar eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og minnkuðu muninn snemma í seinni hálfleik. Þá lokaði Leiknir vörninni og fékk Þróttur ekki gott færi aftur fyrr en á síðasta andartaki leiksins en gestunum var ekki ætlað að skemma sigurgleðina hjá heimamönnum og Eiríkur Ingi Magnússon náði að henda sér fyrir boltann og tryggja að endingu sigurinn. Leiknir er enn á toppi deildarinnar, nú með 44 stig í 20 leikjum og með tveimur stigum meira en ÍA sem einnig er búið að tryggja sér sæti í Pepsí deildinni að ári. Þróttur er í fjórða sæti með 31 stig. Freyr: Félagið var tæknilega gjaldþrotaFreyr Alexandersson, annar þjálfari Leiknis, var gríðarlega sáttur í leikslok.Vísir/Valgarður„Ég er aðeins að ná áttum. Tilfinningin er gríðarleg gleði og svo finn ég fyrir miklu þakklæti. Ég er svo stoltur af fólkinu hjá félaginu sem hefur verið hér í öll þessi ár og aldrei gefist upp,“ sagði Freyr Alexandersson annar þjálfari Leiknis. „Ég held að fólk átti sig ekki á því að það var reynt að þvinga okkur í leggja niður laupana hérna um 2000. Félagið var tæknilega gjaldþrota en það eru foringjar hjá félaginu sem börðust og börðust og nú eigum við í dag þetta glæsilega félagsheimili, gervigras og frábæra velli. Umgjörðin hérna er æðisleg og þetta fólk á svo mikið í þessu. Ég gleðst fyrir þeirra hönd. „Ég hafði trú á því fyrir tveim, þrem umferðum að við myndum klára þetta en aldrei kom sú tilfinning að þetta væri komið fyrr en núna,“ sagði Freyr sem sagði það skipta miklu máli að klára þetta með sigri í stað þess að treysta á úrslit í öðrum leikjum. „Það hefði verið ömurlegt. Við vildum klára þetta í Ólafsvík en svo fengum við tækifæri í kvöld til að klára þetta sjálfir með sigri. Sigurinn gefur manni svo mikla vímu. „Þetta var frábær dagur, veðrið og ætli það hafi ekki verið um 800 manns á vellinum. Fín stemning og umgjörðin upp á tíu,“ sagði Freyr sem kom stressið í sínu liði í upphafi leiks á óvart. „Þeir lugu að mér strákarnir að þeir væru pollrólegir. Þeir náðu því. Ég trúði að þeir væru með fínt spennustig en þeir voru víraðir. En svo eftir um 20 mínútur þá réðumst við á þá og vorum mjög góðir síðustu 25 í fyrri hálfleik. „Þetta var svo týpískt í seinni hálfleik með allt undir. Við byrjuðum ágætlega en svo þegar þeir skora þá lokuðum við þessu niður og náðum í þessi stig,“ sagði Freyr sem segir leikmenn vera búna að vinna fyrir tækifærinu í Pepsí deildinni að ári. „Þeir eru búnir að vinna fyrir tækifærinu en höfum það hugfast að það fær enginn neitt gefins hérna þó hann sé uppalinn. Menn þurfa að hafa fyrir hlutunum. „Við förum inn í Pepsí deildina með þennan kjarna og munum eflaust bæta við okkur einhverjum styrkingum en það verður aldrei neitt til að tala um þannig séð. Við verðum að halda í okkar. „Það er þessi kjarni, gæðin í klúbbnum og þessi samheldni. Um leið og ég tek það frá þeim þá erum við ekki neitt,“ sagði Freyr að lokum. Ólafur Hrannar: Þetta er fullkominn dagurLeikmenn Leiknis fögnuðu gríðarlega í leikslok.Vísir/Valgarður„Það eru engin orð sem lýsa þessari tilfinningu, þetta er bara snilld. Þetta er fullkominn dagur. Við gátum ekki hugsað okkur betri dag til að klára þetta. Á heimavelli, fyrir framan allt fólkið okkar og klára þetta með sigri,“ sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson fyrirliði Leiknis. „Þeir komu aðeins aðeins öðruvísi skipulagðir inn í leikinn en við bjuggumst við en við vorum fljótir að aðlagast því og jú vissulega smá skrekkur en við komum okkur í gírinn og fórum að spila okkar bolta. Þá náðum við að klára þetta,“ sagði Ólafur sem lagði upp bæði mörk Leiknis í kvöld. „Andri kom með slummu og það vita allir hversu góður Hilmar Árni er. Hann hefur skorað ófá svona frábær mörk og hann á eftir að skora fleiri. „Það hefur stundum verið eins og við værum að missa niður forskot í sumar en við höfum alltaf náð að þétta og haldið. Það hefur einkennt okkur í sumar að við náum að sigla þessu heim,“ sagði Ólafur sem var mjög ánægður með það hvernig Eiríkur Ingi henti sér fyrir síðasta skot leiksins og tryggði um leið sigurinn. „Sveitamaðurinn Eiríkur sem tók fórnina fyrir þetta. Það voru allir tilbúnir að fórna sér í þetta og klára þetta fyrir liðið. Það einkennir liðið, mikil liðsheild og allir tilbúnir að fórna sér fyrir hvern annan.“ Hallur: Hefðum getað jafnað þetta í blálokinMenn áttu erfitt með að hemja sig í leikslok enda að brjóta blað í sögu félagsins.Vísir/Valgarður„Það er ekki góð tilfinning en þeir unnu okkur og eiga þetta bara skilið,“ sagði Hallur Hallsson fyrirliði Þróttar um að sjá andstæðinginn fagna sæti í Pepsí deildinni að ári. „Fyrstu 20 mínúturnar fannst mér við byrja betur, halda boltanum og ná að spila honum á milli. Svo lentum við í smá brasi. Við héldum boltanum ágætlega en náðum ekki að skapa mikið á síðasta þriðjung. „Þetta er búið að gerast nokkrum sinnum hjá okkur í sumar að við erum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik og svo þarf eitthvað að skamma okkur í hálfleik og þá komum við betri í seinni. „Mér fannst við betri í seinni hálfleik og hefðum getað jafnað þetta þarna Í blálokin. Við fengum mjög gott færi. „Nú ætla menn bara að klára sumarið. Það er gaman að spila fótbolta. Menn gefa sig alla í þetta þó það sé lítið í húfi, bara upp á stoltið,“ sagði Hallur. Íslenski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira
Leiknir tryggði sér sæti í Pepsí deild karla á næstu leiktíð þegar liðið lagði Þrótt 2-1 í 1. deild karla í fótbolta á Leiknisvelli í Breiðholtinu í kvöld.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór á völlinn og smellti myndum af fagnaðarlátum Leiknismanna en myndirnar má sjá hér fyrir ofan. Það voru ósvikin fagnarlæti í Breiðholtinu þegar Þóroddur Hjaltalín dómari flautaði til leiksloka í kvöld og Leiknir tryggði sér sæti í efstu deild karla í fótbolta í fyrsta sinn. Vel var mætt á leikinn og heimamenn vel studdir í sólinni í kvöld. Fyrir leikinn í kvöld hafði Leiknir aðeins náð í tvö stig í þremur leikjum og virtist liðið eiga í örlitlum vandræðum með að taka síðasta skrefið í að tryggja sætið í Pepsí deildinni sem er búið að blasa við í nokkrar umferðir. Það tók Leikni um það bil 20 mínútur að hrista þetta stress af sér í kvöld en ekkert gekk hjá liðinu í byrjun leiks. Um leið og taugarnar róuðust náði liðið að halda boltanum betur og lék Leiknir mjög góðan fótbolta síðustu 25 mínútur fyrri hálfleiks og skoraði á þeim kafla tvö virkilega glæsileg mörk.Andri Fannar Stefánsson skoraði fyrra markið með mjög góðu skoti þegar tólf mínútur voru til hálfleiks og Hilmar Árni Halldórsson skoraði seinna markið með frábæru skoti í stöngina og inn með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Leiknir sýndi þá þann leik sem liðið hefur gert í 1. deildinni í vetur og verðuskuldar liðið svo sannarlega sætið í Pepsí deildinni. Liðið er með marga mjög frambærilega leikmenn í sínu liði jafnt í vörn og sókn. Leiknir var 2-0 yfir í hálfleik og héldu margir að úrslitin væru ráðin en Þróttarar eru þekktir fyrir allt annað en að gefast upp og minnkuðu muninn snemma í seinni hálfleik. Þá lokaði Leiknir vörninni og fékk Þróttur ekki gott færi aftur fyrr en á síðasta andartaki leiksins en gestunum var ekki ætlað að skemma sigurgleðina hjá heimamönnum og Eiríkur Ingi Magnússon náði að henda sér fyrir boltann og tryggja að endingu sigurinn. Leiknir er enn á toppi deildarinnar, nú með 44 stig í 20 leikjum og með tveimur stigum meira en ÍA sem einnig er búið að tryggja sér sæti í Pepsí deildinni að ári. Þróttur er í fjórða sæti með 31 stig. Freyr: Félagið var tæknilega gjaldþrotaFreyr Alexandersson, annar þjálfari Leiknis, var gríðarlega sáttur í leikslok.Vísir/Valgarður„Ég er aðeins að ná áttum. Tilfinningin er gríðarleg gleði og svo finn ég fyrir miklu þakklæti. Ég er svo stoltur af fólkinu hjá félaginu sem hefur verið hér í öll þessi ár og aldrei gefist upp,“ sagði Freyr Alexandersson annar þjálfari Leiknis. „Ég held að fólk átti sig ekki á því að það var reynt að þvinga okkur í leggja niður laupana hérna um 2000. Félagið var tæknilega gjaldþrota en það eru foringjar hjá félaginu sem börðust og börðust og nú eigum við í dag þetta glæsilega félagsheimili, gervigras og frábæra velli. Umgjörðin hérna er æðisleg og þetta fólk á svo mikið í þessu. Ég gleðst fyrir þeirra hönd. „Ég hafði trú á því fyrir tveim, þrem umferðum að við myndum klára þetta en aldrei kom sú tilfinning að þetta væri komið fyrr en núna,“ sagði Freyr sem sagði það skipta miklu máli að klára þetta með sigri í stað þess að treysta á úrslit í öðrum leikjum. „Það hefði verið ömurlegt. Við vildum klára þetta í Ólafsvík en svo fengum við tækifæri í kvöld til að klára þetta sjálfir með sigri. Sigurinn gefur manni svo mikla vímu. „Þetta var frábær dagur, veðrið og ætli það hafi ekki verið um 800 manns á vellinum. Fín stemning og umgjörðin upp á tíu,“ sagði Freyr sem kom stressið í sínu liði í upphafi leiks á óvart. „Þeir lugu að mér strákarnir að þeir væru pollrólegir. Þeir náðu því. Ég trúði að þeir væru með fínt spennustig en þeir voru víraðir. En svo eftir um 20 mínútur þá réðumst við á þá og vorum mjög góðir síðustu 25 í fyrri hálfleik. „Þetta var svo týpískt í seinni hálfleik með allt undir. Við byrjuðum ágætlega en svo þegar þeir skora þá lokuðum við þessu niður og náðum í þessi stig,“ sagði Freyr sem segir leikmenn vera búna að vinna fyrir tækifærinu í Pepsí deildinni að ári. „Þeir eru búnir að vinna fyrir tækifærinu en höfum það hugfast að það fær enginn neitt gefins hérna þó hann sé uppalinn. Menn þurfa að hafa fyrir hlutunum. „Við förum inn í Pepsí deildina með þennan kjarna og munum eflaust bæta við okkur einhverjum styrkingum en það verður aldrei neitt til að tala um þannig séð. Við verðum að halda í okkar. „Það er þessi kjarni, gæðin í klúbbnum og þessi samheldni. Um leið og ég tek það frá þeim þá erum við ekki neitt,“ sagði Freyr að lokum. Ólafur Hrannar: Þetta er fullkominn dagurLeikmenn Leiknis fögnuðu gríðarlega í leikslok.Vísir/Valgarður„Það eru engin orð sem lýsa þessari tilfinningu, þetta er bara snilld. Þetta er fullkominn dagur. Við gátum ekki hugsað okkur betri dag til að klára þetta. Á heimavelli, fyrir framan allt fólkið okkar og klára þetta með sigri,“ sagði Ólafur Hrannar Kristjánsson fyrirliði Leiknis. „Þeir komu aðeins aðeins öðruvísi skipulagðir inn í leikinn en við bjuggumst við en við vorum fljótir að aðlagast því og jú vissulega smá skrekkur en við komum okkur í gírinn og fórum að spila okkar bolta. Þá náðum við að klára þetta,“ sagði Ólafur sem lagði upp bæði mörk Leiknis í kvöld. „Andri kom með slummu og það vita allir hversu góður Hilmar Árni er. Hann hefur skorað ófá svona frábær mörk og hann á eftir að skora fleiri. „Það hefur stundum verið eins og við værum að missa niður forskot í sumar en við höfum alltaf náð að þétta og haldið. Það hefur einkennt okkur í sumar að við náum að sigla þessu heim,“ sagði Ólafur sem var mjög ánægður með það hvernig Eiríkur Ingi henti sér fyrir síðasta skot leiksins og tryggði um leið sigurinn. „Sveitamaðurinn Eiríkur sem tók fórnina fyrir þetta. Það voru allir tilbúnir að fórna sér í þetta og klára þetta fyrir liðið. Það einkennir liðið, mikil liðsheild og allir tilbúnir að fórna sér fyrir hvern annan.“ Hallur: Hefðum getað jafnað þetta í blálokinMenn áttu erfitt með að hemja sig í leikslok enda að brjóta blað í sögu félagsins.Vísir/Valgarður„Það er ekki góð tilfinning en þeir unnu okkur og eiga þetta bara skilið,“ sagði Hallur Hallsson fyrirliði Þróttar um að sjá andstæðinginn fagna sæti í Pepsí deildinni að ári. „Fyrstu 20 mínúturnar fannst mér við byrja betur, halda boltanum og ná að spila honum á milli. Svo lentum við í smá brasi. Við héldum boltanum ágætlega en náðum ekki að skapa mikið á síðasta þriðjung. „Þetta er búið að gerast nokkrum sinnum hjá okkur í sumar að við erum ekki nógu góðir í fyrri hálfleik og svo þarf eitthvað að skamma okkur í hálfleik og þá komum við betri í seinni. „Mér fannst við betri í seinni hálfleik og hefðum getað jafnað þetta þarna Í blálokin. Við fengum mjög gott færi. „Nú ætla menn bara að klára sumarið. Það er gaman að spila fótbolta. Menn gefa sig alla í þetta þó það sé lítið í húfi, bara upp á stoltið,“ sagði Hallur.
Íslenski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjá meira