Sport

Frábær endurkoma hjá Federer

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Federer mætir Marin Čilić í undanúrslitum á Opna bandaríska.
Federer mætir Marin Čilić í undanúrslitum á Opna bandaríska. Vísir/Getty
Svisslendingurinn Roger Federer er kominn í undanúrslit á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis eftir sigur á Frakkanum Gaël Monfils í átta-manna úrslitum.

Það blés þó ekki byrlega fyrir Federer framan af leiknum, en Monfils vann tvö fyrstu settin, 6-4 og 6-3. Svisslendingnum tókst að snúa dæminu sér í vil og vann næstu þrjú settin (6-4, 7-5, 6-2) og tryggði sér sæti í undanúrslitunum.

Þar mætir Federer Króatanum Marin Čilić sem vann öruggan sigur á Tomáš Berdych í þremur settum, 6-2, 6-4, 7-6, í hinni viðureign gærdagsins í átta-manna úrslitum.

Federer, sem situr í öðru sæti heimslistans, vann Opna bandaríska fimm ár í röð (2004-2008), en hann hefur ekki komist í úrslit mótsins frá árinu 2009.

Undanúrslit í karlaflokki á Opna bandaríska:

Novak Djokovic - Kei Nishikori

Roger Federer - Marin Čilić

Monfils missti unnin leik niður í tap.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Djokovic í undanúrslit

Novak Djokovic bar sigurorð af Andy Murray í átta-manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem stendur nú yfir í New York.

Wozniacki skellti Sharapovu

Fyrrum unnusta kylfingsins Rory McIlroy, Caroline Wozniacki, blómstrar á vellinum líkt og Rory eftir skilnaðinn.

Murray og Djokovic mætast

Andy Murray og Novak Djokovic mætast í átta-manna úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×