Rory McIlroy snæddi með Bill Clinton 29. ágúst 2014 20:00 Það fór vel á með McIlroy og Clinton. Twitter/RoryMcIlroy Rory McIlroy nýtur lífsins þessa dagana en hann hefur sigrað á tveimur risamótum og einu heimsmóti í golfi á undanförnum vikum. Hann var heiðursgestur á leik Manchester United og Swansea í ensku úrvalsdeildinni á dögunum og skellti sér síðan í spjallþátt Jimmy Fallon í síðustu viku ásamt Tiger Woods. Rory McIlroy lék á Barclays mótinu um síðustu helgi og endaði í 22. sæti en hann viðurkenndi í kjölfarið að hann þyrfti að einbeita sér betur að golfinu á komandi vikum. Það stöðvaði hann þó ekki í að taka stuttan hádegisverð í fyrradag með Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta, en Clinton er sjálfur liðtækur kylfingur með rúmlega 11 í forgjöf. Þeir hittust á Sebonack vellinum á Long Island í New Jersey en McIlroy hefur á undanförnum dögum verið að undirbúa sig undir Deutsche Bank Championship sem fram fer á TPC Boston. McIlroy skrifaði á Twitter síðu sína að það væri ávalt sönn ánægja að hitta Clinton en forsetinn fyrrverandi verður heiðursgestur á Deutsche Bank Championship sem hefst í dag. Golfstöðin mun sýna beint frá mótinu og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 18:30. Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy nýtur lífsins þessa dagana en hann hefur sigrað á tveimur risamótum og einu heimsmóti í golfi á undanförnum vikum. Hann var heiðursgestur á leik Manchester United og Swansea í ensku úrvalsdeildinni á dögunum og skellti sér síðan í spjallþátt Jimmy Fallon í síðustu viku ásamt Tiger Woods. Rory McIlroy lék á Barclays mótinu um síðustu helgi og endaði í 22. sæti en hann viðurkenndi í kjölfarið að hann þyrfti að einbeita sér betur að golfinu á komandi vikum. Það stöðvaði hann þó ekki í að taka stuttan hádegisverð í fyrradag með Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta, en Clinton er sjálfur liðtækur kylfingur með rúmlega 11 í forgjöf. Þeir hittust á Sebonack vellinum á Long Island í New Jersey en McIlroy hefur á undanförnum dögum verið að undirbúa sig undir Deutsche Bank Championship sem fram fer á TPC Boston. McIlroy skrifaði á Twitter síðu sína að það væri ávalt sönn ánægja að hitta Clinton en forsetinn fyrrverandi verður heiðursgestur á Deutsche Bank Championship sem hefst í dag. Golfstöðin mun sýna beint frá mótinu og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 18:30.
Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira