Öllu er lokið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2014 10:36 Meðlimir Rush eru svo sannarlega ekki fæddir í gær. vísir/getty Rush er besta hljómsveit í heimi. Þessu komst ég að fyrir nokkrum árum eftir að hafa í nær tvo áratugi haft megnustu óbeit á sveitinni. Fyrir mér voru þetta gamlir og asnalegir menn, hálfgerðir íþróttahljóðfæraleikarar, sem gerðu leiðinlega músík fyrir miðaldra feitabollur. Eins dásamlegt og það er nú að vera fordómafullur fýluskarfur er alltaf gaman þegar einhver hefur svo á endanum vit fyrir manni. Góður drengur, afgreiðslumaður hljóðfæraverslunar hér í borg, tók í taumana eftir að ég lýsti frati á Rush í beinni útsendingu í útvarpi. Þvoglumæltur á öldurhúsi skipaði hann mér að fara rakleiðis heim og hlusta á eina frægustu plötu sveitarinnar, Moving Pictures, sem ég gerði með semingi. Til að gera langa sögu stutta þá kunni ég ágætlega við plötuna, viðurkenndi ósigur, og renndi flestum plötum sveitarinnar í gegn í kjölfarið.Og þvílíkar plötur! Það að hafa byrjað að hlusta á (og stúdera) Rush hefur ekki bara gert mig að betri hljóðfæraleikara heldur hreinlega betri manneskju. Þetta frábæra kanadíska tríó gleður mig á hverjum degi og ég vil að þú, lesandi góður, upplifir einnig þessa gleði. Það er í raun minn eini tilgangur með þessu trúboði. En hvað verður það næst? Mun ég byrja að gyrða hljómsveitarbolina mína ofan í gallabuxurnar? Fá mér GSM-hulstur til að festa á beltið mitt? Þarf ég að byrja að nota frasa eins og: „Segjum það, kall“? Mun ég uppgötva töfra Genesis og Jethro Tull? Nú þegar er ég byrjaður að hækka græjurnar mínar í botn „þegar hljómborðið kikkar inn“. Ég get ekki betur séð en að öllu sé lokið. Ég er orðinn faðir minn. Og þinn. Distant Early Warning af plötunni Grace Under Pressure frá 1984. Vital Signs af plötunni Moving Pictures frá 1981. Caravan af tónleikum árið 2011. Tónlist Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Rush er besta hljómsveit í heimi. Þessu komst ég að fyrir nokkrum árum eftir að hafa í nær tvo áratugi haft megnustu óbeit á sveitinni. Fyrir mér voru þetta gamlir og asnalegir menn, hálfgerðir íþróttahljóðfæraleikarar, sem gerðu leiðinlega músík fyrir miðaldra feitabollur. Eins dásamlegt og það er nú að vera fordómafullur fýluskarfur er alltaf gaman þegar einhver hefur svo á endanum vit fyrir manni. Góður drengur, afgreiðslumaður hljóðfæraverslunar hér í borg, tók í taumana eftir að ég lýsti frati á Rush í beinni útsendingu í útvarpi. Þvoglumæltur á öldurhúsi skipaði hann mér að fara rakleiðis heim og hlusta á eina frægustu plötu sveitarinnar, Moving Pictures, sem ég gerði með semingi. Til að gera langa sögu stutta þá kunni ég ágætlega við plötuna, viðurkenndi ósigur, og renndi flestum plötum sveitarinnar í gegn í kjölfarið.Og þvílíkar plötur! Það að hafa byrjað að hlusta á (og stúdera) Rush hefur ekki bara gert mig að betri hljóðfæraleikara heldur hreinlega betri manneskju. Þetta frábæra kanadíska tríó gleður mig á hverjum degi og ég vil að þú, lesandi góður, upplifir einnig þessa gleði. Það er í raun minn eini tilgangur með þessu trúboði. En hvað verður það næst? Mun ég byrja að gyrða hljómsveitarbolina mína ofan í gallabuxurnar? Fá mér GSM-hulstur til að festa á beltið mitt? Þarf ég að byrja að nota frasa eins og: „Segjum það, kall“? Mun ég uppgötva töfra Genesis og Jethro Tull? Nú þegar er ég byrjaður að hækka græjurnar mínar í botn „þegar hljómborðið kikkar inn“. Ég get ekki betur séð en að öllu sé lokið. Ég er orðinn faðir minn. Og þinn. Distant Early Warning af plötunni Grace Under Pressure frá 1984. Vital Signs af plötunni Moving Pictures frá 1981. Caravan af tónleikum árið 2011.
Tónlist Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira