Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - FH 25-28 | Endurkoma Kristjáns skilaði sigri Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. mars 2014 17:15 Vísir/Andri Marinó FH hélt vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni lifandi með 28-25 sigri á Fram í Olís deild karla í kvöld. Aðeins einu stigi munar á liðunum eftir leiki kvöldsins þegar þrír leikir eru eftir af deildarkeppninni.Kristjáni Arasyni var bætt í þjálfarateymi FH fyrir leikinn og skilaði það tilætluðum árangri eftir misjafnt gengi FH-inga síðustu vikur. FH-ingar vissu fyrir leikinn að allt annað en sigur myndi ganga langt með að gera út um vonir þeirra um sæti í úrslitakeppninni. Fram sat fyrir leiki kvöldsins í fjórða og síðasta sætinu sem tryggir sæti í úrslitakeppninni, tveimur stigum fyrir ofan ÍR í fimmta sæti Olís-deildarinnar og þremur stigum fyrir ofan FH. Pressan virtist gera gestunum úr Hafnafirði gott því þeir komu mun grimmari til leiks og höfðu undirtökin í fyrri hálfleik. Ágúst Elí Björgvinsson stóð vakt sína vel í markinu og náðu FH-ingar um miðbik hálfleiksins fimm marka forskoti í stöðunni 10-5. Við það vöknuðu heimamenn sem minnkuðu jafnt og þétt muninn út fyrri hálfleikinn. Ólafur Jóhann Magnússon, leikmaður Fram, átti góða rispu á lokamínútum fyrri hálfleiks þegar hann skoraði þrjú mörk á stuttum tíma og minnkaði muninn í tvö mörk, 15-13 áður en liðin héldu inn í búningsklefana. Það sama var upp á teningunum í upphafi seinni hálfleik, FH-ingar settu fótinn á bensíngjöfina og juku á forskot sitt þegar leið á hálfleikinn og náðu mest sex marka forskoti. Heimamenn gerðu skyndilega atlögu að forskoti FH-inga á lokamínútum leiksins þegar þeir minnkuðu muninn niður í tvö mörk þegar mínúta var til leiksloka. Lengra komust þeir hinsvegar ekki og unnu Hafnfirðingar að lokum mikilvægan sigur. Með sigrinum skaust FH upp fyrir ÍR í fimmta sæti Olís deildar karla, einu stigi á eftir Fram þegar þrír leikir eru eftir af mótinu. Það er ljóst að það verður spenna fram á lokametrana í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og gætu úrslitin jafnvel ráðist í lokaumferðinni þegar FH mætir ÍR á sama tíma og Fram mætir Val.Ragnar Jóhannsson var atkvæðamestur í liði gestanna með sjö mörk en í liði Fram voru Elías Bóasson og Garðar B Sigurjónsson með fimm mörk hvor. Það verður einnig að hrósa Ágústi Elí í marki FH sem varði oft á mikilvægum stundum og gaf FH-ingum byr undir báða vængi. Einar Andri: Krafa um árangur í KaplakrikaVísir/Andri Marinó„Þetta var hörku leikur, við vorum flottir í 50 mínútur en gleymum okkur á loka mínútunum í báðum hálfleikjum. Þetta var sem betur fer ekkert sem við þurftum að hafa stórkostlegar áhyggjur af,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, sáttur eftir leikinn. Þegar fimm mínútur voru eftir leit allt út fyrir öruggan sigur FH-inga en heimamenn gáfust ekki upp fyrr en lokaflautið gall. „Við vorum sem betur fer með gott forskot að himinn og jörð hefðu þurft að hrynja til þess að við myndum tapa þessu niður. Við skulum segja að þetta hafi verið öruggt allan tímann,“ Ágúst Elí Björgvinsson átti góðan leik í marki FH og varði oft dauðafæri Framara á mikilvægum stundum. „Hann er náttúrulega gríðarlegt efni, það má ekki gleymast að hann er fæddur árið 1995 og er held ég ekki orðinn 19 ára. Hann á mikið ólært en hann er frábær markmaður sem hefur brugðist vel við að vera hent út í djúpu laugina. Hann og Sigurður þurftu smá tíma að taka við keflinu eftir áramót en ég vissi að þeir myndu standa sig vel saman,“ Einar átti ekki í erfiðleikum með að gíra menn upp fyrir leikinn enda hefði leikurinn tapast væru líkur liðsins á sæti í úrslitakeppninni nánast úr sögunni. „Strákarnir hafa lagt mikið á sig í vetur og þeir mæta tilbúnir í alla leiki. Við vorum með háleit markmið og förum eftir þeim þótt að úrslitin hafi ekki dottið með okkur að undanförnu. Það þurfti ekkert að minna strákana á neitt fyrir þennan leik, þeir vissu hvað var undir og þeir vilja komast í úrslitakeppnina eins og allir FH-ingar. Það er gerð krafa um árangur í FH sama hvaða íþrótta er horft til og strákarnir vita það,“ Þegar þrír leikir eru eftir af mótinu eru FH-ingar einu stigi á eftir Fram í fjórða sæti. „Við verðum að horfa á einn leik í einu og vonast til að Fram tapi stigum. Ef þeir klára sína leiki fara þeir í úrslitakeppnina en við munum reyna að setja pressu á þá,“ Kristján Arason var mættur aftur á hliðarlínuna en hann mun aðstoða Einar Andra það sem eftir lifir tímabilsins. Einar var ekki tilbúinn að kalla hann lukkutröll þegar blaðamaður bar það undir hann en var ánægður með viðbótina. „Hann er auðvitað frábær viðbót sem við þekkjum vel. Ég og Elvar höfum unnið með honum áður svo við vissum hvað við værum að fá inn með því að fá hann til liðs við okkur. Metnaðurinn í Kaplakrika er mikill og við vorum ekki ánægðir með stöðuna. Við vorum ánægðir að fá hann til liðs við okkur og erum bjartsýnir á framhaldið,“ Guðlaugur: Þetta er í okkar höndumVísir/Andri Marinó„Í heildina vorum þeir betri en við í dag, við áttum í erfiðleikum með varnarleikinn allan leikinn í dag,“ sagði Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram við blaðamann Vísis eftir leikinn. „Við látum þá opna varnarleikinn og það var of langt á milli manna í varnarleiknum í dag og við lendum í vandræðum. Við áttum í erfiðleikum með að þurfa að vinna upp muninn hérna í dag,“ Guðlaugur viðurkenndi að hafa hugsað til fyrsta leik liðanna á tímabilinu í upphafi leiks. Líkt og í þeim leik áttu leikmenn Fram erfitt í upphafi leiks í kvöld að skapa sér góð færi og fyrir vikið var sóknarleikurinn hægur. „Jújú, hann skaust upp í hugann á mér á tímabili. Við höfum verið að lenda í vandræðum gegn öflugum 6-0 vörnum og þeir komust upp með að sitja aftarlega í dag. Við hefðum getað nýtt okkur það betur með að reyna að vera duglegri að skjóta fyrir utan því við vorum að hitta ágætlega.“ „Við fórum illa með færi í leiknum og við hefðum alveg getað stolið stigi hérna í lokin með smá heppni. Guðlaugur á hrós skilið fyrir að verja á réttum tímum í dag, hann er efnilegur strákurinn og stóð sig vel í dag,“ Þegar fimm mínútur voru til leiksloka leiddu FH-ingar með sex mörkum en aðeins fimm mínútum síðar unnu heimamenn boltann og gátu komið muninum niður í eitt mark. „Með smá auka heppni hefðum við tekið eitt stig úr þessu en til þess þurftum við að vera agressívari í lokin,“ Með sigri í kvöld hefðu strákarnir hans Guðlaugs tekið risaskref að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni. Það stefnir hinsvegar allt í frábæran lokasprett í Olís deildinni en aðeins tveimur stigum munar á liðunum í fjórða og sjötta sæti. „Ég ætla ekki að ljúga, ég hefði frekar tekið stigin í dag og skapað smá bil en þetta verður spennandi allt fram á lokametrana. Þetta er í okkar höndum, við höfum verið í fjórða sæti núna í langan tíma og vonandi getum við haldið því,“ sagði Guðlaugur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Sjá meira
FH hélt vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni lifandi með 28-25 sigri á Fram í Olís deild karla í kvöld. Aðeins einu stigi munar á liðunum eftir leiki kvöldsins þegar þrír leikir eru eftir af deildarkeppninni.Kristjáni Arasyni var bætt í þjálfarateymi FH fyrir leikinn og skilaði það tilætluðum árangri eftir misjafnt gengi FH-inga síðustu vikur. FH-ingar vissu fyrir leikinn að allt annað en sigur myndi ganga langt með að gera út um vonir þeirra um sæti í úrslitakeppninni. Fram sat fyrir leiki kvöldsins í fjórða og síðasta sætinu sem tryggir sæti í úrslitakeppninni, tveimur stigum fyrir ofan ÍR í fimmta sæti Olís-deildarinnar og þremur stigum fyrir ofan FH. Pressan virtist gera gestunum úr Hafnafirði gott því þeir komu mun grimmari til leiks og höfðu undirtökin í fyrri hálfleik. Ágúst Elí Björgvinsson stóð vakt sína vel í markinu og náðu FH-ingar um miðbik hálfleiksins fimm marka forskoti í stöðunni 10-5. Við það vöknuðu heimamenn sem minnkuðu jafnt og þétt muninn út fyrri hálfleikinn. Ólafur Jóhann Magnússon, leikmaður Fram, átti góða rispu á lokamínútum fyrri hálfleiks þegar hann skoraði þrjú mörk á stuttum tíma og minnkaði muninn í tvö mörk, 15-13 áður en liðin héldu inn í búningsklefana. Það sama var upp á teningunum í upphafi seinni hálfleik, FH-ingar settu fótinn á bensíngjöfina og juku á forskot sitt þegar leið á hálfleikinn og náðu mest sex marka forskoti. Heimamenn gerðu skyndilega atlögu að forskoti FH-inga á lokamínútum leiksins þegar þeir minnkuðu muninn niður í tvö mörk þegar mínúta var til leiksloka. Lengra komust þeir hinsvegar ekki og unnu Hafnfirðingar að lokum mikilvægan sigur. Með sigrinum skaust FH upp fyrir ÍR í fimmta sæti Olís deildar karla, einu stigi á eftir Fram þegar þrír leikir eru eftir af mótinu. Það er ljóst að það verður spenna fram á lokametrana í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og gætu úrslitin jafnvel ráðist í lokaumferðinni þegar FH mætir ÍR á sama tíma og Fram mætir Val.Ragnar Jóhannsson var atkvæðamestur í liði gestanna með sjö mörk en í liði Fram voru Elías Bóasson og Garðar B Sigurjónsson með fimm mörk hvor. Það verður einnig að hrósa Ágústi Elí í marki FH sem varði oft á mikilvægum stundum og gaf FH-ingum byr undir báða vængi. Einar Andri: Krafa um árangur í KaplakrikaVísir/Andri Marinó„Þetta var hörku leikur, við vorum flottir í 50 mínútur en gleymum okkur á loka mínútunum í báðum hálfleikjum. Þetta var sem betur fer ekkert sem við þurftum að hafa stórkostlegar áhyggjur af,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, sáttur eftir leikinn. Þegar fimm mínútur voru eftir leit allt út fyrir öruggan sigur FH-inga en heimamenn gáfust ekki upp fyrr en lokaflautið gall. „Við vorum sem betur fer með gott forskot að himinn og jörð hefðu þurft að hrynja til þess að við myndum tapa þessu niður. Við skulum segja að þetta hafi verið öruggt allan tímann,“ Ágúst Elí Björgvinsson átti góðan leik í marki FH og varði oft dauðafæri Framara á mikilvægum stundum. „Hann er náttúrulega gríðarlegt efni, það má ekki gleymast að hann er fæddur árið 1995 og er held ég ekki orðinn 19 ára. Hann á mikið ólært en hann er frábær markmaður sem hefur brugðist vel við að vera hent út í djúpu laugina. Hann og Sigurður þurftu smá tíma að taka við keflinu eftir áramót en ég vissi að þeir myndu standa sig vel saman,“ Einar átti ekki í erfiðleikum með að gíra menn upp fyrir leikinn enda hefði leikurinn tapast væru líkur liðsins á sæti í úrslitakeppninni nánast úr sögunni. „Strákarnir hafa lagt mikið á sig í vetur og þeir mæta tilbúnir í alla leiki. Við vorum með háleit markmið og förum eftir þeim þótt að úrslitin hafi ekki dottið með okkur að undanförnu. Það þurfti ekkert að minna strákana á neitt fyrir þennan leik, þeir vissu hvað var undir og þeir vilja komast í úrslitakeppnina eins og allir FH-ingar. Það er gerð krafa um árangur í FH sama hvaða íþrótta er horft til og strákarnir vita það,“ Þegar þrír leikir eru eftir af mótinu eru FH-ingar einu stigi á eftir Fram í fjórða sæti. „Við verðum að horfa á einn leik í einu og vonast til að Fram tapi stigum. Ef þeir klára sína leiki fara þeir í úrslitakeppnina en við munum reyna að setja pressu á þá,“ Kristján Arason var mættur aftur á hliðarlínuna en hann mun aðstoða Einar Andra það sem eftir lifir tímabilsins. Einar var ekki tilbúinn að kalla hann lukkutröll þegar blaðamaður bar það undir hann en var ánægður með viðbótina. „Hann er auðvitað frábær viðbót sem við þekkjum vel. Ég og Elvar höfum unnið með honum áður svo við vissum hvað við værum að fá inn með því að fá hann til liðs við okkur. Metnaðurinn í Kaplakrika er mikill og við vorum ekki ánægðir með stöðuna. Við vorum ánægðir að fá hann til liðs við okkur og erum bjartsýnir á framhaldið,“ Guðlaugur: Þetta er í okkar höndumVísir/Andri Marinó„Í heildina vorum þeir betri en við í dag, við áttum í erfiðleikum með varnarleikinn allan leikinn í dag,“ sagði Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram við blaðamann Vísis eftir leikinn. „Við látum þá opna varnarleikinn og það var of langt á milli manna í varnarleiknum í dag og við lendum í vandræðum. Við áttum í erfiðleikum með að þurfa að vinna upp muninn hérna í dag,“ Guðlaugur viðurkenndi að hafa hugsað til fyrsta leik liðanna á tímabilinu í upphafi leiks. Líkt og í þeim leik áttu leikmenn Fram erfitt í upphafi leiks í kvöld að skapa sér góð færi og fyrir vikið var sóknarleikurinn hægur. „Jújú, hann skaust upp í hugann á mér á tímabili. Við höfum verið að lenda í vandræðum gegn öflugum 6-0 vörnum og þeir komust upp með að sitja aftarlega í dag. Við hefðum getað nýtt okkur það betur með að reyna að vera duglegri að skjóta fyrir utan því við vorum að hitta ágætlega.“ „Við fórum illa með færi í leiknum og við hefðum alveg getað stolið stigi hérna í lokin með smá heppni. Guðlaugur á hrós skilið fyrir að verja á réttum tímum í dag, hann er efnilegur strákurinn og stóð sig vel í dag,“ Þegar fimm mínútur voru til leiksloka leiddu FH-ingar með sex mörkum en aðeins fimm mínútum síðar unnu heimamenn boltann og gátu komið muninum niður í eitt mark. „Með smá auka heppni hefðum við tekið eitt stig úr þessu en til þess þurftum við að vera agressívari í lokin,“ Með sigri í kvöld hefðu strákarnir hans Guðlaugs tekið risaskref að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni. Það stefnir hinsvegar allt í frábæran lokasprett í Olís deildinni en aðeins tveimur stigum munar á liðunum í fjórða og sjötta sæti. „Ég ætla ekki að ljúga, ég hefði frekar tekið stigin í dag og skapað smá bil en þetta verður spennandi allt fram á lokametrana. Þetta er í okkar höndum, við höfum verið í fjórða sæti núna í langan tíma og vonandi getum við haldið því,“ sagði Guðlaugur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Sjá meira