Af hverju eru Íslendingar svona slakir í vetraríþróttum? 14. febrúar 2014 15:00 Sævar Birgisson hefur staðið sig með prýði í Sotsjí. Mynd/Úr einkasafni Vefsíða bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal birtir í dag grein um Ísland þar sem spurt er hvers vegna við erum svona aftarlega á merinni í vetraríþróttum. „Ef það væri eitthvað land sem þú myndir búast við að ætti að standa sig á Vetrarólympíuleikunum væri það landið með „ís“ í nafni sínu. Þrátt fyrir það hefur Ísland ekki unnið ein verðlaun í 16 ferðum á Vetrarólympíuleikana,“ segir í greininni. Þar er réttilega bent á að Íslendingum gengur öllu betur á sumarleikunum en nú síðast vann handboltalandsliðið okkar silfur í Peking 2008. „Við þurfum að treysta svo mikið á veðrið þegar kemur að vetraríþróttum. Við vitum aldrei hvort við fáum snjó, rigingu eða jafnkaldan vetur og við þurfum á að halda,“ segir Andri Stefánsson, sviðsstjóri hjá íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í samtali við WSJ. Fámenni er auðvitað höfuðástæðan en hér búa aðeins 320.000 manns. Fleiri afreksíþróttamenn sækja líka í íþróttir sem hægt er að æfa og stunda allt árið um kring. „Við erum bara nokkur hundruð þúsund þannig við getum ekki keppt við margra milljóna manna þjóðir,“ segir Sævar Birgisson, skíðagöngukappi og Ólympíufari, í sömu grein. Sævar þurfti að flytja til Svíþjóðar til að stunda sína íþrótt af krafti en það er vel þekkt hér heima að afreksíþróttamenn í alpagreinum flytji til Norðurlanda. Andri Stefánsson útskýrir einnig að kostnaðurinn við að senda íþróttamenn út um allan heim að æfa og keppa kosti allt að sex milljónum króna en kostnaðinum er skipt á milli Ólympíunefndarinnar, ÍSÍ og íþróttamannsins sjálfs. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira
Vefsíða bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal birtir í dag grein um Ísland þar sem spurt er hvers vegna við erum svona aftarlega á merinni í vetraríþróttum. „Ef það væri eitthvað land sem þú myndir búast við að ætti að standa sig á Vetrarólympíuleikunum væri það landið með „ís“ í nafni sínu. Þrátt fyrir það hefur Ísland ekki unnið ein verðlaun í 16 ferðum á Vetrarólympíuleikana,“ segir í greininni. Þar er réttilega bent á að Íslendingum gengur öllu betur á sumarleikunum en nú síðast vann handboltalandsliðið okkar silfur í Peking 2008. „Við þurfum að treysta svo mikið á veðrið þegar kemur að vetraríþróttum. Við vitum aldrei hvort við fáum snjó, rigingu eða jafnkaldan vetur og við þurfum á að halda,“ segir Andri Stefánsson, sviðsstjóri hjá íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í samtali við WSJ. Fámenni er auðvitað höfuðástæðan en hér búa aðeins 320.000 manns. Fleiri afreksíþróttamenn sækja líka í íþróttir sem hægt er að æfa og stunda allt árið um kring. „Við erum bara nokkur hundruð þúsund þannig við getum ekki keppt við margra milljóna manna þjóðir,“ segir Sævar Birgisson, skíðagöngukappi og Ólympíufari, í sömu grein. Sævar þurfti að flytja til Svíþjóðar til að stunda sína íþrótt af krafti en það er vel þekkt hér heima að afreksíþróttamenn í alpagreinum flytji til Norðurlanda. Andri Stefánsson útskýrir einnig að kostnaðurinn við að senda íþróttamenn út um allan heim að æfa og keppa kosti allt að sex milljónum króna en kostnaðinum er skipt á milli Ólympíunefndarinnar, ÍSÍ og íþróttamannsins sjálfs.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira