Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 26-27 | Herbragð Patta gekk upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vodafonehöllinni skrifar 10. febrúar 2014 10:44 Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Coca-Cola bikarkeppni karla eftir æsilegan sigur á Val í frábærum handboltaleik í Vodafone-höllinni í kvöld.Tjörvi Þorgeirsson tryggði Haukum sigur þegar hálf mínúta var eftir af leiknum. Valsmenn fengu tækifæri til að jafna en spiluðu illa úr lokasókn sinni. Niðurstaðan var dísæt fyrir Hafnfirðinga sem höfðu elt nánast allan leikinn. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka og fyrrum þjálfari Vals, fagnaði einna mest enda hafði herbragð hans í fyrri hálfleik, þegar útlitið var dökkt, gengið fullkomnlega upp. Valsmenn byrjuðu leikinn gríðarlega vel og náðu snemma vænni forystu með frábærri 3-2-1 vörn og góðri frammistöðu Hlyns Morthens í markinu. Haukarnir virtust einfaldlega ekki eiga svör á reiðum höndum. Þegar tæpar tólf mínútur voru liðnar af leiknum tók Patrekur leikhlé og hristi vel upp í sínum mönnum. Hann setti sjöunda sóknarmanninn inn á (í vesti) á kostnað markvarðarins og spilaði með tvo línumenn. Þannig þvingaði hann Valsvörnina til að bakka aftur á sex metrana og smám saman gekk Haukamönnum betur að vinna sig aftur inn í leikinn. Svo fór að gestirnir skoruðu sjö af síðustu tíu mörkum fyrri hálfleiksins og gengu til búningsklefa í stöðunni 15-12 eftir að hafa mest lent sex mörkum undir. Áfram gekk þetta svona í síðari hálfleik og eftir ellefu mínútur var staðan orðin jöfn, 18-18. Elías Már Halldórsson hafði þá skorað þrjú mörk í röð fyrir Hauka og ljóst að spennandi lokasprettur var fram undan. Síðasti stundarfjórðungurinn var „hefðbundnari“ að því leyti að Patrekur var hættur að setja sjöunda sóknarmanninn inn á og Valsmenn gátu því spilað framliggjandi vörn á nýjan leik. En sóknin gekk ekki sem skyldi og munaði miklu um innkomu Einars Ólafs Vilmundarsonar í mark Haukanna. Hann varði nokkur afar mikilvæg skot sem átti eftir að reynast afar dýrmætt. Haukar komust svo loksins yfir þegar fimm mínútur eftir og reyndust einfaldlega með sterkari taugar á lokasprettinum. Þeim gekk vel að finna Jón Þorbjörn Jóhannsson inn á línunni en Árni Steinn Steinþórsson spilaði sérstaklega vel á lokakaflanum. Úrslit leiksins voru vitanlega afar svekkjandi fyrir Valsmenn sem höfðu byrjað svo vel í leiknum. Guðmundur Hólmar Helgason átti stórleik í sókninni og þá var varnarleikur liðsins frábær framan af leik. Það dró af Hlyni eftir því sem leið á leikinn en hið sama má segja um Elvar Friðriksson sem byrjaði leikinn af miklum krafti.Sigurbergur Sveinsson hefur oft spilað betur fyrir Hauka en í kvöld en það kom ekki að sök. Árni Steinn sýndi frábær tilþrif og Jón Þorbjörn nýtti færin vel undir lokin. Adam Baumruk átti einnig flotta innkomu og það var einnig mikill kraftur í Þórði Rafni Guðmundssyni og fleiri Haukamönnum. Sigurvegari kvöldsins er þó fyrst og fremst Patrekur þjálfari sem sýndi mikil klókindi þegar mest á reyndi.Patrekur: Sparaði vestismanninn fyrir rétta leikinn Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sagði eftir leik að það hefði verið sætt að fagna sigri sinna manna gegn hans gömlu lærisveinum í Val. „Það var bara allt undir í þessum leik og þetta var frábært. Valsmenn eru með gríðarlega sterkt lið, sérstaklega á heimavelli,“ sagði Patrekur. Hann segir að þeir hefðu æft það vel á æfingum að taka markvörðinn út af og bæta sjöunda manninum við sóknarleikinn. „Við vorum þó ekkert búnir að nota þetta en ég var að geyma þetta útspil fyrir rétta leikinn,“ sagði Patrekur. Herbragðið gekk upp gegn sterkri vörn Valsmanna en Patrekur hrósaði henni. „Óli [Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals] hefur verið að gera góða hluti með þessum varnarleik en mér fannst við samt ná að leysa hana ágætlega. Bubbi [Hlynur Morthens] varði bara allt sem á markið kom.“ „Því ákvað ég að taka þennan séns og fara í sjö á sex. Það hafði virkað svo vel á æfingum,“ bætti Patrekur við. Hann var ánægður með frammistöðu sinna manna þó svo að varnarleikur liðsins hafi verið slakur í upphafi leiks. „Menn gáfust bara aldrei upp og það sýndi hversu mikill sigurvilji ríkir í liðinu. Aðaláherslan hjá mér hefur allaf verið að vinna deildina en það er frábær bónus að komast í höllina.“ Úrslitahelgin í bikarkeppninni fer fram í Laugardalshöllinni í lok mánaðarins og Patrekur segir að hans lið hafi ekki viljað missa af henni. „Ég held að nánast allir aðrir flokkar í Haukum séu komnir áfram í bikarnum og það kom því ekki til greina að vera þeir einu sem sitjum eftir,“ sagði hann og brosti. Giedrius Morkunas hafði átt fínan leik í marki Haukanna eftir erfiða byrjun en engu að síður ákvað Patrekur að setja Einar Ólaf inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir. Það reyndist afar mikilvægt á lokasprettinum. „Giedrius er frábær markvörður og hefur verið einn sá besti í deildinni í vetur. En hann vinnur mjög mikið og mér fannst hann bara pínu þreyttur. Ég bara veðjaði á Einar enda hef ég verið að bíða eftir því að hann myndi grípa sitt tækifæri. Það gerði hann í kvöld.“ „Ég þarf bara að tékka á því hvort að Goggi [Morkunas] hafi ekki örugglega hætt í vinnunni á hádegi í dag,“ sagði hann og hló.Matthías Árni: Notum þetta kerfi áfram Matthías Árni Ingimarsson fékk óvænt tækifæri til að láta ljós sitt sína í sóknarleik Hauka í kvöld en hann var annar tveggja línumanna í sókn Hauka þegar þeir spiluðu með sjö manna sókn í sigrinum á Val í kvöld. „Þetta var skemmtilegt sóknarafbrigði sem við vorum búnir að æfa vel. Ég er ánægður með að fá að taka þátt í því,“ sagði Matthías við Vísi eftir leikinn. „Þegar við spilum rétt úr þessu kerfi þá virkar það mjög vel. Við náum alltaf að búa okkur til færi og ég held að við munum halda áfram að nota þetta.“ Hann segir sætt að hafa unnið, ekki síst þar sem að Valur byrjaði mjög vel. „Það hefðu mörg lið brotnað við þetta mótlæti en sigurviljinn hefur alltaf verið svo sterkur í þessum Haukastrákum og hann skilaði þessum sigri í kvöld.“Ólafur: Létum Patta koma okkur á óvart „Upp með hausinn. Það var það sem ég sagði við strákana eftir leik. Það var fín barátta í þeim,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals, eftir tapið gegn Haukum í kvöld. „Vörnin var fín lengst af en við létum Patta koma okkur á óvart með þetta „trick“. Það kom þeim aftur inn í leikinn og hjálpaði þeim í þetta skiptið.“ „Það var auðvitað fullt af hlutum sem við hefðum getað gert betur en ég er engu að síður stoltur af flestu því sem við gerðum í kvöld,“ bætti Ólafur við. „Þetta var okkar fyrsti alvöru leikur sem er upp á líf eða dauða í vetur. Það er auðvitað hundfúlt að tapa en við höldum bara áfram og einbeitum okkur meira að deildinni.“ Ólafur segir að lokasókn Valsmanna hafi ekki gengið sem skyldi og tók sína ábyrgð á því. „Það gekk eitthvað illa að skipta Atla inn á en við getum sjálfum okkur um kennt að hafa komið okkur í þessar aðstæður. Við eigum að vera betri en svo.“ „Haukarnir mega eiga það að þeir börðust og komust yfir á hárréttum tíma. Það eru þó margir jákvæðir punktar við okkar leik þó svo að við unnum ekki með 30 mörkum í þetta skiptið. Einnig er auðvitað leiðinlegt að missa af úrslitahelginni í höllinni.“ „En við eigum einn séns enn og hann ætlum við að grípa.“ Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Sjá meira
Haukar eru komnir áfram í undanúrslit Coca-Cola bikarkeppni karla eftir æsilegan sigur á Val í frábærum handboltaleik í Vodafone-höllinni í kvöld.Tjörvi Þorgeirsson tryggði Haukum sigur þegar hálf mínúta var eftir af leiknum. Valsmenn fengu tækifæri til að jafna en spiluðu illa úr lokasókn sinni. Niðurstaðan var dísæt fyrir Hafnfirðinga sem höfðu elt nánast allan leikinn. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka og fyrrum þjálfari Vals, fagnaði einna mest enda hafði herbragð hans í fyrri hálfleik, þegar útlitið var dökkt, gengið fullkomnlega upp. Valsmenn byrjuðu leikinn gríðarlega vel og náðu snemma vænni forystu með frábærri 3-2-1 vörn og góðri frammistöðu Hlyns Morthens í markinu. Haukarnir virtust einfaldlega ekki eiga svör á reiðum höndum. Þegar tæpar tólf mínútur voru liðnar af leiknum tók Patrekur leikhlé og hristi vel upp í sínum mönnum. Hann setti sjöunda sóknarmanninn inn á (í vesti) á kostnað markvarðarins og spilaði með tvo línumenn. Þannig þvingaði hann Valsvörnina til að bakka aftur á sex metrana og smám saman gekk Haukamönnum betur að vinna sig aftur inn í leikinn. Svo fór að gestirnir skoruðu sjö af síðustu tíu mörkum fyrri hálfleiksins og gengu til búningsklefa í stöðunni 15-12 eftir að hafa mest lent sex mörkum undir. Áfram gekk þetta svona í síðari hálfleik og eftir ellefu mínútur var staðan orðin jöfn, 18-18. Elías Már Halldórsson hafði þá skorað þrjú mörk í röð fyrir Hauka og ljóst að spennandi lokasprettur var fram undan. Síðasti stundarfjórðungurinn var „hefðbundnari“ að því leyti að Patrekur var hættur að setja sjöunda sóknarmanninn inn á og Valsmenn gátu því spilað framliggjandi vörn á nýjan leik. En sóknin gekk ekki sem skyldi og munaði miklu um innkomu Einars Ólafs Vilmundarsonar í mark Haukanna. Hann varði nokkur afar mikilvæg skot sem átti eftir að reynast afar dýrmætt. Haukar komust svo loksins yfir þegar fimm mínútur eftir og reyndust einfaldlega með sterkari taugar á lokasprettinum. Þeim gekk vel að finna Jón Þorbjörn Jóhannsson inn á línunni en Árni Steinn Steinþórsson spilaði sérstaklega vel á lokakaflanum. Úrslit leiksins voru vitanlega afar svekkjandi fyrir Valsmenn sem höfðu byrjað svo vel í leiknum. Guðmundur Hólmar Helgason átti stórleik í sókninni og þá var varnarleikur liðsins frábær framan af leik. Það dró af Hlyni eftir því sem leið á leikinn en hið sama má segja um Elvar Friðriksson sem byrjaði leikinn af miklum krafti.Sigurbergur Sveinsson hefur oft spilað betur fyrir Hauka en í kvöld en það kom ekki að sök. Árni Steinn sýndi frábær tilþrif og Jón Þorbjörn nýtti færin vel undir lokin. Adam Baumruk átti einnig flotta innkomu og það var einnig mikill kraftur í Þórði Rafni Guðmundssyni og fleiri Haukamönnum. Sigurvegari kvöldsins er þó fyrst og fremst Patrekur þjálfari sem sýndi mikil klókindi þegar mest á reyndi.Patrekur: Sparaði vestismanninn fyrir rétta leikinn Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, sagði eftir leik að það hefði verið sætt að fagna sigri sinna manna gegn hans gömlu lærisveinum í Val. „Það var bara allt undir í þessum leik og þetta var frábært. Valsmenn eru með gríðarlega sterkt lið, sérstaklega á heimavelli,“ sagði Patrekur. Hann segir að þeir hefðu æft það vel á æfingum að taka markvörðinn út af og bæta sjöunda manninum við sóknarleikinn. „Við vorum þó ekkert búnir að nota þetta en ég var að geyma þetta útspil fyrir rétta leikinn,“ sagði Patrekur. Herbragðið gekk upp gegn sterkri vörn Valsmanna en Patrekur hrósaði henni. „Óli [Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals] hefur verið að gera góða hluti með þessum varnarleik en mér fannst við samt ná að leysa hana ágætlega. Bubbi [Hlynur Morthens] varði bara allt sem á markið kom.“ „Því ákvað ég að taka þennan séns og fara í sjö á sex. Það hafði virkað svo vel á æfingum,“ bætti Patrekur við. Hann var ánægður með frammistöðu sinna manna þó svo að varnarleikur liðsins hafi verið slakur í upphafi leiks. „Menn gáfust bara aldrei upp og það sýndi hversu mikill sigurvilji ríkir í liðinu. Aðaláherslan hjá mér hefur allaf verið að vinna deildina en það er frábær bónus að komast í höllina.“ Úrslitahelgin í bikarkeppninni fer fram í Laugardalshöllinni í lok mánaðarins og Patrekur segir að hans lið hafi ekki viljað missa af henni. „Ég held að nánast allir aðrir flokkar í Haukum séu komnir áfram í bikarnum og það kom því ekki til greina að vera þeir einu sem sitjum eftir,“ sagði hann og brosti. Giedrius Morkunas hafði átt fínan leik í marki Haukanna eftir erfiða byrjun en engu að síður ákvað Patrekur að setja Einar Ólaf inn á þegar fimmtán mínútur voru eftir. Það reyndist afar mikilvægt á lokasprettinum. „Giedrius er frábær markvörður og hefur verið einn sá besti í deildinni í vetur. En hann vinnur mjög mikið og mér fannst hann bara pínu þreyttur. Ég bara veðjaði á Einar enda hef ég verið að bíða eftir því að hann myndi grípa sitt tækifæri. Það gerði hann í kvöld.“ „Ég þarf bara að tékka á því hvort að Goggi [Morkunas] hafi ekki örugglega hætt í vinnunni á hádegi í dag,“ sagði hann og hló.Matthías Árni: Notum þetta kerfi áfram Matthías Árni Ingimarsson fékk óvænt tækifæri til að láta ljós sitt sína í sóknarleik Hauka í kvöld en hann var annar tveggja línumanna í sókn Hauka þegar þeir spiluðu með sjö manna sókn í sigrinum á Val í kvöld. „Þetta var skemmtilegt sóknarafbrigði sem við vorum búnir að æfa vel. Ég er ánægður með að fá að taka þátt í því,“ sagði Matthías við Vísi eftir leikinn. „Þegar við spilum rétt úr þessu kerfi þá virkar það mjög vel. Við náum alltaf að búa okkur til færi og ég held að við munum halda áfram að nota þetta.“ Hann segir sætt að hafa unnið, ekki síst þar sem að Valur byrjaði mjög vel. „Það hefðu mörg lið brotnað við þetta mótlæti en sigurviljinn hefur alltaf verið svo sterkur í þessum Haukastrákum og hann skilaði þessum sigri í kvöld.“Ólafur: Létum Patta koma okkur á óvart „Upp með hausinn. Það var það sem ég sagði við strákana eftir leik. Það var fín barátta í þeim,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals, eftir tapið gegn Haukum í kvöld. „Vörnin var fín lengst af en við létum Patta koma okkur á óvart með þetta „trick“. Það kom þeim aftur inn í leikinn og hjálpaði þeim í þetta skiptið.“ „Það var auðvitað fullt af hlutum sem við hefðum getað gert betur en ég er engu að síður stoltur af flestu því sem við gerðum í kvöld,“ bætti Ólafur við. „Þetta var okkar fyrsti alvöru leikur sem er upp á líf eða dauða í vetur. Það er auðvitað hundfúlt að tapa en við höldum bara áfram og einbeitum okkur meira að deildinni.“ Ólafur segir að lokasókn Valsmanna hafi ekki gengið sem skyldi og tók sína ábyrgð á því. „Það gekk eitthvað illa að skipta Atla inn á en við getum sjálfum okkur um kennt að hafa komið okkur í þessar aðstæður. Við eigum að vera betri en svo.“ „Haukarnir mega eiga það að þeir börðust og komust yfir á hárréttum tíma. Það eru þó margir jákvæðir punktar við okkar leik þó svo að við unnum ekki með 30 mörkum í þetta skiptið. Einnig er auðvitað leiðinlegt að missa af úrslitahelginni í höllinni.“ „En við eigum einn séns enn og hann ætlum við að grípa.“
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Basile verið kallaður röngu nafni í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Sjá meira