Adam Scott: Finnst eins og ég sé í toppformi 10. apríl 2014 15:30 Græna jakkanum fylgja ýmsar skyldur. Vikan hefur verið mjög erilsöm fyrir Ástralann Adam Scott en eftir að hafa sigrað Masters mótið í fyrra hafa beðið hans ótal verkefni í vikunni þar sem hann þarf að verja titilinn. Scott bauð fyrrum meisturum á mótinu í mat eins og venjan er þar sem boðið var upp á humar og nautasteik, hann var heiðursgestur á fyrsta barna- og unglingamótinu sem haldið var á Augusta National í fyrradag ásamt því að hafa þurft að hafa verið hundeltur af fréttamönnum, enda eru augu allra á þessum 33 ára gamla kylfingi sem virðist verða vinsælli hjá golfáhugamönnum með hverju árinu. „Ég hef skemmt mér vel í vikunni þrátt fyrir að hafa verið mjög upptekinn eins og núverandi Masters sigurvegarar eru ávalt á þessum tíma,“ sagði Scott á síðasta fréttamannafundi sínum fyrir mótið. „Mér hefur tekist vel að undirbúa mig fyrir mótið, ég hef æft vel að á undanförnum vikum og mér finnst eins og ég sé í toppformi þessa dagana. Vikan hefur verið skemmtileg en nú tekur alvaran við.“ Scott lék alla æfingahringina með föður sínum, Phil Scott, en hann sagði í stuttu samtali við fréttamenn í fyrradag að hann væri virkilega stoltur af syni sínum. „Adam er mjög auðmjúkur sigurvegari, hann hefur höndlað frægðina og athyglina sem fylgir því að vera einn besti kylfingur í heimi mjög vel, hann ber virðingu fyrir öllum og hefur lagt mikið á sig til að komast í hóp þeirra allra bestu.“ Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Vikan hefur verið mjög erilsöm fyrir Ástralann Adam Scott en eftir að hafa sigrað Masters mótið í fyrra hafa beðið hans ótal verkefni í vikunni þar sem hann þarf að verja titilinn. Scott bauð fyrrum meisturum á mótinu í mat eins og venjan er þar sem boðið var upp á humar og nautasteik, hann var heiðursgestur á fyrsta barna- og unglingamótinu sem haldið var á Augusta National í fyrradag ásamt því að hafa þurft að hafa verið hundeltur af fréttamönnum, enda eru augu allra á þessum 33 ára gamla kylfingi sem virðist verða vinsælli hjá golfáhugamönnum með hverju árinu. „Ég hef skemmt mér vel í vikunni þrátt fyrir að hafa verið mjög upptekinn eins og núverandi Masters sigurvegarar eru ávalt á þessum tíma,“ sagði Scott á síðasta fréttamannafundi sínum fyrir mótið. „Mér hefur tekist vel að undirbúa mig fyrir mótið, ég hef æft vel að á undanförnum vikum og mér finnst eins og ég sé í toppformi þessa dagana. Vikan hefur verið skemmtileg en nú tekur alvaran við.“ Scott lék alla æfingahringina með föður sínum, Phil Scott, en hann sagði í stuttu samtali við fréttamenn í fyrradag að hann væri virkilega stoltur af syni sínum. „Adam er mjög auðmjúkur sigurvegari, hann hefur höndlað frægðina og athyglina sem fylgir því að vera einn besti kylfingur í heimi mjög vel, hann ber virðingu fyrir öllum og hefur lagt mikið á sig til að komast í hóp þeirra allra bestu.“
Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira