Angel Cabrera sigraði eftir æsispennandi lokahring 7. júlí 2014 09:36 Angel Cabrera hafði ástæðu til að fagna í gær. AP/Getty Lokahringurinn á Greenbrier Classic sem fram fór í gær var hin mesta skemmtun en Argentínumaðurinn Angel Cabrera sigraði á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni í fimm ár. Fyrir lokahringinn leiddi Bandaríkjamaðurinn Billy Hurley en hann spilaði sig fljótt úr baráttu efstu manna með fjórum skollum á fyrri níu holunum á Old White TPC vellinum. Á meðan fékk landi hans George McNeill hvern fuglinn á fætur öðrum en hann lék lokahringinn á 61 höggi eða níu undir pari og gerði sér einnig lítið fyrir og fór holu í höggi á áttundu holu. McNeil var í forystu þangað til að Angel Cabrera ákvað að setja í fluggírinn en á seinni níu holunum á lokahringnum fékk hann þrjá fugla og glæsilegan örn á 13. holu. Það dugði til en Cabrera sigraði mótið á samtals 16 höggum undir pari. George McNeill kom annar á 14 höggum undir pari en fyrrum US Open meistarinn Webb Simpson nældi sér í þriðja sætið á 10 undir með góðum lokahring upp á 63 högg. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er John Deere Classic en þar á ungstirnið Jordan Spieth titil að verja. Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lokahringurinn á Greenbrier Classic sem fram fór í gær var hin mesta skemmtun en Argentínumaðurinn Angel Cabrera sigraði á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni í fimm ár. Fyrir lokahringinn leiddi Bandaríkjamaðurinn Billy Hurley en hann spilaði sig fljótt úr baráttu efstu manna með fjórum skollum á fyrri níu holunum á Old White TPC vellinum. Á meðan fékk landi hans George McNeill hvern fuglinn á fætur öðrum en hann lék lokahringinn á 61 höggi eða níu undir pari og gerði sér einnig lítið fyrir og fór holu í höggi á áttundu holu. McNeil var í forystu þangað til að Angel Cabrera ákvað að setja í fluggírinn en á seinni níu holunum á lokahringnum fékk hann þrjá fugla og glæsilegan örn á 13. holu. Það dugði til en Cabrera sigraði mótið á samtals 16 höggum undir pari. George McNeill kom annar á 14 höggum undir pari en fyrrum US Open meistarinn Webb Simpson nældi sér í þriðja sætið á 10 undir með góðum lokahring upp á 63 högg. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er John Deere Classic en þar á ungstirnið Jordan Spieth titil að verja.
Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira