55 ára prins ætlar að keppa fyrir Mexíkó á ÓL í Sotsjí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2014 23:30 Prins Hubertus of Hohenlohe-Langenburg sést hér eftir að hafa komið í mark á síðustu Vetrarólympíuleikum þá aðeins 51 árs. Vísir/NordicPhotos/Getty Prins Hubertus of Hohenlohe-Langenburg er á leiðinni til Rússlands þar sem hann ætlar að keppa í alpagreinum. Þetta er kannski ekki fréttnæmt nema vegna þess að hann er 55 ára gamall og eini keppandi Mexíkó á öðrum Vetrarólympíuleikunum í röð. Hohenlohe stofnaði Skíðasamband Mexíkó árið 1981 og hefur síðan tekið þátt í fimm Vetrarólympíuleikum fyrir hönd Mexíkó. Hann var með á ÓL í Sarajevo 1984, ÓL í Calgary 1988, ÓL í Albertville 1992, ÓL í Lillehammer 1994 og ÓL í Vancouver 2010 þar sem hann var eins og nú eini keppandinn frá sínu landi. Aðalástæðan fyrir því að prinsinn Hubertus of Hohenlohe-Langenburg mætir á Vetrarólympíuleikana segir hann vera til þess að vekja athygli á vetrargreinunum í heitu löndunum í heiminum. Það er hinsvegar ekki mikið um snjó í Mexíkó eins og allir vita. Þetta verða sjöttu Ólympíuleikarnir hans en fyrir fjórum árum varð hann 46. í svigi og 78. í stórsvigi. Bestum árangri náði hann í Sarajevo 1984 þegar hann varð í 26. sæti í svigi. Hubertus of Hohenlohe-Langenburg er fæddur 2. febrúar 1959 og verður annar elsti keppandinn á Vetrarólympíuleikunum frá upphafi þegar hann rennir sér niður brekkuna á ÓL í Sotsjí. Hohenlohe-Langenburg er ekki bara skíðamaður og þýskur prins því hann er einnig ljósmyndari, viðskiptamaður og poppsöngvari sem kemur undir nöfnunum Andy Himalaya eða Royal Disaster, Konunglega stórslysið. Þeir sem hafa áhuga á tónlistarferli kappans geta smellt hér fyrir neðan á myndband hans við lagið Higher than Mars.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Prins Hubertus of Hohenlohe-Langenburg er á leiðinni til Rússlands þar sem hann ætlar að keppa í alpagreinum. Þetta er kannski ekki fréttnæmt nema vegna þess að hann er 55 ára gamall og eini keppandi Mexíkó á öðrum Vetrarólympíuleikunum í röð. Hohenlohe stofnaði Skíðasamband Mexíkó árið 1981 og hefur síðan tekið þátt í fimm Vetrarólympíuleikum fyrir hönd Mexíkó. Hann var með á ÓL í Sarajevo 1984, ÓL í Calgary 1988, ÓL í Albertville 1992, ÓL í Lillehammer 1994 og ÓL í Vancouver 2010 þar sem hann var eins og nú eini keppandinn frá sínu landi. Aðalástæðan fyrir því að prinsinn Hubertus of Hohenlohe-Langenburg mætir á Vetrarólympíuleikana segir hann vera til þess að vekja athygli á vetrargreinunum í heitu löndunum í heiminum. Það er hinsvegar ekki mikið um snjó í Mexíkó eins og allir vita. Þetta verða sjöttu Ólympíuleikarnir hans en fyrir fjórum árum varð hann 46. í svigi og 78. í stórsvigi. Bestum árangri náði hann í Sarajevo 1984 þegar hann varð í 26. sæti í svigi. Hubertus of Hohenlohe-Langenburg er fæddur 2. febrúar 1959 og verður annar elsti keppandinn á Vetrarólympíuleikunum frá upphafi þegar hann rennir sér niður brekkuna á ÓL í Sotsjí. Hohenlohe-Langenburg er ekki bara skíðamaður og þýskur prins því hann er einnig ljósmyndari, viðskiptamaður og poppsöngvari sem kemur undir nöfnunum Andy Himalaya eða Royal Disaster, Konunglega stórslysið. Þeir sem hafa áhuga á tónlistarferli kappans geta smellt hér fyrir neðan á myndband hans við lagið Higher than Mars.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira