Stóns með tvenna tónleika á Íslandi 19. maí 2014 23:45 Stóns kunna svo sannarlega að bregða sér í líki Rolling Stones. Mynd/einkasafn „Við vildum gera eitthvað stórt og mikið og nú er allt að gerast,“ segir Björn Stefánsson Jagger, söngvari hljómsveitarinnar Stóns sem leikur lög til heiðurs Rolling Stones. Fyrirhugaðir eru tvennir stórir tónleikar, annars vegar þann 4. október í Háskólabíói og þann 10. október í Hofi á Akureyri. „Þetta hefur alltaf verið að stækka hjá okkur með hverju árinu. Fyrsta giggið okkar var á Players árið 2009 en nú er það Háskólabíó og Hof,“ bætir Bjössi við. Hljómsveitina Stóns skipa ásamt Bjössa þeir, Bjarni Magnús Sigurðarsson gítarleikari, Birgir Ísleifur Gunnarsson píanóleikari, Karl Daði Lúðvíksson bassaleikari og Frosti Runólfsson trommuleikari, en þeir eru allir vel kunnir tónlistarbransanum. Bjössi er líklega best þekktastur fyrir að vera trommuleikari hljómsveitarinnar Mínus. Hvort er skemmtilegra að sitja á bak við settið eða vera fremst á sviðinu? „Þetta er ólíkt en bæði ótrúlega skemmtilegt. Ég hafði ekki mikið sungið áður en Stóns var stofnuð, nema bara í sturtu og svona. Andrea Jónsdóttir plötusnúður kenndi mér svo að halda rétt á míkrafóni fyrir fyrsta giggið okkar,“ útskýrir Bjössi. Stóns varð upphaflega til sem einhvers konar grín í partýi. „Ég og Bjarni vorum oftast fíflast í partýjum á árum áður, ég var sagður vera svo líkur Mick Jagger og ákváðum við bara að kýla á alvöru hljómsveit.“ Stóns ætla sér að leika öll helstu lög Rolling Stones og lofa frábærum tónleikum. „Ég lofa geggjuðum tónleikum.“ Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is. Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við vildum gera eitthvað stórt og mikið og nú er allt að gerast,“ segir Björn Stefánsson Jagger, söngvari hljómsveitarinnar Stóns sem leikur lög til heiðurs Rolling Stones. Fyrirhugaðir eru tvennir stórir tónleikar, annars vegar þann 4. október í Háskólabíói og þann 10. október í Hofi á Akureyri. „Þetta hefur alltaf verið að stækka hjá okkur með hverju árinu. Fyrsta giggið okkar var á Players árið 2009 en nú er það Háskólabíó og Hof,“ bætir Bjössi við. Hljómsveitina Stóns skipa ásamt Bjössa þeir, Bjarni Magnús Sigurðarsson gítarleikari, Birgir Ísleifur Gunnarsson píanóleikari, Karl Daði Lúðvíksson bassaleikari og Frosti Runólfsson trommuleikari, en þeir eru allir vel kunnir tónlistarbransanum. Bjössi er líklega best þekktastur fyrir að vera trommuleikari hljómsveitarinnar Mínus. Hvort er skemmtilegra að sitja á bak við settið eða vera fremst á sviðinu? „Þetta er ólíkt en bæði ótrúlega skemmtilegt. Ég hafði ekki mikið sungið áður en Stóns var stofnuð, nema bara í sturtu og svona. Andrea Jónsdóttir plötusnúður kenndi mér svo að halda rétt á míkrafóni fyrir fyrsta giggið okkar,“ útskýrir Bjössi. Stóns varð upphaflega til sem einhvers konar grín í partýi. „Ég og Bjarni vorum oftast fíflast í partýjum á árum áður, ég var sagður vera svo líkur Mick Jagger og ákváðum við bara að kýla á alvöru hljómsveit.“ Stóns ætla sér að leika öll helstu lög Rolling Stones og lofa frábærum tónleikum. „Ég lofa geggjuðum tónleikum.“ Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is.
Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira