Facebook mun opinbera kjósendur Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2014 09:59 Zuckerberg vill fjölga notendum síðunum enn frekar með kosningahnappnum. VISIR/AFP Facebook mun kynna til sögunnar á næstu dögum nýjar útfærslur á forriti sem gerir fólki kleift að tilkynna vinum sínum að það hafi kosið. Tæknin er kynnt til sögunnar í aðdraganda þeirra fjöldamörgu kosninga sem fara fram á alþjóðavísu í ár. Tæknin hefur áður verið prufukeyrð, þá í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2012 og er áætlað að um 9 milljónir Bandaríkjamanna hafi nýtt sér tæknina. Nýja útfærslan var aðgengileg indverskum kjósendum er þeir kusu sér nýjan forsætisráðherra, Narendra Modi, í fjölmennustu kosningnum sögunnar sem fóru fram á liðnum vikum. Meira en 4 milljónir Indverja smelltu þá á „Ég er kjósandi“-hnappinn sem birtist á Facebook-síðum þeirra. Er þessi tækni liður í því færa þjónustu fyrirtækisins inn á fleiri svið dagslegs lífs notenda vefsíðunnar. Takkinn mun birtast á Facebook-síðum þeirra sem atkvæðabærir eru í kosningum til Evrópuþingsins nú í sumar. Einnig munu íbúar Kólumbíu, Suður-Kóreu, Svíþjóðar, Skotalands, Nýja Sjálands og Brasilíu ekki fara varhluta af hnappnum sem tjáir Facebook-vinum notandans að þeir hafi kosið, þó ekkert sé gefið upp um það hver atkvæðið hlaut. Facebook býst við því að um 400 milljón manns muni sjá kjósendum bregða fyrir á vefsíðunni í ár sem er ríflega þriðjungur heildarnotenda Facebook. Frekar upplýsingar má nálgast á vefsíðu Telegraph. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook mun kynna til sögunnar á næstu dögum nýjar útfærslur á forriti sem gerir fólki kleift að tilkynna vinum sínum að það hafi kosið. Tæknin er kynnt til sögunnar í aðdraganda þeirra fjöldamörgu kosninga sem fara fram á alþjóðavísu í ár. Tæknin hefur áður verið prufukeyrð, þá í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2012 og er áætlað að um 9 milljónir Bandaríkjamanna hafi nýtt sér tæknina. Nýja útfærslan var aðgengileg indverskum kjósendum er þeir kusu sér nýjan forsætisráðherra, Narendra Modi, í fjölmennustu kosningnum sögunnar sem fóru fram á liðnum vikum. Meira en 4 milljónir Indverja smelltu þá á „Ég er kjósandi“-hnappinn sem birtist á Facebook-síðum þeirra. Er þessi tækni liður í því færa þjónustu fyrirtækisins inn á fleiri svið dagslegs lífs notenda vefsíðunnar. Takkinn mun birtast á Facebook-síðum þeirra sem atkvæðabærir eru í kosningum til Evrópuþingsins nú í sumar. Einnig munu íbúar Kólumbíu, Suður-Kóreu, Svíþjóðar, Skotalands, Nýja Sjálands og Brasilíu ekki fara varhluta af hnappnum sem tjáir Facebook-vinum notandans að þeir hafi kosið, þó ekkert sé gefið upp um það hver atkvæðið hlaut. Facebook býst við því að um 400 milljón manns muni sjá kjósendum bregða fyrir á vefsíðunni í ár sem er ríflega þriðjungur heildarnotenda Facebook. Frekar upplýsingar má nálgast á vefsíðu Telegraph.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira