Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 30-33 | Haukar stigi frá titlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vodafone-höllinni skrifar 27. mars 2014 14:39 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, og Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. Vísir/Vilhelm Haukar sendu í kvöld skýr skilaboð með góðum sigri á Val í Vodafone-höllinni í kvöld. Góð byrjun í síðari hálfleik gerði gæfumuninn. Haukar eru sem fyrr með þriggja stiga forystu á næsta lið og þurfa bara eitt stig til viðbótar í síðustu tveimur umferðunum til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Valsmenn eru þrátt fyrir tapið í kvöld nú öruggir með sæti í úrslitakeppninni en eiga þó ekki lengur möguleika á öðru sætinu. Fram er í fjórða sætinu, tveimur stigum á eftir Val. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi og í raun voru bæði lið að spila fínan handbolta. Markvarslan hefur þó oft verið betri en Einar Ólafur Vilmundarson átti þó ágæta innkomu í mark Hauka. Valur komst í 6-3 forystu en Haukar voru fljótir að jafna sig á því og hleyptu heimamönnum aldrei of langt fram úr sér, þó svo að þeir rauðklæddu hafi verið með frumkvæðið framan af. En Haukar sigu svo fram úr á lokamínútunum og leiddu í hálfleik, 16-15. Leikurinn var mjög hraður og því þó nokkuð um mistök hjá báðum liðum. En Haukarnir mættu mjög einbeittir til leiks í síðari hálfleik en með öguðum varnarleik og beittum sóknarleik náðu þeir að komst fjórum mörkum yfir á fyrstu fimm mínútunum. Það bil náðu Valsmenn aldrei að brúa aftur og það færðist ekki almennilegt líf í þeirra sóknarleik fyrr en á lokamínútunum. Guðmundur Hólmar Helgason skoraði þá þrjú mörk í röð og minnkaði muninn í tvö mörk fyrir Val en nær komst liðið ekki.Elías Már Halldórsson var aldrei þessu vant markahæsti leikmaður Hauka en þessi fjölhæfi leikmaður skoraði níu mörk úr öllum regnbogans litum. Nánast allt var inni hjá honum og ekki skemmdi fyrir að markvarslan í liði Vals hefur ekki verið jafn slök í langan tíma. Elías Már byrjaði í hægra horninu en eftir að Árni Steinn Steinþórsson fékk brottvísun snemma í leiknum færði hann sig í skyttustöðuna. Þá kom Einar Pétur Pétursson inn og hann nýtti sitt tækifæri vel. Hann skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum.Jón Þorbjörn Jóhannsson og Árni Steinn nýttu svo sín færi vel og Sigurbergur Sveinsson skoraði nokkur góð mörk í bland við verri marktilraunir. Jón Þorbjörn og Þórður Rafn Guðmundsson ásamt fleiri Haukamönnum voru svo öflugir í vörninni lengi vel. Það vantaði meira upp á hjá Valsmönnum í kvöld. Akureyringarnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar voru sem fyrr fyrirferðamiklir en voru mistækir. Elvar Friðriksson sýndi svo fín tilþrif inn á milli. En sem fyrr segir var markvarslan óvenju slæm í kvöld og það hjálpaði ekki varnarleik Valsmanna í kvöld.Patrekur: Náðum að leysa varnarleikinn þeirra „Við eyddum mest öllum tíma okkar í að stúdera þeirra varnarleik og ég held að það hafi skipt sköpum í kvöld,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sem var ánægður með sigurinn í kvöld. „Við höfum oft lent í erfiðleikum með þeirra vörn eins og sást í bikarleiknum gegn þeim fyrr í vetur. Þá þurftum við að taka markvörðinn okkar út af því við gátum ekki leyst vörnina þeirra sex gegn sex.“ „En núna gerðum við það mjög vel og var ánægður með hversu margar góðar sóknir við áttum.“ „Við hefðum getað staðið betur vörnina enda eiga þeir marga góðar skytur sem eru duglegar að láta bara vaða. Markmennirnir hjá okkur voru allt í lagi en hafa verið betri.“ Elías Már og Einar Pétur áttu fínan leik í kvöld og Patrekur var ánægður með þeirra framlag. „Fyrir tímabilið var maður smeykur við hvað liðið hafði misst mikið af reynslumiklum leikmönnum en ég á enn nokkra eldri leikmenn eins og Elías Má og Jón Þorbjörn sem hafa verið góðir.“ „Elli var auðvitað sérstaklega góður og hefur verið frábær eftir áramót. Hann hefur æft vel og það hefur skilað sér.“ „Ég held að þetta hafi verið góð auglýsing fyrir okkur og Valsmennina líka. Þetta var fínn leikur - ég hef séð aðra leiki í vetur sem voru ekki jafn góðir,“ sagði hann í léttum dúr. Haukar þurfa nú eitt stig til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og Patrekur neitar því ekki að það er þægileg tilhugsun. „En við tökum bara einn leik fyrir í einu - þó það sé hundleiðinlegt svar. Svona er þetta bara hjá okkur þjálfurunum.“Ólafur: Oft liðið verr eftir tapleiki „Við erum bara ekki orðnir nógu góðir enn þá,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Sumir áttu verri leik en aðrir og erum við aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Við gerðum margt flott en Haukarnir sýndu stöðugan leik og láta sér ekki bregða þó þeir lenda 3-4 mörkum undir.“ „Við vorum svo að elta allan seinni hálfleik sem var erfitt. Nú þurfum við bara að nýta tímann okkar vel til að verða enn betri.“ Hann sá þó margt jákvætt hjá sínum mönnum í kvöld. „Stundum líður manni illa eftir tapleiki en stundum ekki. Þetta er einn af þeim leikjum sem mér líður ágætlega með þrátt fyrir tapið,“ sagði Ólafur. Ólafur segist þó hafa átt von á því að liðið væri betur statt en það sýndi í kvöld. „Kannski að einhverju leyti sem heild. En það voru fullt af góðum punktum hjá okkur.“ Valur er nú með öruggt sæti í úrslitakeppninni en Ólafur segir að það skipti hann ekki öllu máli hvort liðið endi í þriðja eða fjórða sæti deildarinnar. „Nú höfum við tíma og nú ætlum við að ná tveimur góðum leikjum fyrir úrslitakeppnina. Við ætlum að vera tilbúnir þegar hún hefst.“Tjörvi: Brutum meira í vörninni „Við spiluðum ágætlega í þessum leik þó svo að vörnin hafi mátt vera betri á köflum. En hún steig svo upp í seinni hálfleik,“ sagði Tjörvi. „Sóknin flaut svo nokkuð vel allan leikinn.“ Hann segir að Haukar hafi sett meiri grimmd í varnarleikinn í seinni hálfleik og það hafi breytt miklu. „Við fórum að brjóta meira á þeim og settu meiri kraft í þetta almennt,“ segir Tjörvi. „Þetta voru þó fyrst og fremst mikilvæg stig fyrir okkur. Þetta er ekki búið og við ætlum okkur að klára þessa tvo leiki sem eftir eru.“ Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Sjá meira
Haukar sendu í kvöld skýr skilaboð með góðum sigri á Val í Vodafone-höllinni í kvöld. Góð byrjun í síðari hálfleik gerði gæfumuninn. Haukar eru sem fyrr með þriggja stiga forystu á næsta lið og þurfa bara eitt stig til viðbótar í síðustu tveimur umferðunum til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Valsmenn eru þrátt fyrir tapið í kvöld nú öruggir með sæti í úrslitakeppninni en eiga þó ekki lengur möguleika á öðru sætinu. Fram er í fjórða sætinu, tveimur stigum á eftir Val. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi og í raun voru bæði lið að spila fínan handbolta. Markvarslan hefur þó oft verið betri en Einar Ólafur Vilmundarson átti þó ágæta innkomu í mark Hauka. Valur komst í 6-3 forystu en Haukar voru fljótir að jafna sig á því og hleyptu heimamönnum aldrei of langt fram úr sér, þó svo að þeir rauðklæddu hafi verið með frumkvæðið framan af. En Haukar sigu svo fram úr á lokamínútunum og leiddu í hálfleik, 16-15. Leikurinn var mjög hraður og því þó nokkuð um mistök hjá báðum liðum. En Haukarnir mættu mjög einbeittir til leiks í síðari hálfleik en með öguðum varnarleik og beittum sóknarleik náðu þeir að komst fjórum mörkum yfir á fyrstu fimm mínútunum. Það bil náðu Valsmenn aldrei að brúa aftur og það færðist ekki almennilegt líf í þeirra sóknarleik fyrr en á lokamínútunum. Guðmundur Hólmar Helgason skoraði þá þrjú mörk í röð og minnkaði muninn í tvö mörk fyrir Val en nær komst liðið ekki.Elías Már Halldórsson var aldrei þessu vant markahæsti leikmaður Hauka en þessi fjölhæfi leikmaður skoraði níu mörk úr öllum regnbogans litum. Nánast allt var inni hjá honum og ekki skemmdi fyrir að markvarslan í liði Vals hefur ekki verið jafn slök í langan tíma. Elías Már byrjaði í hægra horninu en eftir að Árni Steinn Steinþórsson fékk brottvísun snemma í leiknum færði hann sig í skyttustöðuna. Þá kom Einar Pétur Pétursson inn og hann nýtti sitt tækifæri vel. Hann skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum.Jón Þorbjörn Jóhannsson og Árni Steinn nýttu svo sín færi vel og Sigurbergur Sveinsson skoraði nokkur góð mörk í bland við verri marktilraunir. Jón Þorbjörn og Þórður Rafn Guðmundsson ásamt fleiri Haukamönnum voru svo öflugir í vörninni lengi vel. Það vantaði meira upp á hjá Valsmönnum í kvöld. Akureyringarnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar voru sem fyrr fyrirferðamiklir en voru mistækir. Elvar Friðriksson sýndi svo fín tilþrif inn á milli. En sem fyrr segir var markvarslan óvenju slæm í kvöld og það hjálpaði ekki varnarleik Valsmanna í kvöld.Patrekur: Náðum að leysa varnarleikinn þeirra „Við eyddum mest öllum tíma okkar í að stúdera þeirra varnarleik og ég held að það hafi skipt sköpum í kvöld,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sem var ánægður með sigurinn í kvöld. „Við höfum oft lent í erfiðleikum með þeirra vörn eins og sást í bikarleiknum gegn þeim fyrr í vetur. Þá þurftum við að taka markvörðinn okkar út af því við gátum ekki leyst vörnina þeirra sex gegn sex.“ „En núna gerðum við það mjög vel og var ánægður með hversu margar góðar sóknir við áttum.“ „Við hefðum getað staðið betur vörnina enda eiga þeir marga góðar skytur sem eru duglegar að láta bara vaða. Markmennirnir hjá okkur voru allt í lagi en hafa verið betri.“ Elías Már og Einar Pétur áttu fínan leik í kvöld og Patrekur var ánægður með þeirra framlag. „Fyrir tímabilið var maður smeykur við hvað liðið hafði misst mikið af reynslumiklum leikmönnum en ég á enn nokkra eldri leikmenn eins og Elías Má og Jón Þorbjörn sem hafa verið góðir.“ „Elli var auðvitað sérstaklega góður og hefur verið frábær eftir áramót. Hann hefur æft vel og það hefur skilað sér.“ „Ég held að þetta hafi verið góð auglýsing fyrir okkur og Valsmennina líka. Þetta var fínn leikur - ég hef séð aðra leiki í vetur sem voru ekki jafn góðir,“ sagði hann í léttum dúr. Haukar þurfa nú eitt stig til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og Patrekur neitar því ekki að það er þægileg tilhugsun. „En við tökum bara einn leik fyrir í einu - þó það sé hundleiðinlegt svar. Svona er þetta bara hjá okkur þjálfurunum.“Ólafur: Oft liðið verr eftir tapleiki „Við erum bara ekki orðnir nógu góðir enn þá,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Sumir áttu verri leik en aðrir og erum við aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Við gerðum margt flott en Haukarnir sýndu stöðugan leik og láta sér ekki bregða þó þeir lenda 3-4 mörkum undir.“ „Við vorum svo að elta allan seinni hálfleik sem var erfitt. Nú þurfum við bara að nýta tímann okkar vel til að verða enn betri.“ Hann sá þó margt jákvætt hjá sínum mönnum í kvöld. „Stundum líður manni illa eftir tapleiki en stundum ekki. Þetta er einn af þeim leikjum sem mér líður ágætlega með þrátt fyrir tapið,“ sagði Ólafur. Ólafur segist þó hafa átt von á því að liðið væri betur statt en það sýndi í kvöld. „Kannski að einhverju leyti sem heild. En það voru fullt af góðum punktum hjá okkur.“ Valur er nú með öruggt sæti í úrslitakeppninni en Ólafur segir að það skipti hann ekki öllu máli hvort liðið endi í þriðja eða fjórða sæti deildarinnar. „Nú höfum við tíma og nú ætlum við að ná tveimur góðum leikjum fyrir úrslitakeppnina. Við ætlum að vera tilbúnir þegar hún hefst.“Tjörvi: Brutum meira í vörninni „Við spiluðum ágætlega í þessum leik þó svo að vörnin hafi mátt vera betri á köflum. En hún steig svo upp í seinni hálfleik,“ sagði Tjörvi. „Sóknin flaut svo nokkuð vel allan leikinn.“ Hann segir að Haukar hafi sett meiri grimmd í varnarleikinn í seinni hálfleik og það hafi breytt miklu. „Við fórum að brjóta meira á þeim og settu meiri kraft í þetta almennt,“ segir Tjörvi. „Þetta voru þó fyrst og fremst mikilvæg stig fyrir okkur. Þetta er ekki búið og við ætlum okkur að klára þessa tvo leiki sem eftir eru.“
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Sjá meira