Fellur 21 árs gamalt heimsmet í hástökki í Róm í kvöld? Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2014 11:45 Ólympíumeistarinn Ivan Ukohv er búinn að stökkva 2,41 metra utanhúss á árinu. Vísir/getty Demantamótaröðin í frjálsíþróttum heldum áfram í kvöld þegar fjórða mót ársins fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsendingin hefst klukkan 18.00. Hástökk karla náði aftur nýjum hæðum á heimsmeistaramótinu í Moskvu á síðasta ári sem Úkraínumaðurinn BohdanBondarenko vann með stökki upp á 2,41 metra. Samkeppnin er svakaleg í hástökkinu og styttist í að 21 árs gamalt heimsmet Kúbverjans JaviersSotomayors falli en hann stökk 2,45 metra í Salamanca á Spáni árið 1993. Fjórir bestu hástökkvarar heims í dag hafa allir stokkið yfir 2,40 metra á ferlinum og aðeins einn þeirra hefur ekki farið yfir þá hæð á árinu. Þetta eru þeir Ivan Ukhov frá Rússlandi, Ólympíumeistari, DerekDrouin frá Kanada, Mutaz Essa Barshim frá Katar og heimsmeistarinn BohdanBondarenko frá Úkraínu.Mutaz Essa Barshim, Bohdan Bondarenko og Derek Drouin keppa allir í kvöld ásamt Ukhov.vísir/gettyÓlympíumeistarinn Ivan Ukhov stökk 2,42 metra innanhúss í Prag í febrúar en það er næstbesta stökk sögunnar á eftir heimsmeti Sotomayors. Ukhov byrjaði tímabilið svo vel utandyra og stökk 2,41 metra þegar hann vann fyrsta Demantamótið í Doha í Katar í síðasta mánuði. Þegar Ukhov stökk fyrst yfir 2,40 metra árið 2009 var hann aðeins ellefti maðurinn í sögunni til að gera slíkt. Í kvöld keppa fjórir sem hafa farið yfir þá hæð. Auk hástökksins verða margar aðrar frábærar keppnir á dagskrá í kvöld en mótið í Róm lokkar jafnan skærustu stjörnur heims til sín.Shelly-Ann Fraser-Pryce keppir í 200 metra hlaupi.Vísir/getty1.500 metra hlaupið í Róm er alltaf ein vinsælasta greinin en heimsmet Marokkómannsins Hicham El Guerrouj frá því 1998 var sett á þessu móti. Í kvöld mætast heimsmeistarinn utanhúss, AsbelKiprop frá Kenía og heimsmeistarinn innanhúss, AyanlehSouleiman frá Djíbútí.Shelly-Ann Fraser-Pryce mætir aftur til leiks í 200 metra hlaupi kvenna sem og heimsmeistari kvenna í 800 metra hlaupi, Eunice Sum frá Kenía.Genzebe Dibaba, sem drottnaði yfir langhlaupunum á innanhústímabilinu, spreytir sig í 5.000 metrunum, fyrsta hlaupi sínu utanhúss á árinu, og þá mæta til leiks allar þrjár konurnar sem unnu til verðlauna í langstökki kvenna á HM í Moskvu á síðasta ári. Frjálsar íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Sjá meira
Demantamótaröðin í frjálsíþróttum heldum áfram í kvöld þegar fjórða mót ársins fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsendingin hefst klukkan 18.00. Hástökk karla náði aftur nýjum hæðum á heimsmeistaramótinu í Moskvu á síðasta ári sem Úkraínumaðurinn BohdanBondarenko vann með stökki upp á 2,41 metra. Samkeppnin er svakaleg í hástökkinu og styttist í að 21 árs gamalt heimsmet Kúbverjans JaviersSotomayors falli en hann stökk 2,45 metra í Salamanca á Spáni árið 1993. Fjórir bestu hástökkvarar heims í dag hafa allir stokkið yfir 2,40 metra á ferlinum og aðeins einn þeirra hefur ekki farið yfir þá hæð á árinu. Þetta eru þeir Ivan Ukhov frá Rússlandi, Ólympíumeistari, DerekDrouin frá Kanada, Mutaz Essa Barshim frá Katar og heimsmeistarinn BohdanBondarenko frá Úkraínu.Mutaz Essa Barshim, Bohdan Bondarenko og Derek Drouin keppa allir í kvöld ásamt Ukhov.vísir/gettyÓlympíumeistarinn Ivan Ukhov stökk 2,42 metra innanhúss í Prag í febrúar en það er næstbesta stökk sögunnar á eftir heimsmeti Sotomayors. Ukhov byrjaði tímabilið svo vel utandyra og stökk 2,41 metra þegar hann vann fyrsta Demantamótið í Doha í Katar í síðasta mánuði. Þegar Ukhov stökk fyrst yfir 2,40 metra árið 2009 var hann aðeins ellefti maðurinn í sögunni til að gera slíkt. Í kvöld keppa fjórir sem hafa farið yfir þá hæð. Auk hástökksins verða margar aðrar frábærar keppnir á dagskrá í kvöld en mótið í Róm lokkar jafnan skærustu stjörnur heims til sín.Shelly-Ann Fraser-Pryce keppir í 200 metra hlaupi.Vísir/getty1.500 metra hlaupið í Róm er alltaf ein vinsælasta greinin en heimsmet Marokkómannsins Hicham El Guerrouj frá því 1998 var sett á þessu móti. Í kvöld mætast heimsmeistarinn utanhúss, AsbelKiprop frá Kenía og heimsmeistarinn innanhúss, AyanlehSouleiman frá Djíbútí.Shelly-Ann Fraser-Pryce mætir aftur til leiks í 200 metra hlaupi kvenna sem og heimsmeistari kvenna í 800 metra hlaupi, Eunice Sum frá Kenía.Genzebe Dibaba, sem drottnaði yfir langhlaupunum á innanhústímabilinu, spreytir sig í 5.000 metrunum, fyrsta hlaupi sínu utanhúss á árinu, og þá mæta til leiks allar þrjár konurnar sem unnu til verðlauna í langstökki kvenna á HM í Moskvu á síðasta ári.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Sjá meira