Mörg góð skor á fyrsta hring á Barclays 22. ágúst 2014 11:18 Adam Scott lék Ridgewood völlinn á tveimur undir pari í gær. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Bo Van Pelt leiðir eftir fyrsta hring á Barclays mótinu sem hófst í gær en hann lék Ridgewood völlinn á 65 höggum eða sex undir pari. Alls deila níu kylfingar öðru sætinu á fimm höggum undir pari en skor keppenda var almennt gott á fyrsta hring.Rory McIlroy var þó í tómu tjóni en hann lék á 74 höggum eða þremur yfir pari. Hann er meðal neðstu manna og sagði við fréttamenn eftir hringinn að hann hefði átt erilsama viku að baki sem hefði tekið sinn toll. Hann var í vikunni sem leið gestur í kvöldþætti Jimmy Fallon ásamt Tiger Woods en hann var einnig heiðursgestur á leik Manchester United og Swansea á Old Trafford um síðustu helgi. Þrátt fyrir að McIlroy hafi leikið illa eru mörg þekkt nöfn ofarlega á skortöflunni en Justin Rose, Ernie Els, Bubba Watson og Rickie Fowler eru allir á þremur höggum undir pari.Adam Scott er á tveimur höggum undir en Sergio Garcia og Phil Mickelson byrjuðu rólega og komu inn á sléttu pari. Annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:00 í kvöld. Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bo Van Pelt leiðir eftir fyrsta hring á Barclays mótinu sem hófst í gær en hann lék Ridgewood völlinn á 65 höggum eða sex undir pari. Alls deila níu kylfingar öðru sætinu á fimm höggum undir pari en skor keppenda var almennt gott á fyrsta hring.Rory McIlroy var þó í tómu tjóni en hann lék á 74 höggum eða þremur yfir pari. Hann er meðal neðstu manna og sagði við fréttamenn eftir hringinn að hann hefði átt erilsama viku að baki sem hefði tekið sinn toll. Hann var í vikunni sem leið gestur í kvöldþætti Jimmy Fallon ásamt Tiger Woods en hann var einnig heiðursgestur á leik Manchester United og Swansea á Old Trafford um síðustu helgi. Þrátt fyrir að McIlroy hafi leikið illa eru mörg þekkt nöfn ofarlega á skortöflunni en Justin Rose, Ernie Els, Bubba Watson og Rickie Fowler eru allir á þremur höggum undir pari.Adam Scott er á tveimur höggum undir en Sergio Garcia og Phil Mickelson byrjuðu rólega og komu inn á sléttu pari. Annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira