Áhorfandi reyndi ítrekað að trufla Rory 21. júlí 2014 15:02 McIlroy bendir mótshöldurum á manninn sem truflaði hann. AP/Getty Rory McIlroy sigraði á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist í gær eins og flestir golfáhugamenn vita. Hann stóðst pressuna á lokahringnum á Hoylake þar sem Sergio Garcia og Rickie Fowler sóttu hart að honum en sigurinn var hans þriðji á risamóti í golfi á ferlinum. Garcia og Fowler voru þó ekki þeir einu sem hann þurfti að eiga við á lokahringnum en áhorfandi á mótinu fylgdi honum eftir og reyndi markvisst að trufla hann. Á 16. holu var svo kornið sem fyllti mælinn þar sem áhorfandinn, sem var ungur maður í skotapilsi, hóstaði í miðri sveiflu McIlroy. Norður-Írski kylfingurinn var ekki sáttur og benti mótshöldurum á manninn sem var umsvifalaust vikið af svæðinu. Sem betur fer smellhitti McIlroy upphafshögg sitt niður miðja braut og fékk fugl á holuna þar sem hann náði aftur þriggja högga forystu í mótinu. „Hann hafði truflað mig í allan dag, ég reyndi að leiða þetta hjá mér fyrstu 15 holurnar en þegar að hann hóstaði í miðri sveiflu hjá mér á 16. holu þá fannst mér vera komið nóg,“ sagði McIlroy við fréttamenn eftir hringinn. „Ég veit ekkert hver þessi maður var eða af hverju hann vildi reyna að trufla mig, sem betur fer tóku mótshaldarar á málinu og ég gat spilað síðustu tvær holurnar í friði, það var miklu betra.“ Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy sigraði á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist í gær eins og flestir golfáhugamenn vita. Hann stóðst pressuna á lokahringnum á Hoylake þar sem Sergio Garcia og Rickie Fowler sóttu hart að honum en sigurinn var hans þriðji á risamóti í golfi á ferlinum. Garcia og Fowler voru þó ekki þeir einu sem hann þurfti að eiga við á lokahringnum en áhorfandi á mótinu fylgdi honum eftir og reyndi markvisst að trufla hann. Á 16. holu var svo kornið sem fyllti mælinn þar sem áhorfandinn, sem var ungur maður í skotapilsi, hóstaði í miðri sveiflu McIlroy. Norður-Írski kylfingurinn var ekki sáttur og benti mótshöldurum á manninn sem var umsvifalaust vikið af svæðinu. Sem betur fer smellhitti McIlroy upphafshögg sitt niður miðja braut og fékk fugl á holuna þar sem hann náði aftur þriggja högga forystu í mótinu. „Hann hafði truflað mig í allan dag, ég reyndi að leiða þetta hjá mér fyrstu 15 holurnar en þegar að hann hóstaði í miðri sveiflu hjá mér á 16. holu þá fannst mér vera komið nóg,“ sagði McIlroy við fréttamenn eftir hringinn. „Ég veit ekkert hver þessi maður var eða af hverju hann vildi reyna að trufla mig, sem betur fer tóku mótshaldarar á málinu og ég gat spilað síðustu tvær holurnar í friði, það var miklu betra.“
Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira