Magnaður McIlroy sigraði á Firestone 4. ágúst 2014 00:37 Sergio Garcia þakkar McIlroy fyrir spennandi keppni í kvöld. AP/Getty Rory McIlroy fór á kostum á lokahring Bridgestone Invitational sem kláraðist í kvöld en Norður-Írinn ungi sigraði mótið með tveimur höggum. Spánverjinn Sergio Garcia var með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn en hann lék illa í dag og kom inn á 71 höggi eða einu yfir pari. McIlroy nýtti sér það en hann lék á 66 höggum eða fjórum undir pari og tryggði sér glæsilega sigur. Garcia nagar sig eflaust í handabökin eftir að hafa leitt mótið nánast frá byrjun en hann átti ekkert svar við frábærum leik McIlroy á lokahringnum. Ástralinn Marc Leishman tryggði sér þriðja sætið en það er hans besti árangur á heimsóti í golfi á ferlinum hingað til. Það virðist fátt geta stöðvað Rory McIlroy þessa dagana en hann sigraði Opna breska meistaramótið með glæsibrag fyrir stuttu. Augu margra voru á Tiger Woods þessa helgina en hann gerði ekki gott mót og neyddist til þess að hætta keppni á lokahringum eftir að hafa fengið slæman hnykk á bakið á 9. holu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er síðasta risamót ársins en PGA meistaramótið fer fram á hinum sögufræga Valhalla velli þar sem Ryderbikarinn fór fram árið 2008. Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy fór á kostum á lokahring Bridgestone Invitational sem kláraðist í kvöld en Norður-Írinn ungi sigraði mótið með tveimur höggum. Spánverjinn Sergio Garcia var með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn en hann lék illa í dag og kom inn á 71 höggi eða einu yfir pari. McIlroy nýtti sér það en hann lék á 66 höggum eða fjórum undir pari og tryggði sér glæsilega sigur. Garcia nagar sig eflaust í handabökin eftir að hafa leitt mótið nánast frá byrjun en hann átti ekkert svar við frábærum leik McIlroy á lokahringnum. Ástralinn Marc Leishman tryggði sér þriðja sætið en það er hans besti árangur á heimsóti í golfi á ferlinum hingað til. Það virðist fátt geta stöðvað Rory McIlroy þessa dagana en hann sigraði Opna breska meistaramótið með glæsibrag fyrir stuttu. Augu margra voru á Tiger Woods þessa helgina en hann gerði ekki gott mót og neyddist til þess að hætta keppni á lokahringum eftir að hafa fengið slæman hnykk á bakið á 9. holu. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er síðasta risamót ársins en PGA meistaramótið fer fram á hinum sögufræga Valhalla velli þar sem Ryderbikarinn fór fram árið 2008.
Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira