Thomas Björn jafnaði vallarmetið á Wentworth 22. maí 2014 12:28 Thomas Björn fór á kostum í morgun Getty Daninn Thomas Björn hefur tekið afgerandi forystu á BMW PGA meistaramótinu sem hófst í morgun en Björn lék Wentworth völlinn í Englandi á 62 höggum eða tíu höggum undir pari. Það er jafnframt jöfnun á vallarmetinu en hann fékk átta fugla, einn örn og níu pör á hringnum. Enginn bjóst við jafn góðri frammistöðu frá Thomas Björn en hann var töluvert frá því að ná niðurskurðinum á Opna spænska meistaramótinu sem fram fór í síðustu viku. „Ég bjóst ekki við þessu, hef ekki verið að spila mjög vel undanfarið en þetta var einn af þessum dögum þar sem allt gekk eftir,“ sagði Björn við fréttamenn eftir hringinn. „Það gekk ekki einu sinni vel á æfingahringnum í gær en stundum er golf bara svona, maður finnur sig allt í einu.“ Í öðru sæti eins og er Suður-Afríkumaðurinn Justin Walters á fimm undir pari eftir hring upp á 67 högg. BMW PGA meistaramótið er stærsta mót Evrópumótaraðarinnar ár hvert og taka allir bestu kylfingar mótaraðarinnar þátt. Mikil rigning hefur verið á Wentworth vellinum í dag sem hefur mýkt hann töluvert og því hafa mörg góð skor sést. Veðrið hefur þó líka sett strik í reikninginn en fresta þurfti leik í 45 mínútur nú í hádeginu vegna eldingahættu. Leikur hefur þó hafist að nýju og meðal þeirra sem eiga eftir að hefja leik á fyrsta hring eru Justin Rose, Lee Westwood og Rory McIlroy. Sýnt verður beint frá síðustu tveimur hringjum á BMW PGA meistaramótinu á Golfstöðinni um helgina en í kvöld klukkan 19:00 hefst beint útsending frá fyrsta hring á Crowne Plaza Invitational sem hluti er af PGA-mótaröðinni. Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Daninn Thomas Björn hefur tekið afgerandi forystu á BMW PGA meistaramótinu sem hófst í morgun en Björn lék Wentworth völlinn í Englandi á 62 höggum eða tíu höggum undir pari. Það er jafnframt jöfnun á vallarmetinu en hann fékk átta fugla, einn örn og níu pör á hringnum. Enginn bjóst við jafn góðri frammistöðu frá Thomas Björn en hann var töluvert frá því að ná niðurskurðinum á Opna spænska meistaramótinu sem fram fór í síðustu viku. „Ég bjóst ekki við þessu, hef ekki verið að spila mjög vel undanfarið en þetta var einn af þessum dögum þar sem allt gekk eftir,“ sagði Björn við fréttamenn eftir hringinn. „Það gekk ekki einu sinni vel á æfingahringnum í gær en stundum er golf bara svona, maður finnur sig allt í einu.“ Í öðru sæti eins og er Suður-Afríkumaðurinn Justin Walters á fimm undir pari eftir hring upp á 67 högg. BMW PGA meistaramótið er stærsta mót Evrópumótaraðarinnar ár hvert og taka allir bestu kylfingar mótaraðarinnar þátt. Mikil rigning hefur verið á Wentworth vellinum í dag sem hefur mýkt hann töluvert og því hafa mörg góð skor sést. Veðrið hefur þó líka sett strik í reikninginn en fresta þurfti leik í 45 mínútur nú í hádeginu vegna eldingahættu. Leikur hefur þó hafist að nýju og meðal þeirra sem eiga eftir að hefja leik á fyrsta hring eru Justin Rose, Lee Westwood og Rory McIlroy. Sýnt verður beint frá síðustu tveimur hringjum á BMW PGA meistaramótinu á Golfstöðinni um helgina en í kvöld klukkan 19:00 hefst beint útsending frá fyrsta hring á Crowne Plaza Invitational sem hluti er af PGA-mótaröðinni.
Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira