Viðar Örn: Held ég hafi getuna til að spila í stærri deild Anton Ingi Leifsson skrifar 6. september 2014 12:30 Viðar fagnar marki með Vålerenga. Mynd/Vålerenga Viðar Örn Kjartansson, framherji Vålerenga og íslenska landsliðsins, er spenntur fyrir leiknum gegn Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins á þriðjudag. Viðar segir Tyrki vera með hörkulið. „Ég er mjög spenntur eins og flestir strákarnir. Það verður gaman að byrja þetta mót og það er mikilvægt að byrja vel," sagði Viðar Örn við Vísi. „Það væri nátturlega draumur að byrja með sigri. Við gerðum það í síðustu undankeppni gegn Noregi og það væri frábært að gera það, en þetta verður hörkuleikur." „Við erum búnir að fylgjast vel með þeim og þeir skora flest mörk sín úr fyrirgjöfum og skyndisóknum. Þetta er hörkulið og við erum búnir að athuga hvað við þurfum að gera til að stoppa þá." Viðar var sammála undirrituðum að Tyrkir væru með afar sterka einstaklinga, en sagði ennfremur að liðið þyrfti þá að vinna sem ein liðsheild. „Það er þá undir okkur komið að vera ein sterk liðsheild og nýta okkar hæfilega til að ná góðum úrsiltum. Við þurfum að samstilla okkur og vera klárir í hörkuleik." „Það er frábært að vera hluti af þessum hóp og mikill heiður. Þetta er rosa sterkt lið og vonandi get ég fært hópnum eitthvað." Viðar hefur leikið á alls oddi með Vålerenga og er markahæstur í norsku úrvalsdeildinni sem stendur. Tíðrætt var um að Viðar Örn gæti verið á leið frá norska liðinu, en Vålerenga neitaði öllum tilboðum í Viðar. „Það var áhugi og það komu tilboð, en það var sagt nei við öllum tilboðunum held ég. Ég klára því tímabilið með Vålerenga og svo sjáum við bara til eftir tímabilið; annað hvort í janúar eða næsta sumar. „Ég var ekki nálægt því að fara, en það er búið að ganga mjög vel. Ég væri til í að sjá hvar ég myndi standa í stærri deild og ég held að ég hafi getuna í það." „Ég er 25 ára á næsta ári og maður þarf að taka réttar ákvarðanir," sagði Viðar Örn við Vísi að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, framherji Vålerenga og íslenska landsliðsins, er spenntur fyrir leiknum gegn Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins á þriðjudag. Viðar segir Tyrki vera með hörkulið. „Ég er mjög spenntur eins og flestir strákarnir. Það verður gaman að byrja þetta mót og það er mikilvægt að byrja vel," sagði Viðar Örn við Vísi. „Það væri nátturlega draumur að byrja með sigri. Við gerðum það í síðustu undankeppni gegn Noregi og það væri frábært að gera það, en þetta verður hörkuleikur." „Við erum búnir að fylgjast vel með þeim og þeir skora flest mörk sín úr fyrirgjöfum og skyndisóknum. Þetta er hörkulið og við erum búnir að athuga hvað við þurfum að gera til að stoppa þá." Viðar var sammála undirrituðum að Tyrkir væru með afar sterka einstaklinga, en sagði ennfremur að liðið þyrfti þá að vinna sem ein liðsheild. „Það er þá undir okkur komið að vera ein sterk liðsheild og nýta okkar hæfilega til að ná góðum úrsiltum. Við þurfum að samstilla okkur og vera klárir í hörkuleik." „Það er frábært að vera hluti af þessum hóp og mikill heiður. Þetta er rosa sterkt lið og vonandi get ég fært hópnum eitthvað." Viðar hefur leikið á alls oddi með Vålerenga og er markahæstur í norsku úrvalsdeildinni sem stendur. Tíðrætt var um að Viðar Örn gæti verið á leið frá norska liðinu, en Vålerenga neitaði öllum tilboðum í Viðar. „Það var áhugi og það komu tilboð, en það var sagt nei við öllum tilboðunum held ég. Ég klára því tímabilið með Vålerenga og svo sjáum við bara til eftir tímabilið; annað hvort í janúar eða næsta sumar. „Ég var ekki nálægt því að fara, en það er búið að ganga mjög vel. Ég væri til í að sjá hvar ég myndi standa í stærri deild og ég held að ég hafi getuna í það." „Ég er 25 ára á næsta ári og maður þarf að taka réttar ákvarðanir," sagði Viðar Örn við Vísi að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Spánn | Evrópumeistararnir mæta á Parken Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Sjá meira