Umfjöllun, myndir og viðtöl: Fram - Akureyri 25-21 | Mikilvæg stig meistaranna Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Safamýri skrifar 13. mars 2014 03:09 Íslandsmeistarar Fram styrktu stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Olísdeildar karla með mikilvægum sigri á Akureyri á heimavelli.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan og neðan. Heimamenn léku við hvurn sinn fingur gegn slöku liði Akureyrar í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum, 18-10. Gestirnir brugðust við með gerbreyttum varnarleik í síðari hálfleik sem bar fínan árangur. En sóknarleikurinn náði ekki að fylgja með og því reyndist forysta heimamanna úr fyrri hálfleiknum einfaldlega of mikil fyrir Akureyringa. Akureyri er því enn með tólf stig í sjöunda sætinu og útlitið dökkt, þó staðan sé ekki vonlaus. En það þarf mikið að breytast til að norðanmenn slepppi við umspilið með 1. deildarliðunum í vor. Bæði lið söknuðu lykilmanna í kvöld. Stefán Darri Þórsson, leikmaður Fram, var frá vegna meiðsla í mjöðm og þá tognaði Akureyringurinn Gunnar Kristinn Þórsson í sigrinum á ÍR í síðustu viku. Það mátti sjá á báðum liðum í upphafi leiks að þau ætluðu sér að ná sér í þau mikilvægu stig sem í boði voru. En eftir jafnar upphafsmínútur fór að skilja á milli liðanna. Á nokkurra mínútna kafla náði Fram að skora fimm mörk í röð og var því snemma leiks komið með myndarlega forystu. Gestirnir létu dómgæsluna fara mjög svo í taugarnar á sér en heimamenn voru einfaldlega að spila betur á báðum endum vallarins. Með öflugum varnarleik komu ódýru mörkin hjá Fram en munurinn jókst, jafnt og þétt. Akureyringar reyndu að bregðast við, til dæmis með tveimur leikhléum og sjö manna sóknum. En Framarar, sem voru með átta marka forystu að loknum fyrri hálfleiknum, áttu alltaf svör. Gestirnir brugðu á það ráð í síðari hálfleik að taka Elías Bóasson og Sigfús Pál Sigfússon, aðalmennina í sóknarleik Fram, algjörlega úr umferð. Það bar góðan árangur því Framarar skoruðu aðeins fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum hálfleiksins. Akureyringar áttu þá eftir að koma betri skikki á sinn sóknarleik og á köflum gekk hann betur en í þeim fyrri. En varnarleikur Fram hélt oftast ágætlega sem þvingaði bæði tapaða bolta og langar sóknir hjá gestunum. Minnstur varð munurinn þrjú mörk þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir en nær komust Akureyringar ekki. Á fyrstu 27 mínútum síðari hálfleiks náði Fram að skora aðeins tvö mörk úr opnu spili. Það segir sitt um varnarleik Akureyringa og baráttu þeirra í síðari hálfleik. Markvarslan kom líka með innkomu Tomas Olason í síðari hálfleik sem var með tæplega 60 prósenta hlutfallsmarkvörslu. En Framarar náðu að klára þennan leik á fínum varnarleik og góðum fyrri hálfleik. Elías átti frábæran fyrri hálfleik og skoraði þá sjö mörk úr níu skotum. Garðar B. Sigurjónsson nýtti svo færin sín á línunni vel í kvöld og það var barátta í Stefáni Baldvini Stefánssyni eins og oftast. Mikilvægi Sigfúsar Páls kom svo berlega í ljós þegar hann var tekinn úr umferð í síðari hálfleiknum. Nafnarnir Arnar Freyr Arnarsson og Arnar Freyr Ársælsson spiluðu vel í vörninni ásamt Sveini Þorgeirssyni og fleirum í liði heimamanna.Bjarni Fritzson var lengi vel sá eini með lífsmarki í sóknarleik Akureyrar en það var þó allt annað að sjá til norðanmanna í seinni hálfleik, sérstaklega í vörninni. Fram er nú komið með átján stig og enn í lykilstöðu í baráttunni um fjórða sætið. Þó eru enn fjórar umferðir eftir og baráttan því enn galopin.Guðlaugur: Elías sýndi hvað hann geturGuðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, var vitanlega hæstánægður með að hafa unnið sigur á hans gömlu félögum í liði Akureyrar. Eftir góðan fyrri hálfleik náðu þó Akureyringar að komast nálægt því að jafna metin í þeim síðari. „Þeim tókst að hleypa leiknum upp og ég var tilbúinn með leikhléð hefðu þeir náð að minnka muninn í tvö mörk. Þá hefðum við þurft að gera eitthvað,“ sagði Guðlaugur eftir leikinn. „En þeir náðu að koma okkur algjörlega á óvart.“ Hann var að vonum afar ánægður með fyrri hálfleikinn. „Við spiluðum virkilega vel, bæði í vörn og sókn. Við náðum til dæmis að leysa bæði 6-0 og 5-1 varnirnar þeirra. Þá var ég líka virkilega ánægður með innkomu ungu strákanna,“ sagði Guðlaugur og var heilt yfir ánægður með varnarleikinn í kvöld. „Svo var Elías virkilega góður í sókninni í fyrri hálfleik. Við höfum verið að kalla eftir þessu hjá honum í allan vetur og hann sýndi hvað hann getur gert.“ Guðlaugur hefur þó ekki áhyggjur af þeirri staðreynd að lítið gekk í sóknarleiknum eftir að þeir Elías og Sigfús Páll voru teknir úr umferð. „Við höfum lent í þessu áður og náð að leysa það. En það tókst ekki í kvöld og skrifa ég það á stress. Við vorum of fljótir að taka ákvarðanir og það vantaði þolinmæði. Við getum lært heilmikið af þessu.“ „Nú er annar úrslitaleikur fram undan - það verður gegn FH hér heima. Við tökum bara einn leik fyrir í einu og teljum svo upp úr kössunum í lokin. En við ætlum okkur að sjálfsögðu að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Guðlaugur.Sigfús Páll: Svolítið eins og tap „Mér líður svolítið eins og við hefðum tapað leiknum. En sem betur fer spiluðum við frábærlega í fyrri hálfleik og það skilaði þessu í kvöld,“ sagði leikstjórnandinn Sigfús Páll Sigfússon sem var tekinn úr umferð allan síðari hálfleikinn í kvöld, ásamt Elíasi Bóassyni. „Vörnin hélt líka allan tímann og það skipti máli.“ Framarar skoruðu aðeins tvö mörk úr opnu spili lengst af í síðari hálfleik en náðu samt að vinna leikinn. „Þeir komu okkur á óvart með að taka tvo út - tvo minnstu mennina á vellinum. Við vorum ekki undirbúnir fyrir það.“ „En sigurinn var mjög góður og ég held að það sé óhætt að fullyrða að við sleppum við þetta sjöunda sæti með þessum sigri. Það var líka gott að vinna sigur hér á heimavelli - við þurfum að verja hann eins og við getum.“Heimir Örn: Of mörg mistök í sókninniHeimir Örn Árnason, annar þjálfara Akureyringa, var ókátur með að fínn síðari hálfleikur hafi ekki skilað meiru en raunin varð í kvöld. „Það var afskaplega klaufalegt að komast ekki nær og ömurlegt að sjá menn fara ekki af krafti í gegnumbrotin fyrr en það voru 6-7 mínútur eftir. Ég veit ekki af hverju þetta kom ekki miklu fyrr,“ sagði Heimir. „Elías lék okkur grátt þá,“ sagði hann um fyrri hálfleikinn. „Þá myndaðist mikið óöryggi í vörninni og við náðum okkur ekki á strik. En svo tókum við hann og Siffa úr umferð og sú leikáætlun gekk upp. En mistökin í sóknarleiknum voru allt of mörg - þetta var mjög lélegt.“ Hann segist þó enn halda í vonina um að sleppa við umspilið í vor - „þetta flókna umspil sem enginn skilur,“ eins og Heimir orðaði það sjálfur. „Það fer bara eftir úrslitum kvöldsins. Það eru fleiri lið í vandræðum og við getum haft betur í innbyrðisviðureignum gegn nokkrum liðum ef það kemur til þess. En það fer alveg að detta í síðasta séns hjá okkur. Við eigum næst heimaleik gegn Val og það verður síðasti úrslitaleikurinn, býst ég við.“Vísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/Stefán Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Sjá meira
Íslandsmeistarar Fram styrktu stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Olísdeildar karla með mikilvægum sigri á Akureyri á heimavelli.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan og neðan. Heimamenn léku við hvurn sinn fingur gegn slöku liði Akureyrar í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum, 18-10. Gestirnir brugðust við með gerbreyttum varnarleik í síðari hálfleik sem bar fínan árangur. En sóknarleikurinn náði ekki að fylgja með og því reyndist forysta heimamanna úr fyrri hálfleiknum einfaldlega of mikil fyrir Akureyringa. Akureyri er því enn með tólf stig í sjöunda sætinu og útlitið dökkt, þó staðan sé ekki vonlaus. En það þarf mikið að breytast til að norðanmenn slepppi við umspilið með 1. deildarliðunum í vor. Bæði lið söknuðu lykilmanna í kvöld. Stefán Darri Þórsson, leikmaður Fram, var frá vegna meiðsla í mjöðm og þá tognaði Akureyringurinn Gunnar Kristinn Þórsson í sigrinum á ÍR í síðustu viku. Það mátti sjá á báðum liðum í upphafi leiks að þau ætluðu sér að ná sér í þau mikilvægu stig sem í boði voru. En eftir jafnar upphafsmínútur fór að skilja á milli liðanna. Á nokkurra mínútna kafla náði Fram að skora fimm mörk í röð og var því snemma leiks komið með myndarlega forystu. Gestirnir létu dómgæsluna fara mjög svo í taugarnar á sér en heimamenn voru einfaldlega að spila betur á báðum endum vallarins. Með öflugum varnarleik komu ódýru mörkin hjá Fram en munurinn jókst, jafnt og þétt. Akureyringar reyndu að bregðast við, til dæmis með tveimur leikhléum og sjö manna sóknum. En Framarar, sem voru með átta marka forystu að loknum fyrri hálfleiknum, áttu alltaf svör. Gestirnir brugðu á það ráð í síðari hálfleik að taka Elías Bóasson og Sigfús Pál Sigfússon, aðalmennina í sóknarleik Fram, algjörlega úr umferð. Það bar góðan árangur því Framarar skoruðu aðeins fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum hálfleiksins. Akureyringar áttu þá eftir að koma betri skikki á sinn sóknarleik og á köflum gekk hann betur en í þeim fyrri. En varnarleikur Fram hélt oftast ágætlega sem þvingaði bæði tapaða bolta og langar sóknir hjá gestunum. Minnstur varð munurinn þrjú mörk þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir en nær komust Akureyringar ekki. Á fyrstu 27 mínútum síðari hálfleiks náði Fram að skora aðeins tvö mörk úr opnu spili. Það segir sitt um varnarleik Akureyringa og baráttu þeirra í síðari hálfleik. Markvarslan kom líka með innkomu Tomas Olason í síðari hálfleik sem var með tæplega 60 prósenta hlutfallsmarkvörslu. En Framarar náðu að klára þennan leik á fínum varnarleik og góðum fyrri hálfleik. Elías átti frábæran fyrri hálfleik og skoraði þá sjö mörk úr níu skotum. Garðar B. Sigurjónsson nýtti svo færin sín á línunni vel í kvöld og það var barátta í Stefáni Baldvini Stefánssyni eins og oftast. Mikilvægi Sigfúsar Páls kom svo berlega í ljós þegar hann var tekinn úr umferð í síðari hálfleiknum. Nafnarnir Arnar Freyr Arnarsson og Arnar Freyr Ársælsson spiluðu vel í vörninni ásamt Sveini Þorgeirssyni og fleirum í liði heimamanna.Bjarni Fritzson var lengi vel sá eini með lífsmarki í sóknarleik Akureyrar en það var þó allt annað að sjá til norðanmanna í seinni hálfleik, sérstaklega í vörninni. Fram er nú komið með átján stig og enn í lykilstöðu í baráttunni um fjórða sætið. Þó eru enn fjórar umferðir eftir og baráttan því enn galopin.Guðlaugur: Elías sýndi hvað hann geturGuðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, var vitanlega hæstánægður með að hafa unnið sigur á hans gömlu félögum í liði Akureyrar. Eftir góðan fyrri hálfleik náðu þó Akureyringar að komast nálægt því að jafna metin í þeim síðari. „Þeim tókst að hleypa leiknum upp og ég var tilbúinn með leikhléð hefðu þeir náð að minnka muninn í tvö mörk. Þá hefðum við þurft að gera eitthvað,“ sagði Guðlaugur eftir leikinn. „En þeir náðu að koma okkur algjörlega á óvart.“ Hann var að vonum afar ánægður með fyrri hálfleikinn. „Við spiluðum virkilega vel, bæði í vörn og sókn. Við náðum til dæmis að leysa bæði 6-0 og 5-1 varnirnar þeirra. Þá var ég líka virkilega ánægður með innkomu ungu strákanna,“ sagði Guðlaugur og var heilt yfir ánægður með varnarleikinn í kvöld. „Svo var Elías virkilega góður í sókninni í fyrri hálfleik. Við höfum verið að kalla eftir þessu hjá honum í allan vetur og hann sýndi hvað hann getur gert.“ Guðlaugur hefur þó ekki áhyggjur af þeirri staðreynd að lítið gekk í sóknarleiknum eftir að þeir Elías og Sigfús Páll voru teknir úr umferð. „Við höfum lent í þessu áður og náð að leysa það. En það tókst ekki í kvöld og skrifa ég það á stress. Við vorum of fljótir að taka ákvarðanir og það vantaði þolinmæði. Við getum lært heilmikið af þessu.“ „Nú er annar úrslitaleikur fram undan - það verður gegn FH hér heima. Við tökum bara einn leik fyrir í einu og teljum svo upp úr kössunum í lokin. En við ætlum okkur að sjálfsögðu að komast í úrslitakeppnina,“ sagði Guðlaugur.Sigfús Páll: Svolítið eins og tap „Mér líður svolítið eins og við hefðum tapað leiknum. En sem betur fer spiluðum við frábærlega í fyrri hálfleik og það skilaði þessu í kvöld,“ sagði leikstjórnandinn Sigfús Páll Sigfússon sem var tekinn úr umferð allan síðari hálfleikinn í kvöld, ásamt Elíasi Bóassyni. „Vörnin hélt líka allan tímann og það skipti máli.“ Framarar skoruðu aðeins tvö mörk úr opnu spili lengst af í síðari hálfleik en náðu samt að vinna leikinn. „Þeir komu okkur á óvart með að taka tvo út - tvo minnstu mennina á vellinum. Við vorum ekki undirbúnir fyrir það.“ „En sigurinn var mjög góður og ég held að það sé óhætt að fullyrða að við sleppum við þetta sjöunda sæti með þessum sigri. Það var líka gott að vinna sigur hér á heimavelli - við þurfum að verja hann eins og við getum.“Heimir Örn: Of mörg mistök í sókninniHeimir Örn Árnason, annar þjálfara Akureyringa, var ókátur með að fínn síðari hálfleikur hafi ekki skilað meiru en raunin varð í kvöld. „Það var afskaplega klaufalegt að komast ekki nær og ömurlegt að sjá menn fara ekki af krafti í gegnumbrotin fyrr en það voru 6-7 mínútur eftir. Ég veit ekki af hverju þetta kom ekki miklu fyrr,“ sagði Heimir. „Elías lék okkur grátt þá,“ sagði hann um fyrri hálfleikinn. „Þá myndaðist mikið óöryggi í vörninni og við náðum okkur ekki á strik. En svo tókum við hann og Siffa úr umferð og sú leikáætlun gekk upp. En mistökin í sóknarleiknum voru allt of mörg - þetta var mjög lélegt.“ Hann segist þó enn halda í vonina um að sleppa við umspilið í vor - „þetta flókna umspil sem enginn skilur,“ eins og Heimir orðaði það sjálfur. „Það fer bara eftir úrslitum kvöldsins. Það eru fleiri lið í vandræðum og við getum haft betur í innbyrðisviðureignum gegn nokkrum liðum ef það kemur til þess. En það fer alveg að detta í síðasta séns hjá okkur. Við eigum næst heimaleik gegn Val og það verður síðasti úrslitaleikurinn, býst ég við.“Vísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/StefánVísir/Stefán
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Sjá meira