Handbolti

ÍR-ingar fara nýja leið til að safna fyrir nýrri lyftingaraðstöðu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Vilhelm
ÍR-ingar ætlar að reyna að slá tvær flugur í einu höggi á morgun um leið og þeir fara óhefðbundna leið til að safna fyrir nýrri lyftingaraðstöðu fyrir Handknattleiksdeild félagsins.

ÍR heldur þá Softballmót ÍR í fyrsta sinn en markmiðið er að safna pening til að bæta lyftingaraðstöðu ÍR-inga og skemmta sér vel saman bæði á meðan mótinu stendur sem og eftir það.

„ÍR er eitt elsta og stærsta félag landsins og er öll umgjörð og aðstaða liðsins til fyrirmyndar fyrir utan að það þarf að bæta lyftingaraðstöðuna. Og í staðinn fyrir að bíða eftir því að fá hana upp í hendurnar þá ætlum við ÍR ingar að græja það sjálf," segir Bjarni Fritzson, annar þjálfara karlaliðs ÍR í Olís-deildinni.

Reglur mótsins verða í anda strandhandboltans, fimm inn á í einu, hægt að skora tvö mörk í einu og skrýtnar refsingar fyrir gróf brot. „Mótið er sett upp sem söfnunar og skemmtimót. Við verðum með plötusnúð og frábæran kynni á mótinu sjálfu. Leikreglurnar eru síðan í léttari lagi svolítið í anda strandhandboltans hans Halla," segir Bjarni.

Um kvöldið hittast keppendur síðan í ÍR heimilinu þar boðið verður upp á léttar veitingar. Fyrstu softballmeistarar ÍR verða ekki aðeins krýndur því veitt verða ýmis önnur verðlaun þar á meðal fyrir flottustu búningana. Kvöldið endar síðan á leikmannauppboði.

„Það passar við ætlum slútta þessum frábæra degi í ÍR heimilinu um kvöldið þar sem verður skemmtileg verðlaunaafhending og leikmanna uppboð sem við erum að prófa í fyrsta sinn. En þar gefst gestum að kaupa krafta leikmanna í smá stund. Þetta uppboð er að mestu leyti til gamans gert en allur ágóðinn af því fer einnig í lyftingaraðstöðuna," segir Bjarni og bætir við:

„Softballmótið byrjar á slaginu tólf og er áætlað að úrslitaleikurinn verði spilað í kringum fimm leytið.  Partýið byrjar síðan klukkan 20:00 og hvetjum við sem flesta að mæta og koma sér í gírinn fyrir þessa frábærum handboltavertíð sem er framundan."

Skráning fer fram á [email protected] mótsgjaldið er fjórtán þúsund krónur á lið (tvö þúsund krónur á mann miðað við sjö manna lið) og rennur peningurinn óskipt í að bæta lyftingaraðstöðuna hjá ÍR. Aldurstakmarkið er 16 ár og það er takmark á fjölda liða og því  er mikilvægt að skrá sig sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×