Tiger Woods staðfestir þátttöku sína á PGA-meistaramótinu 7. ágúst 2014 11:39 Það verður spennandi að fylgjast með Tiger Woods um helgina. AP/Getty Mikil óvissa hefur verið með þátttöku Tiger Woods á PGA-meistaramótinu sem fram fer á Valhalla-vellinum og hefst í dag. Woods þurfti að hætta leik á lokahring Bridgestone Invitational í síðustu viku vegna verkja í baki en hann er, eins og flestir golfáhugamenn vita, nýkominn úr löngu fríi vegna aðgerðar sem hann fór í á baki. Það leit alls ekki út fyrir að hann yrði með á þessu síðasta risamóti ársins en þegar hann hætti leik síðasta sunnudag virtist hann vera mjög þjáður. Það kom því töluvert á óvart þegar þær fréttir bárust í gær að Woods myndi leika æfingahring fyrir mótið og eftir hringinn staðfesti hann svo þátttöku sína. „Ég hef unnið mikið með sjúkraþjálfaranum mínum undanfarna viku og ég finn ekki fyrir neinum sársauka eins og er,“ sagði Woods við fréttamenn eftir æfingahringinn í gær. „Ef bakið fer að vera með leiðindi þá verður hann með mér alla vikuna og ætti að geta hjálpað mér að klára mótið.“ Spurður út í væntingar fyrir mótið eftir undanfarna erfileika var svar þessa vinsæla kylfings stutt. „Ég ætla mér að vinna þetta.“ PGA-meistaramótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 17:00. Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mikil óvissa hefur verið með þátttöku Tiger Woods á PGA-meistaramótinu sem fram fer á Valhalla-vellinum og hefst í dag. Woods þurfti að hætta leik á lokahring Bridgestone Invitational í síðustu viku vegna verkja í baki en hann er, eins og flestir golfáhugamenn vita, nýkominn úr löngu fríi vegna aðgerðar sem hann fór í á baki. Það leit alls ekki út fyrir að hann yrði með á þessu síðasta risamóti ársins en þegar hann hætti leik síðasta sunnudag virtist hann vera mjög þjáður. Það kom því töluvert á óvart þegar þær fréttir bárust í gær að Woods myndi leika æfingahring fyrir mótið og eftir hringinn staðfesti hann svo þátttöku sína. „Ég hef unnið mikið með sjúkraþjálfaranum mínum undanfarna viku og ég finn ekki fyrir neinum sársauka eins og er,“ sagði Woods við fréttamenn eftir æfingahringinn í gær. „Ef bakið fer að vera með leiðindi þá verður hann með mér alla vikuna og ætti að geta hjálpað mér að klára mótið.“ Spurður út í væntingar fyrir mótið eftir undanfarna erfileika var svar þessa vinsæla kylfings stutt. „Ég ætla mér að vinna þetta.“ PGA-meistaramótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira