Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 18-22 | ÍBV heldur öðru sætinu Kristinn Páll Teitsson í Safamýri skrifar 6. febrúar 2014 17:05 Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram. Eyjamenn gerðu sér góða ferð til Reykjavíkur í 22-18 sigri á Fram í kvöld. Eyjamenn náðu forskotinu strax á þriðju mínútu og slepptu forskotinu aldrei það sem eftir lifði leiks. Liðin voru jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti Olís-deildarinnar fyrir leiki kvöldsins þrátt fyrir að ÍBV ætti leik til góða. Eyjamenn sigruðu fyrri leik liðanna sannfærandi 30-25 á heimavelli. Liðin áttu í erfiðleikum með sóknarleikinn í fyrri hálfleik og töpuðu liðin alls 20 boltum í fyrri hálfleik. Eyjamenn náðu undirtökunum á um miðbik fyrri hálfleiks með þéttum varnarleik en Framarar voru aldrei langt undan og minnkuðu muninn niður í tvö mörk rétt fyrir lok hálfleiksins. Framarar minnkuðu muninn niður í eitt mark þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleiks en þá settu gestirnir aftur í gír og náðu sex marka forystu í stöðunni 20-14. Heimamenn náðu að laga örlítið stöðuna á lokamínútum leiksins en náðu aldrei að ógna öruggu forskoti og lauk leiknum því með öruggum sigri ÍBV. Með sigrinum varð ÍBV fyrst liða til að leggja Fram að velli í Safamýrinni. Guðlaugur: Vantaði herslumuninn í sóknarleiknum„Það er grautfúlt að tapa, við vorum í miklum vandræðum sóknarlega allan leikinn,“ sagði Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, svekktur eftir leikinn. „Við töpum leiknum þar, við erum með átján tapaða bolta í leiknum og það er erfitt að vinna leiki þegar liðið tapar átján boltum. Við fáum bara á okkur 22 mörk sem segir að vörnin og markvarslan var fín í dag,“ Framarar lentu í miklum vandræðum strax í upphafi í sóknarleiknum og komu langir kaflar þar sem liðinu tókst illa að skapa sér færi. „Þetta er einfaldlega of mikið af mistökum í sóknarleiknum. Þegar við náðum loks að skapa okkur færin þá vantaði þetta auka til að klára færin. Stefán, Garðar og Siffi héldu uppi sóknarleiknum okkar í dag á meðan aðrir voru sofandi,“ Framarar klúðruðu fjórum vítum í leiknum ásamt því að klúðra tveimur hraðaupphlaupstilraunum. „Það telur strax, það eru sex mörk sem við áttum að fá þar. Í keppnisleik líkt og þessum þar sem jöfn lið berjast þarftu að klára öll svona færi.“ Guðlaugur sá jákvæða punkta þrátt fyrir tapið. „Varnarleikurinn var fínn rétt eins og markvarslan. Ég er með þrjá góða markmenn sem styðja vel við bakið á hvor öðrum líkt og góðir markmenn gera. Svavar kom inná í kvöld svaraði kallinu með því að spila vel,“ sagði Guðlaugur. Gunnar: Draumi líkast„Þetta eru frábær tvö stig, Framarar voru ósigraðir á heimavelli og það var virkilega vel gert hjá strákunum að koma og klára þetta,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, sáttur eftir leikinn. „Spennustigið var hátt í fyrri hálfleik, við vorum að taka margar skrýtnar ákvarðanir og gerðum mörg mistök. Þetta var erfitt í fyrri hálfleik en við reyndum að núllstilla okkur í hálfleiknum,“ Eftir að heimamenn minnkuðu muninn í eitt mark í seinni hálfleik gáfu Eyjamenn aftur í og byggðu hægt og rólega upp öruggt forskot. „Vörnin var frábær í dag og markvarslan flott þar fyrir aftan, það eina sem ég gæti sett út á það er að það vantaði fleiri hraðaupphlaup. Engu að síður lagði varnarleikurinn grunninn að sigrinum hérna í kvöld.“ „Þegar við fengum Henrik Eidsvag frá Noregi þá ætluðum við að fá meiri breidd í markvörsluna og það gekk vel í dag. Hann kom vel inn í þetta og auðvitað frábært að markverðirnir okkar vörðu þrjú víti í leiknum. Markverðirnir okkar hafa verið að standa sig vel síðan Henrik kom og svo eigum við auðvitað Hauk inni,“ Þrátt fyrir að vera nýliðar í Olís-deildinni eru Eyjamenn í öðru sæti Olís-deildarinnar. „Þetta er draumi líkast og þetta er bara byrjunin. Okkur dreymdi ekki einusinni um svona gott gengi í upphafi móts. Núna verður bara að halda áfram,“ Höfuðmeiðsli Magnúsar Stefánssonar settu ljótan svip á annars góðan sigur Eyjamanna. „Hann vankaðist eitthvað, vonandi er þetta ekkert alvarlegt en þetta gæti verið heilahristingur. Hann fékk gat á hausinn og verður væntanlega ekkert með næstu vikurnar. Það verður missir af honum en við vonum að hann nái heilsu sem fyrst,“ sagði Gunnar. Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira
Eyjamenn gerðu sér góða ferð til Reykjavíkur í 22-18 sigri á Fram í kvöld. Eyjamenn náðu forskotinu strax á þriðju mínútu og slepptu forskotinu aldrei það sem eftir lifði leiks. Liðin voru jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti Olís-deildarinnar fyrir leiki kvöldsins þrátt fyrir að ÍBV ætti leik til góða. Eyjamenn sigruðu fyrri leik liðanna sannfærandi 30-25 á heimavelli. Liðin áttu í erfiðleikum með sóknarleikinn í fyrri hálfleik og töpuðu liðin alls 20 boltum í fyrri hálfleik. Eyjamenn náðu undirtökunum á um miðbik fyrri hálfleiks með þéttum varnarleik en Framarar voru aldrei langt undan og minnkuðu muninn niður í tvö mörk rétt fyrir lok hálfleiksins. Framarar minnkuðu muninn niður í eitt mark þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleiks en þá settu gestirnir aftur í gír og náðu sex marka forystu í stöðunni 20-14. Heimamenn náðu að laga örlítið stöðuna á lokamínútum leiksins en náðu aldrei að ógna öruggu forskoti og lauk leiknum því með öruggum sigri ÍBV. Með sigrinum varð ÍBV fyrst liða til að leggja Fram að velli í Safamýrinni. Guðlaugur: Vantaði herslumuninn í sóknarleiknum„Það er grautfúlt að tapa, við vorum í miklum vandræðum sóknarlega allan leikinn,“ sagði Guðlaugur Arnarson, þjálfari Fram, svekktur eftir leikinn. „Við töpum leiknum þar, við erum með átján tapaða bolta í leiknum og það er erfitt að vinna leiki þegar liðið tapar átján boltum. Við fáum bara á okkur 22 mörk sem segir að vörnin og markvarslan var fín í dag,“ Framarar lentu í miklum vandræðum strax í upphafi í sóknarleiknum og komu langir kaflar þar sem liðinu tókst illa að skapa sér færi. „Þetta er einfaldlega of mikið af mistökum í sóknarleiknum. Þegar við náðum loks að skapa okkur færin þá vantaði þetta auka til að klára færin. Stefán, Garðar og Siffi héldu uppi sóknarleiknum okkar í dag á meðan aðrir voru sofandi,“ Framarar klúðruðu fjórum vítum í leiknum ásamt því að klúðra tveimur hraðaupphlaupstilraunum. „Það telur strax, það eru sex mörk sem við áttum að fá þar. Í keppnisleik líkt og þessum þar sem jöfn lið berjast þarftu að klára öll svona færi.“ Guðlaugur sá jákvæða punkta þrátt fyrir tapið. „Varnarleikurinn var fínn rétt eins og markvarslan. Ég er með þrjá góða markmenn sem styðja vel við bakið á hvor öðrum líkt og góðir markmenn gera. Svavar kom inná í kvöld svaraði kallinu með því að spila vel,“ sagði Guðlaugur. Gunnar: Draumi líkast„Þetta eru frábær tvö stig, Framarar voru ósigraðir á heimavelli og það var virkilega vel gert hjá strákunum að koma og klára þetta,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, sáttur eftir leikinn. „Spennustigið var hátt í fyrri hálfleik, við vorum að taka margar skrýtnar ákvarðanir og gerðum mörg mistök. Þetta var erfitt í fyrri hálfleik en við reyndum að núllstilla okkur í hálfleiknum,“ Eftir að heimamenn minnkuðu muninn í eitt mark í seinni hálfleik gáfu Eyjamenn aftur í og byggðu hægt og rólega upp öruggt forskot. „Vörnin var frábær í dag og markvarslan flott þar fyrir aftan, það eina sem ég gæti sett út á það er að það vantaði fleiri hraðaupphlaup. Engu að síður lagði varnarleikurinn grunninn að sigrinum hérna í kvöld.“ „Þegar við fengum Henrik Eidsvag frá Noregi þá ætluðum við að fá meiri breidd í markvörsluna og það gekk vel í dag. Hann kom vel inn í þetta og auðvitað frábært að markverðirnir okkar vörðu þrjú víti í leiknum. Markverðirnir okkar hafa verið að standa sig vel síðan Henrik kom og svo eigum við auðvitað Hauk inni,“ Þrátt fyrir að vera nýliðar í Olís-deildinni eru Eyjamenn í öðru sæti Olís-deildarinnar. „Þetta er draumi líkast og þetta er bara byrjunin. Okkur dreymdi ekki einusinni um svona gott gengi í upphafi móts. Núna verður bara að halda áfram,“ Höfuðmeiðsli Magnúsar Stefánssonar settu ljótan svip á annars góðan sigur Eyjamanna. „Hann vankaðist eitthvað, vonandi er þetta ekkert alvarlegt en þetta gæti verið heilahristingur. Hann fékk gat á hausinn og verður væntanlega ekkert með næstu vikurnar. Það verður missir af honum en við vonum að hann nái heilsu sem fyrst,“ sagði Gunnar.
Olís-deild karla Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira